Innlent Allt að 28 prósenta hækkun Verð á ferskum fiski hefur hækkað um allt að 28 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá því í janúar á þessu ári. Þetta kom fram í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ lét gera í vikunni. Innlent 23.9.2006 21:10 Fimmtíu og einn bílstjóri kærður Fimmtíu og einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Akureyri í fyrradag. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda kæra var sérstakt eftirlit lögreglunnar á götum við Glerárskóla og Brekkuskóla þar sem hámarkshraði er þrjátíu kílómetrar á klukkustund. Þrír eiga von á að verða sviptir ökuréttindum í einn til tvo mánuði. Innlent 23.9.2006 21:10 Móðir lét taka bíl af syninum Móðir nokkur tók afar ábyrga afstöðu gagnvart glannalegum akstri sonar síns að mati lögreglunnar á Húsavík. Sonurinn var tekinn á 160 kílómetra hraða á fimmtudaginn í umdæmi lögreglunnar á Húsavík og verður sviptur ökuréttindum í kjölfarið. Innlent 23.9.2006 21:10 Efast um gæði þjónustunnar Félög barna- og unglingageðlækna Íslands og Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa hafa gefið frá sér yfirlýsingar í kjölfar ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að ráðast í stækkun Barna- og unglingageðdeildar og færslu grunnþjónustunnar til heilsugæslustöðva. Innlent 23.9.2006 21:09 Olli slysi með ofsaakstri í Ártúnsbrekkunni Hvítri sportbifreið var ekið aftan á jeppling í Ártúnsbrekku í Reykjavík um klukkan hálf sex síðdegis. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var sportbifreiðinni ekið vestur Vesturlandsveg í brekkunni við Esso á ofsahraða í mikilli umferð. Jepplingurinn kastaðist út af akbrautinni hægra megin. Innlent 23.9.2006 18:03 Bændur í Ölfusi heyjuðu í blíðunni Tveir bændur í Ölfusi heyjuðu í dag þrátt fyrir að farið sé að síga á seinni hlutann í september. Annar þeirra missti af þurrki á Íslandi þegar hann baðaði sig í sólinni á Krít. Innlent 23.9.2006 17:01 Kakkalakkafaraldurshætta Hætta er á að skorkvikindum snarfjölgi á varnarsvæðinu ef því verður lítið sinnt. Kakkalakkar geta breiðst út um land ef eftirlit með svæðinu fellur niður, að mati framkvæmdastjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Innlent 22.9.2006 21:44 Æfing gegn hryðjuverkum Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum fór fram fyrr í vikunni. Innlent 22.9.2006 21:45 Hundruðum tonna eytt á mánuði Varnarliðið vinnur nú að því að eyða miklu magni af ýmsum vörum og búnaði sem það hefur ekki talið nýtast sér annars staðar. Aron Jóhannsson, umhverfisstjóri sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku sem sér um eyðinguna, segir að um töluvert magn sé að ræða. Samkvæmt Aroni er um 350-400 tonnum eytt mánaðarlega og hefur verkefnið staðið yfir í nokkra mánuði. Varningurinn er af öllum toga og nær allt frá matvælum til herbúnaðar. Innlent 22.9.2006 21:45 Skiptast á að taka sér frí Steinunn og Steinar hafa skipst á að taka sér frí undanfarnar vikur þar sem synir þeirra búa við skerta vistun á leikskóla vegna manneklu. Ekki hefur tekist að ráða faglært fólk í lausar stöður. Innlent 22.9.2006 21:44 Upplýsingaflæði milli landa hefði hindrað hryðjuverk Hefðu upplýsingar sem lágu fyrir hjá ýmsum öryggisdeildum skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði að líkindum verið hægt að hindra hryðjuverk sem framin voru á síðustu árum í Bandaríkjunum og Evrópu. Innlent 22.9.2006 21:45 Fjórðungsaukning á einu ári Yfirdráttarlán hafa aukist um fjörutíu milljarða króna síðustu tólf mánuði, eða um 24 prósent, að því er greiningardeild KB banka segir. Í lok síðasta mánaðar námu