Innlent Ofsaakstur ógnar börnum á leið í skóla Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. Innlent 13.9.2006 13:41 Þrjú tonn af jarðvegi hreinsuð upp vegna olíuleka Betur fór en á horfðist þegar á bilinu 100 til 150 lítrar af olíu láku úr vinnuvél sem var á ferðinni á Suðurlandsvegi við Hólmsá laust fyrir hádegi í dag. Olíuleiðsla í vélinni gaf sig en ekki liggur fyrir hvers vegna. Innlent 13.9.2006 13:55 Tjaldvagni stolið í gær Nokkuð var um þjófnaði í borginni í gær og var meðal annars tjaldvagni stolið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis í höfuðborginni. Segir í tilkynningu frá lögreglu að vagninn hafi fundist skömmu síðar en ekki liggi fyrir hvort vagninn hafi skemmst við flutningana. Innlent 13.9.2006 13:28 Böðvar nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra Böðvar Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra og tekur hann við starfinu síðar í þessum mánuði. Böðvar leysir Ármann Kr. Ólafsson af hólmi en Ármann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra í ellefu ár, fyrst hjá Halldóri Blöndal samgönguráðherra og síðan hjá Árna Mathiesen í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti. Innlent 13.9.2006 12:59 Mengunarslys við Hólmsá Mengunarslys varð við Hólmsá á tólfta tímanum í morgun, skammt frá vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Glussaslanga á vinnuvél virðist hafa rofnað með þeim afleiðingum að tugir ef ekki hundrað lítrar af glussa láku í jarðveginn. Slökkvilið var sent á vettvang vinnur nú að því að moka upp jarðveginum enda hætta á að glussinn spilli vatnsbólum Reykjavíkur. Innlent 13.9.2006 12:48 TM boðar til hluthafafundar Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) hefur ákveðið að boða til hluthafafundar þann 26. september næstkomandi til að fjalla um tillögu stjórnar TM um útgáfu nýrra hluta í félaginu. Viðskipti innlent 13.9.2006 11:45 Má nota fjór- og sexhjól við hreindýraveiðar Hreindýraleiðsögumaður var í fyrradag sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Innlent 13.9.2006 08:48 Atvinnuleysi minnkar 1.948 mann voru á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði en það jafngildir 1,2 prósenta atvinnuleysi, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er minna atvinnuleysi en gert var ráð fyrir. Viðskipti innlent 13.9.2006 11:32 Atlantsolía lækkar bensínverð Forráðamenn Atlantsolíu hafa ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og kostar hann nú 121 krónu og 60 aura og 120 krónur og sextíu aura fyrir dælulyklahafa. Bensín hefur nú lækkað um tæpar 10 krónur síðan um miðjan júlí eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Innlent 13.9.2006 10:09 Flaggað í hálfa stöng í Bankastræti Þeir sem leið áttu um Bankastrætið í morgunsárið hafa líklega tekið eftir breytingu í umhverfinu. Tólf bleikum fánum var nefnilega flaggað í hálfa stöng í ljósastaurum við götuna. Innlent 13.9.2006 10:05 Viðskiptahalli 161 milljarður á síðasta ári Viðskiptahalli síðasta árs reyndist 161 milljarður króna samkvæmt nýjum bráðabrigðatölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að landsframleiðsla á árinu 2005 hafi verið 1.012 milljarðar og aukist um 7,5 prósent að raungildi frá fyrra ári. Innlent 13.9.2006 10:39 Ferðataska full af fötum Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í gærkvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. Innlent 13.9.2006 08:44 Ákveður fyrirkomulag framboðsmála í Kraganum Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi heldur í kvöld aðalfund þar sem ákveðið verður hvernig valið verði á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Fyrir fundinn verður lögð tillaga frá stjórn kjördæmisráðsins sem gerir ráð fyrir svokölluðu flokksvali, það er að segja prófkjöri sem aðeins verður opið flokksmönnum. Innlent 13.9.2006 10:02 Landsframleiðsla jókst umfram áætlanir Landsframleiðsla jókst að raungildi um 7,5 prósent á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu. Í áætlun frá því í mars var gert ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti. Skýrist munurinn einkum af tekjum í útfluttri þjónustu en þær reyndust tæpum 10 milljörðum krónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskipti innlent 13.9.2006 09:39 Innflutningur á selskinnum inna EBS verði bannaður Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna. Innlent 13.9.2006 08:39 Fundað vegna öldu umferðarslysa Félagasamtök, ráðuneyti og stofnanir efna