Innlent Ökumaður gengur laus Lögreglan í Reykjavík yfirheyrði mann á miðvikudag sem var grunaður um að hafa tekið átta ára telpu upp í bíl sinn í Árbænum síðastliðinn sunnudag. Ökumaðurinn keyrði um stund með stúlkuna en sleppti henni svo út úr bílnum. Innlent 1.11.2006 22:17 Vill fund vegna landsliðanna Samþykkt var í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar í gær að Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, yrði boðaður til fundar við nefndina til að ræða þann mikla mun sem er á stöðu kvenna og karla í landsliðum Íslendinga í knattspyrnu. Það var Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindanefnd, sem flutti tillöguna. Innlent 1.11.2006 22:17 Stal þurrkgrind og sængurverum Rétt tæplega fimmtug kona var dæmd í sextíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir gripdeild. Konan hafði í júní á þessu ári farið inn í verslun Rúmfatalagersins og tekið ófrjálsri hendi barnakerru, tvo barnaramma, tvö sængurverasett, þurrkgrind og svefnpoka. Hún gekkst greiðlega við broti sínu. Innlent 1.11.2006 22:17 Olli nágrönnum óþægindum Slökkvilið Akureyrar var kallað út á þriðjudagskvöld vegna elds í stórum heystafla við sveitabæ í Eyjafjarðarsveit. Kveikt hafði verið í heyrúllum fyrr um daginn en mikill reykur sem barst frá eldinum var farinn að valda íbúum í nágrenninu töluverðum óþægindum. Tveir dælubílar slökkviliðsins komu á staðinn auk þess sem hjálparlið sveitarinnar var ræst út. Nokkra klukkutíma tók að ráða niðurlögum eldsins enda þurfti að tæta rúllurnar í sundur til að slökkva allar glæður. Því gekk slökkvistarf frekar seinlega. Innlent 1.11.2006 22:17 Hverfisbúðin Rangá 75 ára Í gær voru 75 ár liðin síðan hverfisbúðin Rangá var stofnuð af Jóni Jónssyni frá Ekru í Rangárvallahreppi en verslunin hefur einungis verið í eigu tveggja aðila frá upphafi. Hún er ein af elstu matvöruverslununum í Reykjavík sem rekin hefur verið undir sama nafni alla tíð. Innlent 1.11.2006 22:17 Lýsa yfir vonbrigðum sínum Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, afhenti í gær mótmæli 25 þjóða og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Í mótmælaskjali sem sendiherrann afhenti Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, kemur fram að þjóðirnar vilji ítreka mótmæli sín og vonbrigði vegna atvinnuhvalveiða Íslendinga og eru stjórnvöld hvött til að endurskoða ákvörðun sína. Innlent 1.11.2006 22:18 Býður sig fram í annað sætið Una María Óskarsdóttir býður sig fram í 2. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjör um sex efstu sætin fer fram á kjördæmisþingi 4. nóvember næstkomandi. Innlent 1.11.2006 22:17 Blaðberar rændir Tveir blaðberar voru rændir í Reykjavík snemma á mánudagsmorgun. Annað ránið átti sér stað í Fossvoginum og hitt á Austurbrún. Ræningjarnir hótuðu blaðberunum ofbeldi ef þeir létu þá ekki fá verðmæti sín. Innlent 1.11.2006 22:17 Áfrýjað til Hæstaréttar Eiður Eiríkur Baldvinsson, forsvarsmaður starfsmannaleigunnar 2b, segir að dómi Héraðsdóms Austurlands verði áfrýjað til Hæstaréttar en dómurinn dæmdi á þriðjudag 2b til að greiða tólf Pólverjum vangreidd laun og flugfarseðla, að meðaltali um 300 þúsund krónur á mann, auk málskostnaðar og dráttarvaxta. Innlent 1.11.2006 22:18 Lögreglumenn verða ekki vopnaðir Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að auka vopnaburð lögreglumanna þrátt fyrir aukna vopnanotkun í undirheimunum. Innlent 1.11.2006 19:28 Trúa að nýtt frumvarp skili þyngri refsingum Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur að nýtt frumvarp um kynferðisbrot muni skila þyngri refsingum í nauðgunarmálum. Innlent 1.11.2006 18:12 Sex manns í gæsluvarðhaldi vegna fjögurra fíkniefnamála Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma. Innlent 1.11.2006 17:06 Reynt að draga úr hraða í höfninni Það er ekki aðeins á vegum landsins sem reynt er að draga úr hraða. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir frá því að í höfninni í Grindavík hafi verið komi upp skilti sem sýni að hámarkshraði innan hafnarinnar sé fjórar sjómílur. Ástæðan er sögð sú að sjófarendur hafi oft á tíðum verið að flýta sér of mikið í höfninni. Innlent 1.11.2006 16:53 Hugað verði að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, leggur áherslu á að hugað sé að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi og telur að norrænt samstarf sé líklega mikilvægara nú á dögum alþjóðavæðingar en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ræðu Jónínu á Norðurlandaráðsþingi í dag sem greint er frá í fréttum frá þinginu. Innlent 1.11.2006 16:52 LSH setji Stefán aftur í sitt fyrra starf Læknafélag Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem það beinir þeim tilmælum eindregið til yfirstjórnenda Landspítalans að setja Stefán E. Matthíasson aftur í sitt fyrra starf sem yfirlæknir. Innlent 1.11.2006 16:46 Hagnaður Exista yfir væntingum Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 27,6 milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 24,3 milljörðum króna. Þetta er talsvert meira en greiningardeildir þriggja stærstu viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 1.11.2006 16:32 Tvö prófkjör hjá Samfylkingunni um helgina Efnt verður til tveggja prófkjöra hjá Samfylkingunni um helgina og úrslitin í því þriðja verða einnig gerð ljós um helgina. Á laugardaginn kemur fara fram prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Innlent 1.11.2006 16:27 Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Innlent 1.11.2006 16:25 FME segir regluvörslu í góðu horfi Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöllina, Marel hf. og Atlantic Petroleum. Niðurstaða FME er sú að regluvarsla hjá fyrirtækjunum sé almennt í góðu horfi. Viðskipti innlent 1.11.2006 16:00 Steingrímur J. styður sjálfstæði Færeyja Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði. Innlent 1.11.2006 15:48 Sprengingar að hefjast Ólafsfjarðarmegin vegna ganga Sprengingar hefjast á morgun Ólafsfjarðarmegin vegna Héðinsfjarðarganga. Fram kemur á norðlenska fréttavefnum Dagur.net að til að byrja með verði aðeins um nokkrar litlar sprengingar að ræða því fara þurfi varlega í bergið við gangnamunnann. Innlent 1.11.2006 15:42 Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um utanvegaakstur. Maðurinn var gripinn á torfæruhjóli þegar Landhelgisgæslan og lögreglan á Selfossi voru í eftirlitsflugi með utanvegaakstri í umdæmi Selfosslögreglunnar í júní síðastliðnum, en þá ók hann ásamt tveimur öðrum eftir slóða í vestanverðum Hengli. Innlent 1.11.2006 15:31 Norðurlöndin reiðubúin að aðstoða Ísland í öryggismálum Ástand öryggismála á Íslandi var eitt þeirra mála sem norrænu utanríkisráðherrarnir ræddu á fundi sínum í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Brotthvarf Bandaríkjahers frá Keflavík hefur ekki einungis áhrif á Ísland heldur Norðurlöndin öll. Innlent 1.11.2006 15:30 Harma skert fjáframlög til Alþjóðahússins Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að skerða fjárframlög til Alþjóðahússins um þriðjung. Fjölgun innflytjenda hafi aldrei hafa verið meiri hér á landi en nú. Álag á Alþjóðahúsið og starfsmenn þess sé því gífurlegt. Innlent 1.11.2006 15:27 Um fjörtíu eftirskjálftar við Flatey Um fjörtíu eftirskjálftar hafa mælst við Flatey á Skjálfanda eftir að snarpur skjálfti upp á 4,5 á Richter mældist þar fimm mínútur í tvö í dag. Fyrstu mælingar bentu til þess að skjálftinn hefði verið 5 á Richter en mælingar Veðurstofunnar sýna að hann var 4,5. Innlent 1.11.2006 15:01 Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson. Innlent 1.11.2006 14:47 Óttast glæpaöldu frá Búlgaríu og Rúmeníu Breska ríkisstjórnin hefur varað við mikilli glæpaöldu þegar Búlgaría og Rúmenía fá aðgang að Evrópusambandinu fyrsta janúar næstkomandi. Lögregluyfirvöld eru í sambandi við ríkisstjórnir landanna tveggja til þess að byggja upp forvarnir. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að grannt sé fylgst með málinu hér á landi. Innlent 1.11.2006 14:42 Brúin yfir Skeiðará opnuð aftur Búið er að opna aftur brúna yfir Skeiðará fyrir umferð en henni var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Þar rákust tveir bílar saman en lögregla á Kirkjubæjarklaustri sagði slysið ekki alvarlegt. Innlent 1.11.2006 14:33 Nokkrir eftirskjálftar Að minnsta kosti átta litlir eftirskjálftar hafa mælst út af Flatey á Skjálfanda frá því skjálfti upp á fimm á Richter mældist þar rétt fyrir klukkan tvö. Skjálftarnir hafa verið á bilinu 0,6 til 1,7 á Richter. Skjálftans varð víða vart í kring og fannst vel á Akureyri. Innlent 1.11.2006 14:27 Lögregla leitar ræningja Lögreglan í Reykjavík leitar nú 5-6 manna í tengslum við tvö rán í borginni í gærmorgun. Þá var veist að tveimur blaðberum, öðrum í Hjallalandi en hinum á Brúnavegi við Kleifarveg. Í báðum tilvikum var komið aftan að blaðberunum og þeir krafðir um peninga en hvorugur þeirra var með fjármuni á sér. Hins vegar var farsímum þeirra stolið. Innlent 1.11.2006 14:27 « ‹ 176 177 178 179 180 181 182 183 184 … 334 ›
Ökumaður gengur laus Lögreglan í Reykjavík yfirheyrði mann á miðvikudag sem var grunaður um að hafa tekið átta ára telpu upp í bíl sinn í Árbænum síðastliðinn sunnudag. Ökumaðurinn keyrði um stund með stúlkuna en sleppti henni svo út úr bílnum. Innlent 1.11.2006 22:17
Vill fund vegna landsliðanna Samþykkt var í mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar í gær að Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, yrði boðaður til fundar við nefndina til að ræða þann mikla mun sem er á stöðu kvenna og karla í landsliðum Íslendinga í knattspyrnu. Það var Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í mannréttindanefnd, sem flutti tillöguna. Innlent 1.11.2006 22:17
Stal þurrkgrind og sængurverum Rétt tæplega fimmtug kona var dæmd í sextíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir gripdeild. Konan hafði í júní á þessu ári farið inn í verslun Rúmfatalagersins og tekið ófrjálsri hendi barnakerru, tvo barnaramma, tvö sængurverasett, þurrkgrind og svefnpoka. Hún gekkst greiðlega við broti sínu. Innlent 1.11.2006 22:17
Olli nágrönnum óþægindum Slökkvilið Akureyrar var kallað út á þriðjudagskvöld vegna elds í stórum heystafla við sveitabæ í Eyjafjarðarsveit. Kveikt hafði verið í heyrúllum fyrr um daginn en mikill reykur sem barst frá eldinum var farinn að valda íbúum í nágrenninu töluverðum óþægindum. Tveir dælubílar slökkviliðsins komu á staðinn auk þess sem hjálparlið sveitarinnar var ræst út. Nokkra klukkutíma tók að ráða niðurlögum eldsins enda þurfti að tæta rúllurnar í sundur til að slökkva allar glæður. Því gekk slökkvistarf frekar seinlega. Innlent 1.11.2006 22:17
Hverfisbúðin Rangá 75 ára Í gær voru 75 ár liðin síðan hverfisbúðin Rangá var stofnuð af Jóni Jónssyni frá Ekru í Rangárvallahreppi en verslunin hefur einungis verið í eigu tveggja aðila frá upphafi. Hún er ein af elstu matvöruverslununum í Reykjavík sem rekin hefur verið undir sama nafni alla tíð. Innlent 1.11.2006 22:17
Lýsa yfir vonbrigðum sínum Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, afhenti í gær mótmæli 25 þjóða og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni. Í mótmælaskjali sem sendiherrann afhenti Grétari Má Sigurðssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, kemur fram að þjóðirnar vilji ítreka mótmæli sín og vonbrigði vegna atvinnuhvalveiða Íslendinga og eru stjórnvöld hvött til að endurskoða ákvörðun sína. Innlent 1.11.2006 22:18
