Lög og regla Breytingar ná ekki til skotmanna Breytingar á almennum hegningarlögum sem gerðar voru í fyrra og áttu að tryggja skjótvirkari og skilvirkari úrræði gagnvart afbrotamönnum sem brjóta af sér í reynslulausn ná ekki til ofbeldismannanna sem skutu mörgum sinnum á ungan mann á Akureyri nýverið. Innlent 13.10.2005 19:06 Líkfundarmál fyrir Hæstarétti Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Innlent 13.10.2005 19:06 Lithái dæmdur í farbann Hæstiréttur dæmdi í dag Litháa í farbann til 18. maí. Maðurinn kom hingað til lands með Norrænu í byrjun mars en hann er eftirlýstur af þýsku lögreglunni og talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi og Litháen. Í lok mars barst framsalsbeiðni frá þýskum dómsmálayfirvöldum en maðurinn er sakaður um að hafa flutt fíkniefni og falsaða peninga til Þýskalands auk innbrota og þjófnaða. Innlent 13.10.2005 19:07 Þeyttist út af Suðurlandsvegi Til allrar hamingju rásaði bíll út af Suðurlandsveginum en ekki inn á öfugan vegarhelming á móti bílum þegar ökumaðurinn, sem var í mikilli fíkniefnavímu, missti stjórn á honum í Lögbergsbrekku í gær. Bíllinn þeyttist 70 metra út af veginum. Lögreglumenn frá Selfossi komu fyrstir á vettvang og handtóku ökumann og farþega þegar ljóst var að þeir voru báðir út úr skakkir af vímuefnum og afhentu þá Kópavogslögreglunni sem hefur lögsögu á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:06 Hirtu hangikjötshníf af manni Lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af manni á skemmtistað í bænum að kvöldi síðasta vetrardags þar sem hann var með hníf inn á staðnum. Í ljós kom að maðurinn var með hangikjötslæri með sér og hugðist hann gefa gestum sneiðar af lærinu og nota hnífinn til þess. Hnífurinn var tekinn af manninum en hann fékk að halda lærinu. Innlent 13.10.2005 19:06 Stendur ekki í leðjuslag "Nú bíðum við niðurstöðu frá sýslumanni vegna lögbannskröfu okkar og þangað til hún kemur tel ég ekki ráðlegt að standa í leðjuslag vegna þessa máls," segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins. Innlent 13.10.2005 19:06 Réðust með kylfum á varnarliðsmenn Hópur Íslendinga réðst með kylfum að tveimur varnarliðsmönnum í Keflavík í fyrrinótt. Varnarliðsmennirnir voru staddir á Hafnargötu um fjögurleytið um nóttina og flúðu undan árásarmönnunum inn á skemmtistaðinn Traffic. Annar þeirra hlaut töluverða áverka í andliti og var bólginn eftir, auk þess sem tönn hafði brotnað. Innlent 13.10.2005 19:06 Bílvelta í Námaskarði Bílstjóri var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að flutningabíll sem hann ók valt í Námaskarði í Mývatnssveit um miðjan gærdag. Innlent 13.10.2005 19:06 Þynging dóma ekki lausn "Með þyngingu dóma er líklegt að starf lögreglunnar verði mun erfiðara og hættulegra en nú er," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:06 Ölvaður og ók niður skilti Tveir voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt. Annar hafði ekið niður umferðarskilti við hringtorgið á gatnamótum Fossheiði og Tryggvagötu og reyndist hann ölvaður þegar lögreglan kom á staðinn. Hinn var tekinn við reglubundið eftirlit á Eyrarbakkavegi. Innlent 13.10.2005 19:06 Ölvaður bílþjófur á Reykjanesbraut Drukkinn bílþjófur, sem stal bifreið í Keflavík í nótt, náðist skömmu síðar á Reykjanesbrautinni eftir að hafa rásað þar á milli vegarhelminga. Lögreglu barst tilkynning um bílstuldinn um fjögurleytið í nótt en eigandinn hafði brugðið sér frá og skilið bílinn eftir í gangi. Innlent 13.10.2005 19:06 Líklega íkveikja við Mýrargötu Talið er líklegt að kveikt hafi verið í húsinu sem logaði við Mýrargötu á hafnarsvæði Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Töluverður tími fór í að leita að fólki í húsinu sem reyndist svo vera mannlaust. Innlent 13.10.2005 19:06 Gæsluvarðhald fyrir líkamsárás Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu læknir og hefur meðal annars sinnt úrskurðarmálum af ýmsu tagi fyrir lögregluna. Innlent 13.10.2005 19:06 Mikill eldur í húsi við Mýrargötu Allt tiltækt slökkvilið var kvatt að Mýrargötu 26 skömmu fyrir miðnætti. Tilkynnt var um töluverðan eld og stóðu logar út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn. Ein íbúð var í húsinu en ekki var vitað hvort