yfirdráttarlán 191 milljarði króna. Innlent 22.9.2006 21:45 Fjölmörg ríki heita stuðningi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur kynnt framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir fulltrúum fjölmargra ríkja síðustu daga. Valgerður, sem er í New York vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, hefur rætt við forsætisráðherra Andorra, varaforsætisráðherra Búlgaríu, lögmann Færeyja og utanríkisráðherra Ekvador, Laos, Lúxemborgar, Máritaníu, Óman, San Marínó, Slóvakíu og Súdan. Innlent 22.9.2006 21:45 Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið Bandaríska alríkislögreglan gaf öryggisþjónustu íslensku lögreglunnar njósnabúnað árið 1950. Tækjagjafir bárust frá bandamönnum allt til loka kalda stríðsins. Innlent 22.9.2006 21:45 Vissu af hlerunum og eftirliti Upplýsingar Þórs Whitehead um hleranir og eftirlit er gömul saga og ný fyrir Ragnari Stefánssyni, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem var í forsvari Fylkingarinnar, samtaka ungra vinstrisinna, frá 1966 og fram á áttunda áratuginn. Innlent 22.9.2006 21:45 Bentu á fleiri mengaða bletti Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu sína mengunarskýrsluna hvorir þar sem segir nákvæmlega hvar þeir telji mengun vera á varnarsvæðinu og hvert mat manna sé á henni, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Innlent 22.9.2006 21:45 Skuldar Pólverjunum ekkert Árni Björgvinsson veitingamaður bauð Pólverjunum, sem telja sig svikna um laun og húsnæði, greiðslu upp á 150 þúsund krónur í gær. Hann segir að þeir hafi tekið því og hætt svo við. Fréttablaðið birti frétt um málið í gær. Innlent 22.9.2006 21:44 Norskir fjárfestar veðja á Geysi Hópur norskra fagfjárfesta veðjar á olíu- og gasleit við Ísland og Færeyjar og hefur fjárfest í Geysi Petroleum sem stofnað var hér á landi árið 2004. Innlent 22.9.2006 21:45 Áhugi Kínverja á Íslandi mikill Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Innlent 22.9.2006 21:45 Samningur um varnir kynntur Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verður kynntur á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á þriðjudag. Verður fundurinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu og hefst klukkan 14:30. Áður en til hans kemur verður forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi kynntur samningurinn. Innlent 22.9.2006 21:45 Tuttugu sagt upp og útsendingum hætt Miklar breytingar voru gerðar á rekstri fréttastöðvarinnar NFS í gær. Útsendingum á sérstakri sjónvarpsrás hefur verið hætt og tuttugu sagt upp störfum. Fréttastjóri segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á. Innlent 22.9.2006 21:45 Sækist eftir fyrsta sætinu Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður gefur kost á sér í fyrsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Innlent 22.9.2006 21:45 Stjórnvöld leigja búnað Íslensk stjórnvöld munu leigja ýmsan búnað í eigu Bandaríkjahers sem þykir gegna mikilvægu hlutverki varðandi rekstur flugvallarins í Keflavík. Er þar helst um að ræða snjóruðningstæki, tækjabúnað slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli og ýmiss konar fjarskiptabúnað. Þetta kom fram í Víkurfréttum. Innlent 22.9.2006 21:45 Síbrotamaður áfram í haldi Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir síbrotamanni þar til dómur gengur í máli hans, en þó ekki lengur en til 27. september. Maðurinn er grunaður um ýmiss konar fjársvik, fjölmarga þjófnaði, fíkniefnavörslu og bílþjófnað. Innlent 22.9.2006 21:44 Ekki kunnugt um ummerki Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra er ekki kunnugt um að í