Innlent

Umfjöllunin ekki svaraverð
„Umfjöllun blaðsins er í raun ekki svaraverð“, segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, um skrif Ekstra blaðsins um íslenskt viðskiptalíf að undanförnu. Hreiðar segir að umsvif Íslendinga í Danmörku séu orðin veruleg og hafi aukist mjög á stuttum tíma. „Það er líklega þessi snögga framganga sem veldur þessu“, ályktar Hreiðar.

Hlutverk RÚV þarf að vernda
"Ég er sammála Vilhjálmi um að í frumvarpinu eru ekki nægilega góðar skilgreiningar um hlutverk miðilsins, en ég tel að sterkt og sjálfstætt almannaútvarp eigi að vera til," segir Mörður Árnason sem situr í menntamálanefnd Alþingis fyrir Samfylkinguna.

Heldur fundi fyrir Pólverja
Efling stéttarfélag stendur fyrir kynningarfundum fyrir Pólverja í byggingariðnaði og er meiningin að kynna þeim réttindi þeirra og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.

Kaup Íslandspósts á Samskiptum umdeild
Sigurður Kári Kristjánsson segir kaup Íslandspósts á prentfyrirtækinu Samskiptum óþörf og til þess fallin að þenja út starfsemi ríkisins að óþörfu. Kaupin eru hluti af framtíðaráformum Íslandspósts, segir forstjóri fyrirtækisins.

Horuð hross án skjóls og fóðurs
Tveimur mönnum sem eiga á annan tug hrossa á jörð í Dalabyggð hefur verið gert að bæta fóðrun hrossa sinna þar sem búfjáreftirlitsmaður og héraðsdýralæknir telja hana með öllu óviðunandi. Í bréfi til sveitarstjóra segja þeir hrossin hafa verið orðin ansi aflögð og „sérstaklega voru trippi í hópnum orðin horuð“. Sveitarstjóri hefur gefið eigendum frest fram á mánudag til úrbóta.

Rauð nef fyrir gott málefni
Fyrsti desember næstkomandi verður Dagur rauða nefsins. Rauð nef verða seld er nær dregur deginum og þriggja tíma söfnunarútsending verður síðan 1. desember á Stöð tvö þar sem landslið grínara mun kitla hláturtaugar landsmanna.

Pólverji fær greitt að fullu
Verkalýðsfélag Akraness telur að rúmlega 174 þúsund krónur vanti upp á að laun pólsks verkamanns nái þeim lágmarkslaunum eftir þriggja mánaða vinnu. Félagið hefur að undanförnu verið að aðstoða Pólverjann við að leita réttar síns hjá fyrirtækinu.

Leigubílar á strætóbrautir
Leigubílar í akstri með farþega fá framvegis forgang á aðra bílaumferð á götum borgarinnar. Framkvæmdaráð Reykjavíkur hefur samþykkt að leigubílum sé heimilt að aka á sérakreinum strætisvagna þar sem þær eru, til dæmis á Miklubraut í Reykjavík.

Safna fé á eBay til kaupa á hval
Dýraverndunarsamtökin WSPA í Bretlandi nota nú eBay-uppboðsvefinn til að safna fé til að kaupa einni langreyði líf af þeim níu sem leyft hefur verið að veiða. Þetta kemur fram á vef samtakanna sem hafa komist að því að hvalslíf kostar tæpar þrettán milljónir króna sé miðað við verð á hvalaafurðum á heimsmarkaði.

Helsta baráttumálið í höfn
Guðjón Guðmundsson varaþingmaður tók sæti Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra á Alþingi á þriðjudag.

Netaveiðum við Írland hætt
Ríkisstjórn Írlands hefur ákveðið að taka fyrir allar reknetaveiðar á laxi við strendur landsins. Lagt er til algjört bann við reknetaveiðum á laxi frá næstu áramótum og að 30 milljónum evra verði varið til að bæta 877 sjómönnum upp þann tekjumissi sem þeir hljóta af banninu. Þetta er mikill sigur fyrir Orra Vigfússon, formann Norður-Atlantshafslaxasjóðsins (NASF), sem hefur lengi barist fyrir upptöku netanna.

Sigurvin fékk verkefnastyrk
Í gær var verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta afhentur. Það var Sigurvin Jónsson sem hlaut styrkinn fyrir kjörsviðsritgerð sína til embættisprófs í guðfræði. Ritgerðin ber titilinn "Jesúhefðin og hin himneska sófía: Eðli og birting spekinnar í Jakobsbréfi, Ræðuheimildinni og gyðing-kristnum bókmenntum í ljósi hellenískra og gyðinglegra spekihefða."