einhver var í húsinu. Innlent 13.10.2005 19:06 Á 158 kílómetra hraða Talsvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum um helgina. Alls voru um tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þeir sem hraðast fóru voru á 147 og 158 kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:06 Ráðist á lækni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á laugardag fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Árásarmaðurinn sat fyrir manninum við heimili hans og barði hann meðal annars í höfuðið. Innlent 13.10.2005 19:06 Teknir á 157 og 148 km hraða Tveir voru teknir fyrir ofsaakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í nótt. Báðir voru teknir skammt frá Egilsstöðum. Annar ók á 157 kílómetra hraða en hinn á 148 kílómetra hraða. Ökumennirnir mega búast við því að verða sviptir ökuréttindum. Innlent 13.10.2005 19:06 Ekki staðist fyrir Hæstarétti Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Innlent 13.10.2005 19:06 Afsöguð haglabyssa í skottinu Ein kona og tveir karlmenn voru handtekin eftir að afsöguð haglabyssa fannst falin í bílskotti fyrir hádegi í gær. Eins fannst lítilræði af kannabisefnum við húsleit á Eyrarbakka heima hjá öðrum manninum. Innlent 13.10.2005 19:06 Bílvelta í höfuðborginni Maður í annarlegu ástandi missti stjórn á bíl sínum og velti á Reykjanesbraut á móts við Breiðholtsbraut í nótt. Hann slapp með minniháttar meiðsl en stórskemmdi bílinn. Innlent 13.10.2005 19:06 Kannabisefni finnast við húsleit Fernt var handtekið í gærkvöldi eftir að húsleit var gerð í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Lögreglan á Selfossi hafði fengið húsleitarheimild og fannst nokkurt magn af kannabisefnum í leitinni. Innlent 13.10.2005 19:06 Barni bjargað af botni vatns Um miðjan dag í gær var barni bjargað úr Þingvallavatni. Foreldrarnir litu af þriggja ára gömlu barni sínu andartak og rölti það að árbakkanum. Við leit fannst barnið á botninum. Innlent 13.10.2005 19:06 Annþór vill málið aftur í hérað Verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar krafðist þess fyrir Hæstarétti í gær að máli hans yrði vísað aftur heim í hérað. Í nóvemberlok voru Annþór og Ólafur Valtýr Rögnvaldsson dæmdir í fangelsi fyrir að ráðast inn á heimili mjaðmagrindarbrotins manns og ganga í skrokk á honum. Innlent 13.10.2005 19:06 Ámælisvert að taka ekki við kæru Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir að Lögreglan í Reykjavík skyldi ekki samdægurs taka við kæru vegna nauðgunar og bera við vegna manneklu sökum námskeiðahalds. Innlent 13.10.2005 19:06 Þrjú fíkniefnamál á sólarhring Þrjú fíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum frá því í fyrrakvöld og þar til í gærkvöld. Hald var lagt á amfetamín í öllum tilvikum en önnur efni fundust ekki. Innlent 13.10.2005 19:05 Brasilísk kona í 2 ára fangelsi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 26 ára brasilíska konu í tveggja ára fangelsi fyrir að smygla til landsins 860 grömmum af kókaíni og tæplega 11 grömmum af LSD í desember í fyrra. Konan faldi fíkniefnin innanklæða og í leggöngum en efnin fundust við líkamsleit á Keflavíkurflugvelli. Hún var handtekin og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Innlent 13.10.2005 19:06 Fjórði maðurinn handtekinn Lögreglan á Akureyri hefur handtekið fjórða manninn í tengslum við rannsókn á stóru fíkniefnamáli sem upp kom fyrir viku. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og eru nú þrír í varðhaldi vegna málsins en einum hefur verið sleppt. Innlent 13.10.2005 19:05 Fjölskyldan flúin af heimilinu Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd og hafi yfirgefið heimili sitt. Innlent 13.10.2005 19:06 Skilorð fyrir smáþjófnað 24 ára gamall maður var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóminn, sem er skilorðsbundinn í þrjú ár, hlaut maðurinn fyrir að hafa í maíbyrjun í fyrra stolið Dewalt-borvél, rafhlöðu og hleðslutæki. Innlent 13.10.2005 19:06 Niðurstaða sem beðið hefur verið "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Innlent 13.10.2005 19:06 « ‹ 71 72 73 74 75 76 77 78 79 … 120 ›