Býður sig fram í annað sætið Una María Óskarsdóttir býður sig fram í 2. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Kjör um sex efstu sætin fer fram á kjördæmisþingi 4. nóvember næstkomandi. Innlent 1.11.2006 22:17
Blaðberar rændir Tveir blaðberar voru rændir í Reykjavík snemma á mánudagsmorgun. Annað ránið átti sér stað í Fossvoginum og hitt á Austurbrún. Ræningjarnir hótuðu blaðberunum ofbeldi ef þeir létu þá ekki fá verðmæti sín. Innlent 1.11.2006 22:17
Áfrýjað til Hæstaréttar Eiður Eiríkur Baldvinsson, forsvarsmaður starfsmannaleigunnar 2b, segir að dómi Héraðsdóms Austurlands verði áfrýjað til Hæstaréttar en dómurinn dæmdi á þriðjudag 2b til að greiða tólf Pólverjum vangreidd laun og flugfarseðla, að meðaltali um 300 þúsund krónur á mann, auk málskostnaðar og dráttarvaxta. Innlent 1.11.2006 22:18
Lögreglumenn verða ekki vopnaðir Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að auka vopnaburð lögreglumanna þrátt fyrir aukna vopnanotkun í undirheimunum. Innlent 1.11.2006 19:28
Trúa að nýtt frumvarp skili þyngri refsingum Formaður allsherjarnefndar Alþingis telur að nýtt frumvarp um kynferðisbrot muni skila þyngri refsingum í nauðgunarmálum. Innlent 1.11.2006 18:12
Sex manns í gæsluvarðhaldi vegna fjögurra fíkniefnamála Sex manns sitja í gæsluvarðhaldi og hald hefur lagt á umtalsvert magn fíkniefna í fjórum stórum fíkniefnamálum sem komið hafa til kasta lögreglunnar á stuttum tíma. Innlent 1.11.2006 17:06
Reynt að draga úr hraða í höfninni Það er ekki aðeins á vegum landsins sem reynt er að draga úr hraða. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir frá því að í höfninni í Grindavík hafi verið komi upp skilti sem sýni að hámarkshraði innan hafnarinnar sé fjórar sjómílur. Ástæðan er sögð sú að sjófarendur hafi oft á tíðum verið að flýta sér of mikið í höfninni. Innlent 1.11.2006 16:53
Hugað verði að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, leggur áherslu á að hugað sé að ímynd Norðurlanda á alþjóðavettvangi og telur að norrænt samstarf sé líklega mikilvægara nú á dögum alþjóðavæðingar en nokkru sinni fyrr. Þetta kom fram í ræðu Jónínu á Norðurlandaráðsþingi í dag sem greint er frá í fréttum frá þinginu. Innlent 1.11.2006 16:52
LSH setji Stefán aftur í sitt fyrra starf Læknafélag Reykjavíkur hefur sent frá sér ályktun þar sem það beinir þeim tilmælum eindregið til yfirstjórnenda Landspítalans að setja Stefán E. Matthíasson aftur í sitt fyrra starf sem yfirlæknir. Innlent 1.11.2006 16:46
Hagnaður Exista yfir væntingum Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 27,6 milljörðum króna í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn á fyrstu níu mánuðum ársins nam 24,3 milljörðum króna. Þetta er talsvert meira en greiningardeildir þriggja stærstu viðskiptabankanna gerðu ráð fyrir. Viðskipti innlent 1.11.2006 16:32
Tvö prófkjör hjá Samfylkingunni um helgina Efnt verður til tveggja prófkjöra hjá Samfylkingunni um helgina og úrslitin í því þriðja verða einnig gerð ljós um helgina. Á laugardaginn kemur fara fram prófkjör flokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Innlent 1.11.2006 16:27
Samstaða um að almennir lögreglumenn verði áfram óvopnaðir Samstaða var um það í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag að almennir lögreglumenn hér á landi skyldu áfram vera óvopnaðir. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem var málshefjandi og vakti athygli á því að starfshópur á vegum Ríkislögreglustjóra hefði lagt til í skýrslu aukna vopnvæðingu hjá lögreglunni. Innlent 1.11.2006 16:25
FME segir regluvörslu í góðu horfi Fjármálaeftirlitið hefur á þessu ári gert reglubundnar úttektir á framkvæmd reglna um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipta innherja hjá tveimur félögum sem skráð eru í Kauphöllina, Marel hf. og Atlantic Petroleum. Niðurstaða FME er sú að regluvarsla hjá fyrirtækjunum sé almennt í góðu horfi. Viðskipti innlent 1.11.2006 16:00