dómsmálaráðuneytinu séu ummerki um starfsemi öryggisþjónustu lögreglunnar. Innlent 22.9.2006 21:45 Skífan sektuð um 65 milljónir Viðskipti Skífan þarf að greiða 65 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Áfrýjunarnefnd staðfesti í gær fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar að lútandi. Innlent 22.9.2006 21:44 Karlmanni sleppt úr haldi Fimmtíu og tveggja ára gömlum manni, sem var í haldi lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart börnum, hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn neitar alfarið sök. Innlent 22.9.2006 21:45 Bæjarstjórinn vill að ríkið bjóði flugið út Landsflug hættir öllu áætlunarflugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur frá og með mánudeginum 25. september. Ákvörðunin er til komin vegna þess að flugleiðin hefur ekki staðist væntingar um arðsemiskröfur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsflugi. Ekkert annað flugfélag flýgur þessa leið. Innlent 22.9.2006 21:44 Ekið á 16 kindur við Búðardal Ekið hefur verið á sextán kindur á þjóðveginum við Búðardal síðustu daga. Lögreglan á staðnum telur féð hafa verið að flækjast á veginum vegna þess að vegakantar séu iðagrænir af fallegu grasi um þessar mundir. Innlent 22.9.2006 21:45 Al Gore flytur erindi á Íslandi Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að heimsækja Ísland. Mun Gore kynna sér árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku og tilraunaverkefni um eyðingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu, auk þess sem hann mun ræða breytingar í hafinu umhverfis Ísland. Þá mun hann halda hér opinberan fyrirlestur. Innlent 22.9.2006 21:45 « ‹ 234 235 236 237 238 239 240 241 242 … 334 ›
Allt að 28 prósenta hækkun Verð á ferskum fiski hefur hækkað um allt að 28 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá því í janúar á þessu ári. Þetta kom fram í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ lét gera í vikunni. Innlent 23.9.2006 21:10
Fimmtíu og einn bílstjóri kærður Fimmtíu og einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Akureyri í fyrradag. Ástæðan fyrir þessum mikla fjölda kæra var sérstakt eftirlit lögreglunnar á götum við Glerárskóla og Brekkuskóla þar sem hámarkshraði er þrjátíu kílómetrar á klukkustund. Þrír eiga von á að verða sviptir ökuréttindum í einn til tvo mánuði. Innlent 23.9.2006 21:10
Móðir lét taka bíl af syninum Móðir nokkur tók afar ábyrga afstöðu gagnvart glannalegum akstri sonar síns að mati lögreglunnar á Húsavík. Sonurinn var tekinn á 160 kílómetra hraða á fimmtudaginn í umdæmi lögreglunnar á Húsavík og verður sviptur ökuréttindum í kjölfarið. Innlent 23.9.2006 21:10
Efast um gæði þjónustunnar Félög barna- og unglingageðlækna Íslands og Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa hafa gefið frá sér yfirlýsingar í kjölfar ákvörðunar heilbrigðisráðherra um að ráðast í stækkun Barna- og unglingageðdeildar og færslu grunnþjónustunnar til heilsugæslustöðva. Innlent 23.9.2006 21:09
Olli slysi með ofsaakstri í Ártúnsbrekkunni Hvítri sportbifreið var ekið aftan á jeppling í Ártúnsbrekku í Reykjavík um klukkan hálf sex síðdegis. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu var sportbifreiðinni ekið vestur Vesturlandsveg í brekkunni við Esso á ofsahraða í mikilli umferð. Jepplingurinn kastaðist út af akbrautinni hægra megin. Innlent 23.9.2006 18:03
Bændur í Ölfusi heyjuðu í blíðunni Tveir bændur í Ölfusi heyjuðu í dag þrátt fyrir að farið sé að síga á seinni hlutann í september. Annar þeirra missti af þurrki á Íslandi þegar hann baðaði sig í sólinni á Krít. Innlent 23.9.2006 17:01