Breytingar ná ekki til skotmanna Breytingar á almennum hegningarlögum sem gerðar voru í fyrra og áttu að tryggja skjótvirkari og skilvirkari úrræði gagnvart afbrotamönnum sem brjóta af sér í reynslulausn ná ekki til ofbeldismannanna sem skutu mörgum sinnum á ungan mann á Akureyri nýverið. Innlent 13.10.2005 19:06
Líkfundarmál fyrir Hæstarétti Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Innlent 13.10.2005 19:06
Lithái dæmdur í farbann Hæstiréttur dæmdi í dag Litháa í farbann til 18. maí. Maðurinn kom hingað til lands með Norrænu í byrjun mars en hann er eftirlýstur af þýsku lögreglunni og talinn tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í Þýskalandi og Litháen. Í lok mars barst framsalsbeiðni frá þýskum dómsmálayfirvöldum en maðurinn er sakaður um að hafa flutt fíkniefni og falsaða peninga til Þýskalands auk innbrota og þjófnaða. Innlent 13.10.2005 19:07
Þeyttist út af Suðurlandsvegi Til allrar hamingju rásaði bíll út af Suðurlandsveginum en ekki inn á öfugan vegarhelming á móti bílum þegar ökumaðurinn, sem var í mikilli fíkniefnavímu, missti stjórn á honum í Lögbergsbrekku í gær. Bíllinn þeyttist 70 metra út af veginum. Lögreglumenn frá Selfossi komu fyrstir á vettvang og handtóku ökumann og farþega þegar ljóst var að þeir voru báðir út úr skakkir af vímuefnum og afhentu þá Kópavogslögreglunni sem hefur lögsögu á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:06
Hirtu hangikjötshníf af manni Lögreglan á Ísafirði hafði afskipti af manni á skemmtistað í bænum að kvöldi síðasta vetrardags þar sem hann var með hníf inn á staðnum. Í ljós kom að maðurinn var með hangikjötslæri með sér og hugðist hann gefa gestum sneiðar af lærinu og nota hnífinn til þess. Hnífurinn var tekinn af manninum en hann fékk að halda lærinu. Innlent 13.10.2005 19:06
Stendur ekki í leðjuslag "Nú bíðum við niðurstöðu frá sýslumanni vegna lögbannskröfu okkar og þangað til hún kemur tel ég ekki ráðlegt að standa í leðjuslag vegna þessa máls," segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás Eins. Innlent 13.10.2005 19:06
Réðust með kylfum á varnarliðsmenn Hópur Íslendinga réðst með kylfum að tveimur varnarliðsmönnum í Keflavík í fyrrinótt. Varnarliðsmennirnir voru staddir á Hafnargötu um fjögurleytið um nóttina og flúðu undan árásarmönnunum inn á skemmtistaðinn Traffic. Annar þeirra hlaut töluverða áverka í andliti og var bólginn eftir, auk þess sem tönn hafði brotnað. Innlent 13.10.2005 19:06
Bílvelta í Námaskarði Bílstjóri var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að flutningabíll sem hann ók valt í Námaskarði í Mývatnssveit um miðjan gærdag. Innlent 13.10.2005 19:06
Þynging dóma ekki lausn "Með þyngingu dóma er líklegt að starf lögreglunnar verði mun erfiðara og hættulegra en nú er," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 19:06
Ölvaður og ók niður skilti Tveir voru teknir ölvaðir við akstur í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt. Annar hafði ekið niður umferðarskilti við hringtorgið á gatnamótum Fossheiði og Tryggvagötu og reyndist hann ölvaður þegar lögreglan kom á staðinn. Hinn var tekinn við reglubundið eftirlit á Eyrarbakkavegi. Innlent 13.10.2005 19:06
Ölvaður bílþjófur á Reykjanesbraut Drukkinn bílþjófur, sem stal bifreið í Keflavík í nótt, náðist skömmu síðar á Reykjanesbrautinni eftir að hafa rásað þar á milli vegarhelminga. Lögreglu barst tilkynning um bílstuldinn um fjögurleytið í nótt en eigandinn hafði brugðið sér frá og skilið bílinn eftir í gangi. Innlent 13.10.2005 19:06
Líklega íkveikja við Mýrargötu Talið er líklegt að kveikt hafi verið í húsinu sem logaði við Mýrargötu á hafnarsvæði Reykjavíkur seint í gærkvöldi. Töluverður tími fór í að leita að fólki í húsinu sem reyndist svo vera mannlaust. Innlent 13.10.2005 19:06
Gæsluvarðhald fyrir líkamsárás Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Að sögn Harðar Jóhannessonar yfirlögregluþjóns er maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu læknir og hefur meðal annars sinnt úrskurðarmálum af ýmsu tagi fyrir lögregluna. Innlent 13.10.2005 19:06
Mikill eldur í húsi við Mýrargötu Allt tiltækt slökkvilið var kvatt að Mýrargötu 26 skömmu fyrir miðnætti. Tilkynnt var um töluverðan eld og stóðu logar út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn. Ein íbúð var í húsinu en ekki var vitað hvort einhver var í húsinu. Innlent 13.10.2005 19:06
