Viðskipti

Fréttamynd

Listi yfir seljanleika hlutabréfa

Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum (CESR) hefur birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri hjá Actavis

Thomas Heinemann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Actavis í Þýskalandi en hann mun stýra markaðssókn lyfjafyrirtækisins þar í landi. Actavis gerir ráð fyrir miklum vexti í landinu á næstu árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Japanar bjóða í Barneys

Japanska fatakeðjan Fast Retailing hefur boðið 900 milljónir bandaríkjadala, tæpa 56 milljarða króna, í bandarísku verslanakeðjuna Barneys. Þetta er annað yfirtökutilboðið sem berst í verslanakeðjuna sem rekur verslanir víða um Bandaríkin. Hitt kom frá arabíska fjárfestingasjóðnum Istithmar upp á 825 milljónir dala, rétt rúman 51 milljarð, fyrir um hálfum mánuði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Þetta er í samræmi við það sem greinendur höfðu gert ráð fyrir. Stýrivextir hafa farið síhækkandi á svæðinu síðastliðið eitt og hálft ár og hafa þeir ekki verið hærri í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka í Bretlandi

Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir við það í 5,75 prósent. Þetta er í takt við væntingar en lengi búist við að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á markaði í Asíu í dag en greinendur gera ráð fyrir því að eldsneytisbirgðir hafi aukist á milli vikna í Bandaríkjunum. Birgðirnar hafa dregist saman vestanhafs undanfarnar vikur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Góðir viðskiptahættir Milestone

Nefnd á vegum Sænsku kauphallar­innar hefur úrskurðað að Racon Holdings, sænskt dótturfélag Mile­stone, hafi að öllu leyti fylgt yfirtökureglum og góðum viðskiptaháttum við yfirtöku á sænska tryggingarfélaginu Invik. Nokkrir stórir fjárfestingar- og lífeyris­sjóðir í Svíþjóð voru ekki á eitt sáttir við það verð sem Mile­stone bauð og sendu því erindi til nefndarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréf féllu í Kína

Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 5,25 prósent í kauphöllinni í Sjanghæ við lokun viðskipta í Kína í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að aukinn fjöldi fyrirtækjaskráninga á hlutabréfamarkað og hlutafjáraukningar muni veikja markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stýrivextir verða óbreyttir

Seðlabankinn hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,30 prósentum, sem jafngildir 14,25 prósenta vöxtum á ársgrundvelli, sem er í takt við væntingar. Bankinn birtir rökstuðning sinn fyrir ákvörðuninni í Peningamálum, sem kemur út klukkan 11 í dag en greinendur búast við allhörðum tóni frá bankanum..

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn tekur Úrvalsvísitalan stökkið

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,59 prósent í Kauphöllinni í dag. Vísitalan endaði í 8.541 stigi í dag og hefur aldrei verið hærri. Gengi bréfa í Alfesca, eða um 3,96 prósent. Mesta lækkunin varð hins vegar á gengi bréfa í Föroya Banka, sem fór niður um 1,69 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppfært mat á Singer & Friedlander

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur uppfært lánshæfiseinkunnir Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi. Stuðningseinkunn bankans hækkar um eitt sæti í 2. Þá fær bankinn langtímaeinkunnina A en skammtímaeinkunnina F1.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Regluvarsla NordVest ófullnægjandi

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu í kjölfar úttektar, að umgjörð um regluvörslu NordVest Verðbréfa hf. hafi verið ófullnægjandi og hefur farið fram á úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna fresta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metsekt fyrir samkeppnisbrot

Samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins (ESB) dæmdu í dag spænska símafyrirtækið Telefonica til að greiða 151,9 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna, í sekt vegna brota á samkeppnislögum. Þetta er metsekt vegna brota af þessu tagi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

KKR skráð á markað

Fjárfestingasjóðurinn KKR ætlar að feta í fótspor bandaríska félagsins Blackstone og skrá félagið á markað vestanhafs í kjölfar útboðs með bréf í félaginu. Fjárfestingasjóðir hafa í auknum mæli horft til þess sækja sér aukið á almennum markaði til að auka fjárfestingagetu sína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Alcoa kíkir ekki í bækur Alcan

Kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hefur neitað bandaríska álframleiðandanum Alcoa, sem rekur álver við Reyðarfjörð, að að skoða bókhald fyrirtækisins. Alcoa hefur ýjað að því að það geti hugsað sér að bæta yfirtökutilboð sitt í Alcan, sem hljóðar upp á 28 milljarða dala, jafnvirði 1.739 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma ríkissjóðs umfram áætlanir

