Lög og regla 15 ára í einangrun á Litla-Hrauni Tveir fimmtán ára piltar sitja nú í einangrun á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um níu innbrot. Afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir sjaldgæft að svo ungt fólk sé úrskurðað í gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2005 18:54 Drukkin með barn í bílnum Lögreglumenn á Selfossi prísa sig sæla að hafa stöðvar för konu á ferð um bæinn í gær eftir að í ljós kom að hún var bæði drukkin og undir áhrifum lyfja undir stýri með barn í bílnum. Innlent 13.10.2005 18:54 15 ára piltar í gæsluvarðhaldi Tveir fimmtán ára piltar sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um á annan tug innbrota á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar piltanna hefur áður setið í gæsluvarðhaldi. Innlent 13.10.2005 18:54 Hæstiréttur vítti Sýslumann Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta. Innlent 13.10.2005 18:54 Lögreglan varar við netþrjótum Lögreglan í Reykjavík brýnir fyrirtæki til að uppfæra reglulega þann hugbúnað sem notaður er til að keyra netþjóna, hvort sem það er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Ástæðan er sú að nýverið var leitað til lögreglunnar vegna innbrots inn í netþjón fyrirtækis í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:53 Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Innlent 13.10.2005 18:53 Skilorðsbundnum dómi vísað frá Tveggja mánaða skilorðsbundnum dómi yfir fimmtán ára pilti fyrir að hafa samfarir við þrettán ára stúlku var vísað frá í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur sagði ósamræmi vera í framburði stúlkunnar varðandi tímasetningar og atvik og að álit sálfræðinga og lækna á þroska piltsins vantaði. Þetta hefði þurft að rannsaka áður en ákveðið var að sækja piltinn til saka. Innlent 13.10.2005 18:53 Kynferðisbrotamáli vísað frá Kynferðisbrotamáli sem vísað hafði verið frá fyrir héraðsdómi í sumar var aftur vísað frá þegar málið fór fyrir Hæstarétt í gær. Var þar ungur maður ákærður fyrir að hafa fjórum sinnum haft samræði við þrettán ára stúlku þegar hann var fimmtán ára. Innlent 13.10.2005 18:53 KB banki bótaskyldur KB banki var dæmdur til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna til bílaumboðsins Bernhards ehf. fyrir Hæstarétti í gær og lækkaði þar með bótagreiðslu þá sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í júlí síðastliðnum um tvær milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:53 Skjávarpa stolið úr fyrirtæki Brotist var inn í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og var skjávarpa stolið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er þjófurinn enn ófundinn en málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:53 Há sekt fyrir svindl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 14,7 milljóna króna sekt fyrir skattsvik og bókhaldssvindl. Maðurinn kom sér undan því að greiða virðisaukaskatt og tekjuskatt á árunum 1998-2002, samtals að upphæð 7,3 milljónir króna. Sektin er því tvöföld sú upphæð og skal greiðast til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, annars skal ákærði sitja í fangelsi í sjö mánuði. Innlent 13.10.2005 18:53 Skoða mál Landhelgisgæslunnar Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Innlent 13.10.2005 18:53 Haldið í ellefu til tólf tíma Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:53 Brennuvargur fyrir rétti Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Innlent 13.10.2005 18:52 Vilja afnám fyrningarfresta Tæplega 3.000 manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista samtakanna Blátt áfram, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja frumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. Innlent 13.10.2005 18:53 Töluvert um innbrot Töluvert hefur verið tilkynnt um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Brotist var inn í íbúðarhús í austurborginni á þriðja tímanum í nótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var tveimur DVD-spilurum stolið. Málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:52 Nýjar starfsreglur um eftirlit Nýjar starfsreglur um eftirlit með opinberum