Steingrímur J. styður sjálfstæði Færeyja Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna lýsti yfir stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Færeyinga, á þingi Norðurlandaráðs, í Kaupmannahöfn, í dag. Hann studdi einnig að sjálfstjórnarsvæðin fengju fulla aðild að Norðurlandaráði. Innlent 1.11.2006 15:48
Sprengingar að hefjast Ólafsfjarðarmegin vegna ganga Sprengingar hefjast á morgun Ólafsfjarðarmegin vegna Héðinsfjarðarganga. Fram kemur á norðlenska fréttavefnum Dagur.net að til að byrja með verði aðeins um nokkrar litlar sprengingar að ræða því fara þurfi varlega í bergið við gangnamunnann. Innlent 1.11.2006 15:42
Sýknaður af ákæru um utanvegaakstur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um utanvegaakstur. Maðurinn var gripinn á torfæruhjóli þegar Landhelgisgæslan og lögreglan á Selfossi voru í eftirlitsflugi með utanvegaakstri í umdæmi Selfosslögreglunnar í júní síðastliðnum, en þá ók hann ásamt tveimur öðrum eftir slóða í vestanverðum Hengli. Innlent 1.11.2006 15:31
Norðurlöndin reiðubúin að aðstoða Ísland í öryggismálum Ástand öryggismála á Íslandi var eitt þeirra mála sem norrænu utanríkisráðherrarnir ræddu á fundi sínum í Kaupmannahöfn á miðvikudag. Brotthvarf Bandaríkjahers frá Keflavík hefur ekki einungis áhrif á Ísland heldur Norðurlöndin öll. Innlent 1.11.2006 15:30
Harma skert fjáframlög til Alþjóðahússins Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur að skerða fjárframlög til Alþjóðahússins um þriðjung. Fjölgun innflytjenda hafi aldrei hafa verið meiri hér á landi en nú. Álag á Alþjóðahúsið og starfsmenn þess sé því gífurlegt. Innlent 1.11.2006 15:27
Um fjörtíu eftirskjálftar við Flatey Um fjörtíu eftirskjálftar hafa mælst við Flatey á Skjálfanda eftir að snarpur skjálfti upp á 4,5 á Richter mældist þar fimm mínútur í tvö í dag. Fyrstu mælingar bentu til þess að skjálftinn hefði verið 5 á Richter en mælingar Veðurstofunnar sýna að hann var 4,5. Innlent 1.11.2006 15:01
Sextán vilja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi Sextán gefa kost á sér á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en þar verður stillt upp á lista. Þar á meðal eru allir núverandi þingmenn flokksins í kjördæminu, þeir Stula Böðvarsson samgönguráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Einar Oddur Kristjánsson. Innlent 1.11.2006 14:47
Óttast glæpaöldu frá Búlgaríu og Rúmeníu Breska ríkisstjórnin hefur varað við mikilli glæpaöldu þegar Búlgaría og Rúmenía fá aðgang að Evrópusambandinu fyrsta janúar næstkomandi. Lögregluyfirvöld eru í sambandi við ríkisstjórnir landanna tveggja til þess að byggja upp forvarnir. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að grannt sé fylgst með málinu hér á landi. Innlent 1.11.2006 14:42
Brúin yfir Skeiðará opnuð aftur Búið er að opna aftur brúna yfir Skeiðará fyrir umferð en henni var lokað fyrr í dag vegna umferðarslyss. Þar rákust tveir bílar saman en lögregla á Kirkjubæjarklaustri sagði slysið ekki alvarlegt. Innlent 1.11.2006 14:33
Nokkrir eftirskjálftar Að minnsta kosti átta litlir eftirskjálftar hafa mælst út af Flatey á Skjálfanda frá því skjálfti upp á fimm á Richter mældist þar rétt fyrir klukkan tvö. Skjálftarnir hafa verið á bilinu 0,6 til 1,7 á Richter. Skjálftans varð víða vart í kring og fannst vel á Akureyri. Innlent 1.11.2006 14:27
Lögregla leitar ræningja Lögreglan í Reykjavík leitar nú 5-6 manna í tengslum við tvö rán í borginni í gærmorgun. Þá var veist að tveimur blaðberum, öðrum í Hjallalandi en hinum á Brúnavegi við Kleifarveg. Í báðum tilvikum var komið aftan að blaðberunum og þeir krafðir um peninga en hvorugur þeirra var með fjármuni á sér. Hins vegar var farsímum þeirra stolið. Innlent 1.11.2006 14:27