Greiðsluafkoma ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins var hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir í fjárlögum. Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 34,1 milljarð króna sem er 5,9 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Blackstone kaupir Hilton-hótelkeðjuna

Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group, sem skráður var á hlutabréfamarkað vestanhafs fyrir um hálfum mánuði, hefur keypt Hilton-hótelkeðjuna. Kaupverð nemur 26 milljörðum dala, jafnvirði heilla 1.615 milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir hótelin í reiðufé.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dregur úr halla á vöruskiptum

Vöruskipti voru neikvæð um 9,6 milljarða krónur í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Þetta er nokkur umskipti frá sama tíma á síðasta ári en þá voru vöruskiptin neikvæð um 15,4 milljarða krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan í methæðum

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,08 prósent við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag og endaði vísitalan í 8.408. Hún hefur aldrei verið hærri. Mesta hækkun var á bréfum í Föroya Banka en mest varð lækkun á bréfum færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

DaimlerChrysler frestar uppgjöri

Bandarísk- þýski bílaframleiðandinn DaimlerChrysler ætlar að fresta birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir annan ársfjórðung fram til loka ágúst. Upphaflega stóð til að birta uppgjörið 26. júlí næstkomandi. Ástæðan fyrir töfunum er sala á meirihluta í Chrysler-armi fyrirtækisins til bandaríska fjárfestingafélagsins Cerberus Capital Management.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Róbert og Sindri selja í Actavis

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sindri Sindrason, stjórnarformaður, hafa báðir tilkynnt að þeir ætli að selja alla hluti þeim tengdum í félaginu til Novators, sem hefur gert yfirtökutilboð í Actavis. Samkvæmt tilboðinu ætti Róbert að fá 12,3 milljarða fyrir bréf sín en Sindri um tvo milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samruni í bígerð við Persaflóa

Tveir bankar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eiga í samrunaviðræðum. Gangi sameining þeirra eftir verður til einn stærsti banki við Persaflóa með eignir upp á 48,7 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði þrjú þúsund milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tilboð í Virgin Media

Fjárfestingafélagið Carlyle er sagt ætla að leggja fram yfirtökutilboð í bresku kapalsjónvarpsstöðina Virgin Media upp á rúma 5,5 milljarða punda, jafnvirði 692,7 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stærsta yfirtaka í Kanada

Samkomulag hefur náðst um kaup tveggja bandarískra fjárfestingasjóða og lífeyrissjóðs frá Kanada á kanadíska fjarskiptafélaginu Bell Canada. Kaupverð nemur 51,7 milljörðum kanadískum dölum, jafnvirði rúmra þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup í sögu Kanada.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Askar Capital kominn til Indlands

Fjárfestingabankinn Askar Capital ætlar að opna skrifstofu í Mubai á Indlandi á næstunni. Yfirmaður verður Pav Bakshi, sem kemur frá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns. Askar Capital var stofnaður í desember á síðasta ári. Hann hóf starfsemi um áramót og sérhæfir sig í áhættufjárfestingum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap hjá Mosaic Fashions

Breska tískuvörukeðjan Mosaic Fashions, sem skráð er á markað hér á landi, tapaði 3,3 milljónum punda, rúmum 415 milljónum króna, á fyrsta ársfjórðungi, sem lauk í enda apríl. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 800 þúsundum punda, rúmum 100 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group tekur 28 milljarða lán

FL Group undirritaði í dag 330 milljóna evra lánssamning til þriggja ára við bandaríska fjárfestingabankann Morgan Stanley. Þetta jafngildir 28 milljörðum króna og er fjármögnun vegna kaupa á hlutafé í Glitni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líkur á stýrivaxtahækkun í Japan

Greinendur í Japan telja líkur á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í þriðja sinn á sjö árum í ágúst vegna verðhjöðnunar þar í landi upp á 0,1 prósent í maí, fjórða mánuðinn í röð. Stýrivextir í Japan hafa einungis verið hækkaðir tvisvar síðan árið 2000 og standa í 0,5 prósentum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vöruskiptahallinn við útlönd minnkar

Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 10,7 milljarða krónur í maí, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er 1,9 milljörðum krónum minni halli á vöruskiptum en á sama tíma í fyrra. Vöruskiptin á fyrstu fimm mánuðum ársins drógust saman um helming á milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð ekki hærra í 10 mánuði

Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust yfir 70 dali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í dag vegna yfirvofandi skorts á eldsneyti yfir sumartímann. Verðið hefur ekki verið jafn hátt síðan síðasta haust.

Viðskipti erlent