Á 158 kílómetra hraða Talsvert var um hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum um helgina. Alls voru um tíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, þeir sem hraðast fóru voru á 147 og 158 kílómetra hraða. Innlent 13.10.2005 19:06
Ráðist á lækni Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á laugardag fyrir að ráðast á annan mann á föstudag og misþyrma honum. Árásarmaðurinn sat fyrir manninum við heimili hans og barði hann meðal annars í höfuðið. Innlent 13.10.2005 19:06
Teknir á 157 og 148 km hraða Tveir voru teknir fyrir ofsaakstur í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í nótt. Báðir voru teknir skammt frá Egilsstöðum. Annar ók á 157 kílómetra hraða en hinn á 148 kílómetra hraða. Ökumennirnir mega búast við því að verða sviptir ökuréttindum. Innlent 13.10.2005 19:06
Ekki staðist fyrir Hæstarétti Fyrri ákvarðanir Hæstaréttar, sem sýna að gæsluvarðhald er ekki auðsótt á grundvelli almannahagsmuna, er ástæða þess að sýslumannsembættið á Akureyri krafðist ekki gæsluvarðhalds á þeim forsendum yfir tveimur mönnum sem skutu á pilt með loftbyssu á Vaðlaheiði. Innlent 13.10.2005 19:06
Afsöguð haglabyssa í skottinu Ein kona og tveir karlmenn voru handtekin eftir að afsöguð haglabyssa fannst falin í bílskotti fyrir hádegi í gær. Eins fannst lítilræði af kannabisefnum við húsleit á Eyrarbakka heima hjá öðrum manninum. Innlent 13.10.2005 19:06
Bílvelta í höfuðborginni Maður í annarlegu ástandi missti stjórn á bíl sínum og velti á Reykjanesbraut á móts við Breiðholtsbraut í nótt. Hann slapp með minniháttar meiðsl en stórskemmdi bílinn. Innlent 13.10.2005 19:06
Kannabisefni finnast við húsleit Fernt var handtekið í gærkvöldi eftir að húsleit var gerð í sumarbústað í uppsveitum Árnessýslu. Lögreglan á Selfossi hafði fengið húsleitarheimild og fannst nokkurt magn af kannabisefnum í leitinni. Innlent 13.10.2005 19:06
Barni bjargað af botni vatns Um miðjan dag í gær var barni bjargað úr Þingvallavatni. Foreldrarnir litu af þriggja ára gömlu barni sínu andartak og rölti það að árbakkanum. Við leit fannst barnið á botninum. Innlent 13.10.2005 19:06
Annþór vill málið aftur í hérað Verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar krafðist þess fyrir Hæstarétti í gær að máli hans yrði vísað aftur heim í hérað. Í nóvemberlok voru Annþór og Ólafur Valtýr Rögnvaldsson dæmdir í fangelsi fyrir að ráðast inn á heimili mjaðmagrindarbrotins manns og ganga í skrokk á honum. Innlent 13.10.2005 19:06
Ámælisvert að taka ekki við kæru Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir að Lögreglan í Reykjavík skyldi ekki samdægurs taka við kæru vegna nauðgunar og bera við vegna manneklu sökum námskeiðahalds. Innlent 13.10.2005 19:06
Þrjú fíkniefnamál á sólarhring Þrjú fíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum frá því í fyrrakvöld og þar til í gærkvöld. Hald var lagt á amfetamín í öllum tilvikum en önnur efni fundust ekki. Innlent 13.10.2005 19:05
Brasilísk kona í 2 ára fangelsi Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 26 ára brasilíska konu í tveggja ára fangelsi fyrir að smygla til landsins 860 grömmum af kókaíni og tæplega 11 grömmum af LSD í desember í fyrra. Konan faldi fíkniefnin innanklæða og í leggöngum en efnin fundust við líkamsleit á Keflavíkurflugvelli. Hún var handtekin og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Innlent 13.10.2005 19:06
Fjórði maðurinn handtekinn Lögreglan á Akureyri hefur handtekið fjórða manninn í tengslum við rannsókn á stóru fíkniefnamáli sem upp kom fyrir viku. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og eru nú þrír í varðhaldi vegna málsins en einum hefur verið sleppt. Innlent 13.10.2005 19:05
Fjölskyldan flúin af heimilinu Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd og hafi yfirgefið heimili sitt. Innlent 13.10.2005 19:06
Skilorð fyrir smáþjófnað 24 ára gamall maður var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóminn, sem er skilorðsbundinn í þrjú ár, hlaut maðurinn fyrir að hafa í maíbyrjun í fyrra stolið Dewalt-borvél, rafhlöðu og hleðslutæki. Innlent 13.10.2005 19:06
Niðurstaða sem beðið hefur verið "Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Innlent 13.10.2005 19:06