til borgarafunda samtímis á sjö stöðum á landinu á morgun klukkan 17.15 undir yfirskriftinni „Nú segjum við stopp!" Tilefni fundanna er sú alda umferðarslysa sem skollið hefur á landsmönnum að undanförnu. Innlent 13.9.2006 09:26 Fluttur á slysadeild Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Innlent 13.9.2006 08:31 Þyrla sótti slasaðan hestamann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en hann var fluttur á gæsludeild Landspítalans. Innlent 13.9.2006 07:43 Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 11,6 milljarða Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 11,6 milljarða króna í ágústmánuði og dregst heldur saman frá því í júlí, þegar vöruskiptahallinn var rúmir 19 milljarðar. Eldsneytisinnflutningur dregst þónokkuð saman frá fyrra mánuði, en sá innflutningur er afar sveiflukenndur. Innlent 13.9.2006 07:28 Lögregla fann stóra ferðatösku Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í kvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. Ekki er ljóst hvort eigandanum hafi verið hent á dyr og töskunni á eftir honum en ef einhver saknar fata sinna þá getur sá hinn sami haft samband við lögregluna í Kópavogi. Innlent 12.9.2006 22:31 Hreindýraleiðsögumaður sýknaður í Héraðsdómi Austurlands Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Innlent 12.9.2006 22:07 Úrskurðaður í gæsluvarðhald Annar mannanna tveggja, sem réðust að öryggisverði og starfsmanni Select í Fellahverfi aðfaranótt sunnudags, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til föstudags. Hann hefur játað aðild sína í málinu en hann stakk öryggisvörðinn í bakið. Hinn maðurinn var látinn laus í dag eftir að yfirheyrslum lauk. Innlent 12.9.2006 19:08 Vilja breyta lögum ef þörf er á Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Innlent 12.9.2006 18:48 Segir starf matvælanefndar hafa klúðrast Þingmaður Samfylkingarinnar segir skýrslu formanns matvælanefndar, um hvernig lækka eigi matvælaverð, staðfesta það sem áður hefur komið fram í skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskólans. Landbúnaðarráðherra finnst hugmyndirnar fáránlegar og segir starf matvælanefndarinnar hafa klúðrast. Innlent 12.9.2006 17:54 Hefur trú á sínum manni Eyrún Huld Haraldsdóttir, kona Magna Ásgeirsonar, hefur fulla trú á sínum manni og telur að hann standi uppi sem sigurvegari í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova. Hún er þakklát íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn. Innlent 12.9.2006 18:04 Fiskur í fyrirrúmi á hátíðinni Fiskirí Matarhátíð tileinkuð fiski og öðru sjávarfangi verður haldin hátíðleg um næstu helgi. Það er sjávarútvegsráðuneytið og Klúbbur matreiðslumeistara sem standa að hátíðinni sem hlotið hefur nafnið Fiskirí. Innlent 12.9.2006 17:54 Fundað vegna forvals Vinstri - grænna á höfuðborgarsvæðinu Vinstri - grænir halda í kvöld kynningarfund fyrir félagsmenn vegna forvals fyrir komandi alþingiskosningar. Þar verða tillögur uppstillingarnefndar kynntar en þær gera ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir forvali fyrir félagsmenn þann 11. nóvember næstkomandi og að framboðsfrestur sé til 27. október. Innlent 12.9.2006 17:24 Ásta sækist eftir þriðja sætinu Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Stjórn fulltrúaráðs flokksins hefur lagt til að prófkjör fari fram 27. og 28. október en það er í höndum fulltrúaráðsfundar að taka endanlega ákvörðun um það. Innlent 12.9.2006 17:17 Vésteinn Ólason forstöðumaður nýrrar stofnunar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Véstein Ólason í embætti forstöðumanns nýrrar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til 1. mars 2009, frá 12. september 2006 að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. Innlent 12.9.2006 17:04 Getur vitjað hassmola á lögreglustöð Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast um helgina við að aðstoða fólk vegna ölvunarástands þess og vegna annarra atvika. Fram kemur á vef hennar að eitt fíkniefnamál hafi komið en einhver lánsamur fíkniefnaneytandi, eins og það er orðað, hafi gleymt hassmola sínum á borði inni á veitingastaðnum Lundanum. Innlent 12.9.2006 16:11 « ‹ 250 251 252 253 254 255 256 257 258 … 334 ›
Ofsaakstur ógnar börnum á leið í skóla Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. Innlent 13.9.2006 13:41