Sjóræningjaafli af Reykjaneshrygg í eigu Landsbankans
Tvisvar hefur Landsbanki Íslands veitt afurðalán út á afla sem er ólöglega veiddur. Erfitt að vita hvað verið er að fjármagna segir framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar.

Kona í karls stað á ljósum
Tillaga um að gangbrautarljós sýni konu en ekki karl á fimm stöðum í borginni var lögð fram í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar á miðvikudaginn af Bryndísi Ísfold Hlöðversdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni.

Kári gefur kost á sér í 3.-4. sæti
Kári Páll Óskarsson gjaldkeri Ungra vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í forvali VG í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi.

Kaupa tæki til snjóframleiðslu
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að kaupa snjóframleiðsluvélar á skíðasvæðið í Oddsskarði.

Gefur kost á sér í 2. sætið
Samúel Örn Erlingsson, deildarstjóri íþróttadeildar Ríkisútvarpsins, gefur kost á sér í 2. sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor.

Býður sig fram í 4. til 5. sæti
Anna Sigríður Guðnadóttir býður sig fram í 4. til 5. sæti á lista í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Fíkniefnasali dæmdur
Rúmlega tvítugur maður var á mánudag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot á fíkniefna-, tolla- og vopnalögum. Hann hafði verið handtekinn fjórum sinnum á rúmlega þremur mánuðum í kringum síðustu áramót.

Beðið fyrir vegfarendum
Fjöldi fólks kom saman við Óshólavita í Óshlíð á miðvikudag til að biðja fyrir vegfarendum og þeim sem taka ákvarðanir um endurbætur vegasamgangna. Tilefnið var sú hætta sem stafar af grjóthruni úr fjallinu en sr. Skírnir Garðarsson annaðist bænastundina.

Ari Edwald segir sameiningu geta verið mjög skynsamlega
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að engar formlegar viðræður hafi farið fram á milli fyrirtækisins og Skjásins um sameiningu fyrirtækjanna.