byggingum sem tóku gildi eftir 11. september 2001 leiddu til þess að víkingasveit lögreglunnar handtók ítalskan arkitekt um helgina. Eins og Stöð 2 greindir frá í gær sást maðurinn taka myndir af alþingishúsinu og þótti grunsamlegur. Innlent 13.10.2005 18:53 Óttast hefndaraðgerðir Eigandi eins þeirra veitingastaða sem Skattrannsóknarstjóri gerði húsleit hjá síðasta fimmtudag segist ekki geta tjáð sig um málið af hræðslu við hefndaraðgerðir embættisins. Innlent 13.10.2005 18:52 Dyraverðir dæmdir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo dyraverði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum staðarins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála. Innlent 13.10.2005 18:52 Fagnar húsleit á vínveitingastöðum Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit Skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá sem vilji vera heiðarlegir að keppa við þá sem svindla. Innlent 13.10.2005 18:52 Skemmd á vegi þar sem slys varð Skemmd er á Suðurlandsveginum skammt frá þeim stað þar sem banaslys varð síðastliðinn sunnudag. Um það bil fjögurra sentimetra breið rás er á miðjum vegi og tvær litlar holur þar ofan í. Innlent 13.10.2005 18:52 Sálgæsla allra fanga efld "Sjálfsvíg eru eðlilega öllum aðstandendum erfið og margir þurfa aðstoð og hjálp þegar slíkt á sér stað," segir Þórarinn Viðar Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsisstofnun. Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni fyrirfór sér aðfaranótt laugardags og efla hefur þurft alla sálgæslu fyrir aðra fanga og starfsmenn síðan þá. Innlent 13.10.2005 18:52 Tölvum stolið úr verslun Brotist var inn í verslun í austurhluta Reykjavíkur nú undir morgun og tölvum stolið þaðan. Ekki er ljóst hvort fleiru var stolið í innbrotinu. Að sögn lögreglunnar hefur enginn verið handtekinn en verið er að rannsaka málið. Innlent 13.10.2005 18:52 Fangelsi fyrir gróft kynferðisbrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Áttu brotin sér stað á þrettán ára tímabili, frá því stúlkan var sjö ára fram til tvítugs. Innlent 13.10.2005 18:52 Erfitt að keppa við skattsvikara Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá, sem vilji vera heiðarlegir, að keppa við þá sem svindla. Innlent 13.10.2005 18:52 Slysalaust fram undir lok febrúar Umferðin hefur tekið sinn toll síðustu vikurnar en hvert banaslysið á fætur öðru hefur orðið á vegum landsins á örskömmum tíma. Banaslys hafa orðið í vélsleðaslysi við Veiðivötn, á Snorrabraut, Kópaskeri og það síðasta varð á Suðurlandsvegi nú um helgina. Innlent 13.10.2005 18:52 2 1/2 ár fyrir kynferðisbrot Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í fjölmörg skipti haft samræði við dóttur sambýliskonu sinnar á árunum 1993 til 1999. Stúlkan er fædd árið 1981. Innlent 13.10.2005 18:52 Lögregla varar við netsvikum Ríkislögreglustjóri varar fólk við fjársvikum á Netinu en nokkur fjársvikamál hafa verið kærð til embættisins að undanförnu. Meðal annars hafa óprúttnir aðilar notfært sér uppboðsvefinn eBay til fjársvika. Innlent 13.10.2005 18:52 Lést í slysi á Suðurlandsvegi Banaslys varð á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjarann á sjöunda tímanum í morgun þegar fólksbíll og jeppi rákust saman. Annar bíllinn var á leið austur eftir Suðurlandsvegi en hinn á leið inn á Suðurlandsveg af Þrengslavegi. Lögreglan á Selfossi telur að annar ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygjunni og keyrt í veg fyrir hinn, en talsverð hálka var á veginum. Innlent 13.10.2005 18:52 Alvarlegt slys í Þrengslunum Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi skullu tvær bifreiðar saman en tíu manns voru í bílunum, fimm í hvorum. Margir slösuðust, misalvarlega þó, en allir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík. Lögreglan getur ekki gefið frekari upplýsingar um slysið eða ástand fólksins að svo stöddu. Bílarnir báðir eru gerónýtir. Innlent 13.10.2005 18:52 « ‹ 81 82 83 84 85 86 87 88 89 … 120 ›
15 ára í einangrun á Litla-Hrauni Tveir fimmtán ára piltar sitja nú í einangrun á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um níu innbrot. Afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun segir sjaldgæft að svo ungt fólk sé úrskurðað í gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2005 18:54
