Viðskipti

Líkur á hærri stýrivöxtum á evrusvæðinu
Evrópski seðlabankinn segir miklar líkur á að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta að loknum fundi bankastjórnarinnar í dag til að sporna gegn aukinni verðbólgu á svæðinu. Gangi það eftir fara stýrivextir í 4,0 prósent og hafa aldrei verið hærri. Gengi hlutabréfa lækkaði á evrópsku hlutabréfamörkuðum í kjölfarið.

Úrvalsvísitalan sexfaldast á öldinni
Þeir sem hafa átt og fjárfest í hlutabréfum á undanförum árum getað ekki kvartað yfir árangrinum. Frá ársbyrjun 2001 hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 519 prósent. Á rúmum tveimur árum hefur vísitalan skilað um eitt hundrað prósenta ávöxtun og yfir fimmtíu prósenta ávöxtun frá því í byrjun ágúst á síðasta ári þegar vísitalan fór í lægsta punkt eftir umrótið á innlendum fjármálamarkaði.

Borga fyrir sig
Námsfúsir rússneskuunnendur geta glaðst yfir því að nám á því sviði við Háskóla Íslands verður byggt upp frá grunni með næsta hausti. Þetta gerir veglegur styrkur frá þeim feðgum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni Háskólanum mögulegt.

Breytingar hjá Marel
Í kjölfar samþættingar hjá Marel hf. hefur stjórn félagsins ákveðið að rekstur fyrirtækisins hér á landi verði skilinn frá móðurfélaginu, Marel hf. og um hann stofnað nýtt dótturfélag, Marel ehf. Samhliða þessu verður nafni móðurfélagsins breytt úr Marel hf. í Marel Food Systems hf.

OMX mælir með tilboði Nasdaq
Stjórn OMX mælir með því við hluthafa í kauphallarsamstæðunni að þeir samþykki yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Tilboðið var lagt fram undir lok maí og hljóðar upp á 3,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 227,9 milljarða íslenskra króna.

Hagnaður Ryanair jókst umfram væntingar
Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, hagnaðist um 401,4 milljónir evra, jafnvirði 34,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarári, sem lauk í enda mars á þessu ári. Þetta er 33 prósenta aukning á milli ára.Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, gagnrýndi bresk stjórnvöld hins vegar harðlega vegna hárra stýrivaxta sem hafi komið harkalega við flugfélagið.

Landsbankinn spáir 0,5 prósenta hagvexti
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur á árinu verði 0,5 prósent en gerir ráð fyrir að hann muni glæðast á næsta ári þrátt fyrir minnkandi sjávarafla. Upp á móti samdrættinum vega stóriðjuframkvæmdir og vaxandi álútflutningur, sem muni skila sér í 2,5 til 3,0 prósenta hagvexti á árunum 2008 til 2009.

Hlutabréf hækkuðu í Kína
Gengi hlutabréfa á markaði í Sjanghæ í Kína hækkaði um 2,5 prósent við lok viðskipta í dag. Þykir ljóst að markaðurinn hafi hrist af sér rúmlega átta prósenta lækkun sem varð á hlutabréfamarkaði í landinu í gær.

Hristu kínverska hrunið af sér
Bandarísku hlutabréfavísitölurnar Dow Jones og Standard & Poor's 500 hristu af sér lækkanir í fyrstu viðskiptum dagsins í Bandaríkjunum í kjölfar hruns á kínverska hlutabréfamarkaðnum og fór í methæðir við lokun markaða.

Nýskráningum bíla fækkar
Nýskráningar bíla fá yrsta fjórðungi þessa árs fækkaði frá sama tíma í fyrra. Sé litið til fyrstu fjögurra mánaða ársins er fjöldinn hins vegar svipaður. Þá jukust nýskráningar um 66 prósent í maí. Greiningardeild Landsbankans segir að um árstíðabundna aukningu að ræða auk þess sem gera megi ráð fyrir því að hækkun á gengi krónunnar hafi töluverð áhrif.

Olíuverð sveiflaðist í dag
Heimsmarkaðsverð á hráolíu sveiflaðist nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag og liggur verð á Brent Norðursjávarolíu við 69 dölum á tunnu. Ástæðan fyrir hækkuninni var samdráttur á olíuframleiðslu í Nígeríu. Tímasetningin þykir afar óþægileg enda mikil eftirspurn eftir eldsneyti hjá ökutækjaeigendum víða um heim nú þegar sumarið er gengið í garð.