Segir umfjöllun Ekstra blaðsins misvísandi
Í nýjustu grein Ekstra Bladet um íslenskt viðskiptalíf er ýjað að því að lettneski bankinn Lateko hafi beitt danska bankamenn blekkingum til að fá sambankalán. Bankinn er í eigu Íslendinga frá því fyrr á þessu ári og á Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, stóran hlut í bankanum. [GOTO AUDIO IN WORDS: satt að segja OUT WORDS: segja AT: 53'32" TO: 53'38" ITEM TIME:0'06"] [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: höfuð AT: 55'32" TO: 55'44" ITEM TIME:0'12"] Í grein sinni lýsir Ekstra Bladet hvernig bankinn á að hafa nokkru árum áður tekið þátt í að aðstoða skjólstæðing sinn, rússneskt olíufélag, við að skjóta fjármunum undan skatti. Svo er annars viðskiptamaður bankans er svo sagður eiga í dómsmáli í Bandaríkjunum vegna viðskipta þar sem fjármunir eiga að hafa runnið um bankareikning hjá Lateko. Blaðið segir bankann hafa þagað um þessi mál þegar þeir fengu danska bankann Morsö Bank til að taka þátt í veitingu sambankaláns til Lateko og er nafn Kaupþings banka í Lúxemborg sérstaklega nefnt. [GOTO AUDIO IN WORDS: þeir eru OUT WORDS: framvegis AT: 0'18" TO: 0'35" ITEM TIME:0'17"] Á vísir.is í dag var sagt, að í Ekstra Bladet, væri verið að saka Jón Helga um blekkingar. [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: fram AT: 55'07" TO: 55'20" ITEM TIME:0'13"] Jón Helgi segir að danska bankastjóranum hafi átt að vera fullkunnugt um dómsmálið í Bandaríkjunum. Þær upplýsingar sé að finna í ársreikningi Lateko bank og sjálfur hafi Jón Helgi látið ganga úr skugga að litlar líkur á að það mál myndi tapast áður en hann kom að kaupum bankans. [GOTO AUDIO IN WORDS: ég held OUT WORDS: ÚTRÁS AT: 58'47" TO: 58'58" ITEM TIME:0'11"] Í nýjustu grein Ekstra Bladet um íslenskt viðskiptalíf er ýjað að því að lettneski bankinn Lateko hafi beitt danska bankamenn blekkingum til að fá sambankalán. Bankinn er í eigu Íslendinga frá því fyrr á þessu ári og á Jón Helgi Guðmundsson, kenndur við BYKO, stóran hlut í bankanum. [GOTO AUDIO IN WORDS: satt að segja OUT WORDS: segja AT: 53'32" TO: 53'38" ITEM TIME:0'06"] [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: höfuð AT: 55'32" TO: 55'44" ITEM TIME:0'12"] Í grein sinni lýsir Ekstra Bladet hvernig bankinn á að hafa nokkru árum áður tekið þátt í að aðstoða skjólstæðing sinn, rússneskt olíufélag, við að skjóta fjármunum undan skatti. Svo er annars viðskiptamaður bankans er svo sagður eiga í dómsmáli í Bandaríkjunum vegna viðskipta þar sem fjármunir eiga að hafa runnið um bankareikning hjá Lateko. Blaðið segir bankann hafa þagað um þessi mál þegar þeir fengu danska bankann Morsö Bank til að taka þátt í veitingu sambankaláns til Lateko og er nafn Kaupþings banka í Lúxemborg sérstaklega nefnt. [GOTO AUDIO IN WORDS: þeir eru OUT WORDS: framvegis AT: 0'18" TO: 0'35" ITEM TIME:0'17"] Á vísir.is í dag var sagt, að í Ekstra Bladet, væri verið að saka Jón Helga um blekkingar. [GOTO AUDIO IN WORDS: það er OUT WORDS: fram AT: 55'07" TO: 55'20" ITEM TIME:0'13"] Jón Helgi segir að danska bankastjóranum hafi átt að vera fullkunnugt um dómsmálið í Bandaríkjunum. Þær upplýsingar sé að finna í ársreikningi Lateko bank og sjálfur hafi Jón Helgi látið ganga úr skugga að litlar líkur á að það mál myndi tapast áður en hann kom að kaupum bankans. [GOTO AUDIO IN WORDS: ég held OUT WORDS: ÚTRÁS AT: 58'47" TO: 58'58" ITEM TIME:0'11"] Jón Helgi Guðmundsson, einn eigenda lettneska bankans Lateko Bank, segir umfjöllun Ekstra blaðsins misvísandi og ruglingslega og að með greinarskrifum blaðsins sé verið að reyna að koma höggi á íslenskt viðskiptalíf.

Lækkun matarskatts vinnur gegn verðbólgumarkmiðum
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember.

Árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot
Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag karlmann í árs fangelsi og sýknaði annan fyrir ávana- og fíkniefnabrot. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm Héraðsdómur Reykjavíkur. Mönnunum var gefið að sök að hafa haft í sinni vörslu rúm sjötíu grömm af hassi.


Kaup á lettneskum banka gagnrýnd
Í nýjustu grein Ekstra Bladet um íslenskt viðskiptalíf er ýjað að því að lettneski bankinn Lateko hafi beitt danska bankamenn blekkingum til að fá sambankalán. Bankinn er í eigu Íslendinga.

Tveggja mánaða dómur fyrir þjófnað
Síbrotamaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn í tvo bíla og haft þaðan á burt ýmis verðmæti. Fram kemur í dómnum að ákærði hafi játað brot sín en hann á að baki nær samfelldan sakaferil frá árinu 1990 og hefur hlotið 24 refsidóma, aðallega fyrir auðgunarbrot.

Vanhirtir hestar í Dalabyggð
Héraðsdýralæknir og búfjáreftirlitsmaður Dalabyggðar segja að hross gangi eftirlits- og heylaus á bæ í Dalabyggð. Þeir segja eigandur hrossanna, sem ekki eru búsettir í sveitarfélaginu, ekki hafa sinnt ítrekuðum beiðnum þeirra um betri umhirðu

Heildarlaun karla innan SGS yfir 40% hærri en kvenna
Meðalheildarlaun karla sem eru félagar í einhverju aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins eru rúmlega 42 prósentum hærri en laun kvenna í sömu félögum. Þetta leiðir ný könnun sem Capacent Gallup vann í september.

Hafa fengið á annan tug ábendinga í gegnum heimasíðu
Samkeppniseftirlitið hefur fengið á annan tug nafnlausra ábendinga í gegnum heimasíðu sína og nokkrar þeirra hafa orðið tilefni rannsókna hjá eftirlitinu. Forstjórinn segir að styrkja þurfi Samkeppniseftirlitið enn betur.