Drukkin með barn í bílnum Lögreglumenn á Selfossi prísa sig sæla að hafa stöðvar för konu á ferð um bæinn í gær eftir að í ljós kom að hún var bæði drukkin og undir áhrifum lyfja undir stýri með barn í bílnum. Innlent 13.10.2005 18:54
15 ára piltar í gæsluvarðhaldi Tveir fimmtán ára piltar sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um á annan tug innbrota á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar piltanna hefur áður setið í gæsluvarðhaldi. Innlent 13.10.2005 18:54
Hæstiréttur vítti Sýslumann Dómsmálaráðherra lítur svo á að Hæstiréttur hafi vítt Sýslumanninn í Hafnarfirði í gær fyrir að draga úr hömlu að ákæra í sakamáli. Sýslumannsembættið leitar leiða til úrbóta. Innlent 13.10.2005 18:54
Lögreglan varar við netþrjótum Lögreglan í Reykjavík brýnir fyrirtæki til að uppfæra reglulega þann hugbúnað sem notaður er til að keyra netþjóna, hvort sem það er fyrir einstaklinga eða fyrirtæki. Ástæðan er sú að nýverið var leitað til lögreglunnar vegna innbrots inn í netþjón fyrirtækis í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:53
Lögregluyfirvöld fá enn ákúrur Lögregluyfirvöld í Hafnarfirði fá enn á ný ákúrur frá dómstólum fyrir að draga í meira en eitt og hálft ár að gefa út ákæru. Hæstiréttur segir þetta vítavert, engar skýringar hafi komið fram og þetta sé brot á rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Innlent 13.10.2005 18:53
Skilorðsbundnum dómi vísað frá Tveggja mánaða skilorðsbundnum dómi yfir fimmtán ára pilti fyrir að hafa samfarir við þrettán ára stúlku var vísað frá í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur sagði ósamræmi vera í framburði stúlkunnar varðandi tímasetningar og atvik og að álit sálfræðinga og lækna á þroska piltsins vantaði. Þetta hefði þurft að rannsaka áður en ákveðið var að sækja piltinn til saka. Innlent 13.10.2005 18:53
Kynferðisbrotamáli vísað frá Kynferðisbrotamáli sem vísað hafði verið frá fyrir héraðsdómi í sumar var aftur vísað frá þegar málið fór fyrir Hæstarétt í gær. Var þar ungur maður ákærður fyrir að hafa fjórum sinnum haft samræði við þrettán ára stúlku þegar hann var fimmtán ára. Innlent 13.10.2005 18:53
KB banki bótaskyldur KB banki var dæmdur til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna til bílaumboðsins Bernhards ehf. fyrir Hæstarétti í gær og lækkaði þar með bótagreiðslu þá sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í júlí síðastliðnum um tvær milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:53
Skjávarpa stolið úr fyrirtæki Brotist var inn í fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og var skjávarpa stolið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er þjófurinn enn ófundinn en málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:53
Há sekt fyrir svindl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 14,7 milljóna króna sekt fyrir skattsvik og bókhaldssvindl. Maðurinn kom sér undan því að greiða virðisaukaskatt og tekjuskatt á árunum 1998-2002, samtals að upphæð 7,3 milljónir króna. Sektin er því tvöföld sú upphæð og skal greiðast til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, annars skal ákærði sitja í fangelsi í sjö mánuði. Innlent 13.10.2005 18:53
Skoða mál Landhelgisgæslunnar Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Innlent 13.10.2005 18:53
Haldið í ellefu til tólf tíma Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:53
Brennuvargur fyrir rétti Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Innlent 13.10.2005 18:52
Vilja afnám fyrningarfresta Tæplega 3.000 manns hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista samtakanna Blátt áfram, þar sem alþingismenn eru hvattir til að samþykkja frumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum. Innlent 13.10.2005 18:53
Töluvert um innbrot Töluvert hefur verið tilkynnt um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Brotist var inn í íbúðarhús í austurborginni á þriðja tímanum í nótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var tveimur DVD-spilurum stolið. Málið er í rannsókn. Innlent 13.10.2005 18:52