Kakkalakkafaraldurshætta Hætta er á að skorkvikindum snarfjölgi á varnarsvæðinu ef því verður lítið sinnt. Kakkalakkar geta breiðst út um land ef eftirlit með svæðinu fellur niður, að mati framkvæmdastjóra umhverfissviðs Reykjanesbæjar. Innlent 22.9.2006 21:44
Æfing gegn hryðjuverkum Samæfing yfirstjórna og sérsveita lögreglu á Norðurlöndunum fór fram fyrr í vikunni. Innlent 22.9.2006 21:45
Hundruðum tonna eytt á mánuði Varnarliðið vinnur nú að því að eyða miklu magni af ýmsum vörum og búnaði sem það hefur ekki talið nýtast sér annars staðar. Aron Jóhannsson, umhverfisstjóri sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku sem sér um eyðinguna, segir að um töluvert magn sé að ræða. Samkvæmt Aroni er um 350-400 tonnum eytt mánaðarlega og hefur verkefnið staðið yfir í nokkra mánuði. Varningurinn er af öllum toga og nær allt frá matvælum til herbúnaðar. Innlent 22.9.2006 21:45
Skiptast á að taka sér frí Steinunn og Steinar hafa skipst á að taka sér frí undanfarnar vikur þar sem synir þeirra búa við skerta vistun á leikskóla vegna manneklu. Ekki hefur tekist að ráða faglært fólk í lausar stöður. Innlent 22.9.2006 21:44
Upplýsingaflæði milli landa hefði hindrað hryðjuverk Hefðu upplýsingar sem lágu fyrir hjá ýmsum öryggisdeildum skilað sér í miðlægan gagnagrunn hefði að líkindum verið hægt að hindra hryðjuverk sem framin voru á síðustu árum í Bandaríkjunum og Evrópu. Innlent 22.9.2006 21:45
Fjórðungsaukning á einu ári Yfirdráttarlán hafa aukist um fjörutíu milljarða króna síðustu tólf mánuði, eða um 24 prósent, að því er greiningardeild KB banka segir. Í lok síðasta mánaðar námu yfirdráttarlán 191 milljarði króna. Innlent 22.9.2006 21:45
Fjölmörg ríki heita stuðningi Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur kynnt framboð Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir fulltrúum fjölmargra ríkja síðustu daga. Valgerður, sem er í New York vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, hefur rætt við forsætisráðherra Andorra, varaforsætisráðherra Búlgaríu, lögmann Færeyja og utanríkisráðherra Ekvador, Laos, Lúxemborgar, Máritaníu, Óman, San Marínó, Slóvakíu og Súdan. Innlent 22.9.2006 21:45
Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið Bandaríska alríkislögreglan gaf öryggisþjónustu íslensku lögreglunnar njósnabúnað árið 1950. Tækjagjafir bárust frá bandamönnum allt til loka kalda stríðsins. Innlent 22.9.2006 21:45
Vissu af hlerunum og eftirliti Upplýsingar Þórs Whitehead um hleranir og eftirlit er gömul saga og ný fyrir Ragnari Stefánssyni, prófessor við Háskólann á Akureyri, sem var í forsvari Fylkingarinnar, samtaka ungra vinstrisinna, frá 1966 og fram á áttunda áratuginn. Innlent 22.9.2006 21:45
Bentu á fleiri mengaða bletti Íslendingar og Bandaríkjamenn gerðu sína mengunarskýrsluna hvorir þar sem segir nákvæmlega hvar þeir telji mengun vera á varnarsvæðinu og hvert mat manna sé á henni, að sögn Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Innlent 22.9.2006 21:45
Skuldar Pólverjunum ekkert Árni Björgvinsson veitingamaður bauð Pólverjunum, sem telja sig svikna um laun og húsnæði, greiðslu upp á 150 þúsund krónur í gær. Hann segir að þeir hafi tekið því og hætt svo við. Fréttablaðið birti frétt um málið í gær. Innlent 22.9.2006 21:44
Norskir fjárfestar veðja á Geysi Hópur norskra fagfjárfesta veðjar á olíu- og gasleit við Ísland og Færeyjar og hefur fjárfest í Geysi Petroleum sem stofnað var hér á landi árið 2004. Innlent 22.9.2006 21:45