Kínastjórn kælir markaðinn á ný
Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið.

Eyjamenn framlengja tilboðsfrest í Vinnslustöðina
Eyjamenn ehf., sem framkvæmdastjórinn Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, hafa ákveðið að framlengja tilboð sitt í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum í kjölfar samkeppnistilboðs í félagið. Tilboðið var lagt fram 9. maí síðastliðinn og hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut. Með framlengingunni er þeim sem ákváðu að taka tilboðinu gert kleift að endurmeta samþykki sitt.

Bandarísk efnahagslíf að jafna sig
Upplýsingar um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði hafa aukið væntingar manna um að betri gangur sé í efnahagslífinu vestanhafs nú en á fyrri helmingi ársins. Upplýsingarnar urðu meðal annars til þess að nokkrar af helstu vísitölunum hækkuðu mikið við lokun markaða á föstudag. Dow Jones-vísitalan sló met í 26. sinn á árinu.

Hagvöxtur í Evrópu meiri en í Bandaríkjunum
Hagvöxtur á evrusvæðinu og innan ESB mældist 0,6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er jafn mikill hagvöxtur og mældist í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á sama tímabili. Gangi spár eftir mun hagvöxtur í Evrópu verða meiri en í Bandaríkjunum á árinu. Slíkt hefur ekki sést síðan árið 2001.

Viðsnúningur í afkomu Spalar
Spölur, sem er í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og rekur Hvalfjarðargöng, skilaði hagnaði upp á 89 milljónir króna á fyrri helmingi síðasta rekstrarárs, sem stóð frá 1. október í fyrra til 31. mars í ár. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins árið á undan 83 milljónum króna.

Novator gerir formlegt tilboð í Actavis
Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert yfirtökutilboð í gegnum nýstofnað eignarhaldsfélag, Novator eignarhaldsfélag ehf. í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki sem ekki var þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut.

Novator eykur við sig í Netia
Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við hlut sinn í Netia, næststærsta símafélagi Póllands og fer nú með 27 prósent hlutabréfa í félaginu.

Dell segir upp 7.000 manns
Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur ákveðið að segja upp allt að 7.000 manns á heimsvísu í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir því að 10 prósentum af starfsliði fyrirtækisins fær uppsagnarbréf á næstunni. Þrátt fyrir þetta batnaði hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins.

Skoða sölu á Dow Jones
Bandaríska Bancroft-fjölskyldan, sem á meirihluta í útgáfufélaginu Dow Jones og gefur meðal annars út samnefnda fréttaveitu og dagblaðið Wall Street Journal, segist munu hugleiða yfirtökutilboð fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdoch í félagið. Hún muni sömuleiðis skoða önnur tilboð.
Minna tap hjá Flögu
Flaga skilaði tapi upp á 605 þúsund bandaríkjadali, 37,4 milljónum króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra 877 þúsundum dala, 54,1 milljón króna.

Bandarískur hagvöxtur undir væntingum
Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er minnsti hagvöxtur á einum ársfjóðungi sem mælst hefur vestanhafs í rúm fjögur ár enda talsvert undir væntingum.

Stilla býður metverð fyrir Vinnslustöðina
Stilla ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, hefur ákveðið að leggja fram tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Tilboðið er til höfuðs yfirtökutilboði Eyjamanna í byrjun maí og 85 prósentum hærra. Þetta er hæsta verð sem boðið hefur verið í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar.

Nýr forstjóri hjá BHP Billiton
Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup.

Uppsagnir hjá Motorola
Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp.
Tesco heimsótti Bakkavör óvænt
Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks.

Síminn og Anza sameinast
Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Samruninn tekur gildi í júlí. Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, mun setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn til að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélags Símans, í Skandinavíu.

Síminn kynnir þriðju kynslóðina
Síminn kynnir í verslunum sínum á morgun nýjungar í farsímaþjónustu, sem grundvallast á þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Gestum gefst kostur á að kynna sér þá byltingu sem í vændum er þegar þriðja kynslóð farsímakerfa verður tekin í notkun í fyrsta sinn á Íslandi í haust.

Fasteignaverð lækkar í Bandaríkjunum
Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár.

Framleiðsluvísitalan lækkar í Japan
Framleiðsluvísitalan í Japan lækkaði óvænt um 0,1 prósentustig á milli mánaða í apríl, einkum vegna minni eftirspurnar eftir bílum á innlandsmarkaði og í Bandaríkjunum. Þetta er þvert á væntingar greinenda sem höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á hálft prósentustig.