Nýjar starfsreglur um eftirlit Nýjar starfsreglur um eftirlit með opinberum byggingum sem tóku gildi eftir 11. september 2001 leiddu til þess að víkingasveit lögreglunnar handtók ítalskan arkitekt um helgina. Eins og Stöð 2 greindir frá í gær sást maðurinn taka myndir af alþingishúsinu og þótti grunsamlegur. Innlent 13.10.2005 18:53
Óttast hefndaraðgerðir Eigandi eins þeirra veitingastaða sem Skattrannsóknarstjóri gerði húsleit hjá síðasta fimmtudag segist ekki geta tjáð sig um málið af hræðslu við hefndaraðgerðir embættisins. Innlent 13.10.2005 18:52
Dyraverðir dæmdir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo dyraverði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum staðarins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála. Innlent 13.10.2005 18:52
Fagnar húsleit á vínveitingastöðum Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit Skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá sem vilji vera heiðarlegir að keppa við þá sem svindla. Innlent 13.10.2005 18:52
Skemmd á vegi þar sem slys varð Skemmd er á Suðurlandsveginum skammt frá þeim stað þar sem banaslys varð síðastliðinn sunnudag. Um það bil fjögurra sentimetra breið rás er á miðjum vegi og tvær litlar holur þar ofan í. Innlent 13.10.2005 18:52
Sálgæsla allra fanga efld "Sjálfsvíg eru eðlilega öllum aðstandendum erfið og margir þurfa aðstoð og hjálp þegar slíkt á sér stað," segir Þórarinn Viðar Hjaltason, sálfræðingur hjá Fangelsisstofnun. Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni fyrirfór sér aðfaranótt laugardags og efla hefur þurft alla sálgæslu fyrir aðra fanga og starfsmenn síðan þá. Innlent 13.10.2005 18:52
Tölvum stolið úr verslun Brotist var inn í verslun í austurhluta Reykjavíkur nú undir morgun og tölvum stolið þaðan. Ekki er ljóst hvort fleiru var stolið í innbrotinu. Að sögn lögreglunnar hefur enginn verið handtekinn en verið er að rannsaka málið. Innlent 13.10.2005 18:52
Fangelsi fyrir gróft kynferðisbrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir gróf og ítrekuð kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Áttu brotin sér stað á þrettán ára tímabili, frá því stúlkan var sjö ára fram til tvítugs. Innlent 13.10.2005 18:52
Erfitt að keppa við skattsvikara Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá, sem vilji vera heiðarlegir, að keppa við þá sem svindla. Innlent 13.10.2005 18:52
Slysalaust fram undir lok febrúar Umferðin hefur tekið sinn toll síðustu vikurnar en hvert banaslysið á fætur öðru hefur orðið á vegum landsins á örskömmum tíma. Banaslys hafa orðið í vélsleðaslysi við Veiðivötn, á Snorrabraut, Kópaskeri og það síðasta varð á Suðurlandsvegi nú um helgina. Innlent 13.10.2005 18:52
2 1/2 ár fyrir kynferðisbrot Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í fjölmörg skipti haft samræði við dóttur sambýliskonu sinnar á árunum 1993 til 1999. Stúlkan er fædd árið 1981. Innlent 13.10.2005 18:52
Lögregla varar við netsvikum Ríkislögreglustjóri varar fólk við fjársvikum á Netinu en nokkur fjársvikamál hafa verið kærð til embættisins að undanförnu. Meðal annars hafa óprúttnir aðilar notfært sér uppboðsvefinn eBay til fjársvika. Innlent 13.10.2005 18:52
Lést í slysi á Suðurlandsvegi Banaslys varð á Suðurlandsvegi við Þrengslaafleggjarann á sjöunda tímanum í morgun þegar fólksbíll og jeppi rákust saman. Annar bíllinn var á leið austur eftir Suðurlandsvegi en hinn á leið inn á Suðurlandsveg af Þrengslavegi. Lögreglan á Selfossi telur að annar ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í beygjunni og keyrt í veg fyrir hinn, en talsverð hálka var á veginum. Innlent 13.10.2005 18:52
Alvarlegt slys í Þrengslunum Alvarlegt umferðarslys varð í Þrengslunum um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi skullu tvær bifreiðar saman en tíu manns voru í bílunum, fimm í hvorum. Margir slösuðust, misalvarlega þó, en allir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík. Lögreglan getur ekki gefið frekari upplýsingar um slysið eða ástand fólksins að svo stöddu. Bílarnir báðir eru gerónýtir. Innlent 13.10.2005 18:52