Áhugi Kínverja á Íslandi mikill Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag um aukið samstarf á sviði æðri menntunar. Við undirritunina var Chen Zhili, varaforsætisráðherra og æðsti yfirmaður mennta- og vísindamála í Kína. Aðeins er vika frá því að Þorgerður Katrín átti fund með þeim í Peking en þar var grunnur lagður að samkomulaginu. Innlent 22.9.2006 21:45
Samningur um varnir kynntur Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna verður kynntur á fundi utanríkismálanefndar Alþingis á þriðjudag. Verður fundurinn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu og hefst klukkan 14:30. Áður en til hans kemur verður forystumönnum stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi kynntur samningurinn. Innlent 22.9.2006 21:45
Tuttugu sagt upp og útsendingum hætt Miklar breytingar voru gerðar á rekstri fréttastöðvarinnar NFS í gær. Útsendingum á sérstakri sjónvarpsrás hefur verið hætt og tuttugu sagt upp störfum. Fréttastjóri segir Ísland fulllítið fyrir fréttaþjónustu af því tagi sem NFS bauð upp á. Innlent 22.9.2006 21:45
Sækist eftir fyrsta sætinu Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður gefur kost á sér í fyrsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Innlent 22.9.2006 21:45
Stjórnvöld leigja búnað Íslensk stjórnvöld munu leigja ýmsan búnað í eigu Bandaríkjahers sem þykir gegna mikilvægu hlutverki varðandi rekstur flugvallarins í Keflavík. Er þar helst um að ræða snjóruðningstæki, tækjabúnað slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli og ýmiss konar fjarskiptabúnað. Þetta kom fram í Víkurfréttum. Innlent 22.9.2006 21:45
Síbrotamaður áfram í haldi Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir síbrotamanni þar til dómur gengur í máli hans, en þó ekki lengur en til 27. september. Maðurinn er grunaður um ýmiss konar fjársvik, fjölmarga þjófnaði, fíkniefnavörslu og bílþjófnað. Innlent 22.9.2006 21:44
Ekki kunnugt um ummerki Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra er ekki kunnugt um að í dómsmálaráðuneytinu séu ummerki um starfsemi öryggisþjónustu lögreglunnar. Innlent 22.9.2006 21:45
Skífan sektuð um 65 milljónir Viðskipti Skífan þarf að greiða 65 milljónir króna í stjórnvaldssekt fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Áfrýjunarnefnd staðfesti í gær fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar að lútandi. Innlent 22.9.2006 21:44
Karlmanni sleppt úr haldi Fimmtíu og tveggja ára gömlum manni, sem var í haldi lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart börnum, hefur verið sleppt úr haldi. Maðurinn neitar alfarið sök. Innlent 22.9.2006 21:45
Bæjarstjórinn vill að ríkið bjóði flugið út Landsflug hættir öllu áætlunarflugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur frá og með mánudeginum 25. september. Ákvörðunin er til komin vegna þess að flugleiðin hefur ekki staðist væntingar um arðsemiskröfur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsflugi. Ekkert annað flugfélag flýgur þessa leið. Innlent 22.9.2006 21:44
Ekið á 16 kindur við Búðardal Ekið hefur verið á sextán kindur á þjóðveginum við Búðardal síðustu daga. Lögreglan á staðnum telur féð hafa verið að flækjast á veginum vegna þess að vegakantar séu iðagrænir af fallegu grasi um þessar mundir. Innlent 22.9.2006 21:45
Al Gore flytur erindi á Íslandi Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur þegið boð Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að heimsækja Ísland. Mun Gore kynna sér árangur Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku og tilraunaverkefni um eyðingu koltvísýrings úr andrúmsloftinu, auk þess sem hann mun ræða breytingar í hafinu umhverfis Ísland. Þá mun hann halda hér opinberan fyrirlestur. Innlent 22.9.2006 21:45