Þrjú tonn af jarðvegi hreinsuð upp vegna olíuleka Betur fór en á horfðist þegar á bilinu 100 til 150 lítrar af olíu láku úr vinnuvél sem var á ferðinni á Suðurlandsvegi við Hólmsá laust fyrir hádegi í dag. Olíuleiðsla í vélinni gaf sig en ekki liggur fyrir hvers vegna. Innlent 13.9.2006 13:55
Tjaldvagni stolið í gær Nokkuð var um þjófnaði í borginni í gær og var meðal annars tjaldvagni stolið fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækis í höfuðborginni. Segir í tilkynningu frá lögreglu að vagninn hafi fundist skömmu síðar en ekki liggi fyrir hvort vagninn hafi skemmst við flutningana. Innlent 13.9.2006 13:28
Böðvar nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra Böðvar Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Árna Mathiesen fjármálaráðherra og tekur hann við starfinu síðar í þessum mánuði. Böðvar leysir Ármann Kr. Ólafsson af hólmi en Ármann hefur gegnt starfi aðstoðarmanns ráðherra í ellefu ár, fyrst hjá Halldóri Blöndal samgönguráðherra og síðan hjá Árna Mathiesen í sjávarútvegs- og fjármálaráðuneyti. Innlent 13.9.2006 12:59
Mengunarslys við Hólmsá Mengunarslys varð við Hólmsá á tólfta tímanum í morgun, skammt frá vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Glussaslanga á vinnuvél virðist hafa rofnað með þeim afleiðingum að tugir ef ekki hundrað lítrar af glussa láku í jarðveginn. Slökkvilið var sent á vettvang vinnur nú að því að moka upp jarðveginum enda hætta á að glussinn spilli vatnsbólum Reykjavíkur. Innlent 13.9.2006 12:48
TM boðar til hluthafafundar Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) hefur ákveðið að boða til hluthafafundar þann 26. september næstkomandi til að fjalla um tillögu stjórnar TM um útgáfu nýrra hluta í félaginu. Viðskipti innlent 13.9.2006 11:45
Má nota fjór- og sexhjól við hreindýraveiðar Hreindýraleiðsögumaður var í fyrradag sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Innlent 13.9.2006 08:48
Atvinnuleysi minnkar 1.948 mann voru á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði en það jafngildir 1,2 prósenta atvinnuleysi, að því er fram kemur í nýbirtum tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er minna atvinnuleysi en gert var ráð fyrir. Viðskipti innlent 13.9.2006 11:32
Atlantsolía lækkar bensínverð Forráðamenn Atlantsolíu hafa ákveðið að lækka verð á bensínlítranum um eina krónu og kostar hann nú 121 krónu og 60 aura og 120 krónur og sextíu aura fyrir dælulyklahafa. Bensín hefur nú lækkað um tæpar 10 krónur síðan um miðjan júlí eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Innlent 13.9.2006 10:09
Flaggað í hálfa stöng í Bankastræti Þeir sem leið áttu um Bankastrætið í morgunsárið hafa líklega tekið eftir breytingu í umhverfinu. Tólf bleikum fánum var nefnilega flaggað í hálfa stöng í ljósastaurum við götuna. Innlent 13.9.2006 10:05
Viðskiptahalli 161 milljarður á síðasta ári Viðskiptahalli síðasta árs reyndist 161 milljarður króna samkvæmt nýjum bráðabrigðatölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að landsframleiðsla á árinu 2005 hafi verið 1.012 milljarðar og aukist um 7,5 prósent að raungildi frá fyrra ári. Innlent 13.9.2006 10:39
Ferðataska full af fötum Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í gærkvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. Innlent 13.9.2006 08:44
Ákveður fyrirkomulag framboðsmála í Kraganum Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi heldur í kvöld aðalfund þar sem ákveðið verður hvernig valið verði á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Fyrir fundinn verður lögð tillaga frá stjórn kjördæmisráðsins sem gerir ráð fyrir svokölluðu flokksvali, það er að segja prófkjöri sem aðeins verður opið flokksmönnum. Innlent 13.9.2006 10:02
Landsframleiðsla jókst umfram áætlanir Landsframleiðsla jókst að raungildi um 7,5 prósent á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu. Í áætlun frá því í mars var gert ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti. Skýrist munurinn einkum af tekjum í útfluttri þjónustu en þær reyndust tæpum 10 milljörðum krónum meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Viðskipti innlent 13.9.2006 09:39
Innflutningur á selskinnum inna EBS verði bannaður Ályktunartillaga um að banna innflutning á selskinnum verður á næstunni lögð fram hjá Evrópusambandinu. Áralöng barátta dýraverndarsamtaka er þar að skila árangri, en hún hefur einkum beinst gegn selveiðum Kanadamanna. Innlent 13.9.2006 08:39
Fundað vegna öldu umferðarslysa Félagasamtök, ráðuneyti og stofnanir efna til borgarafunda samtímis á sjö stöðum á landinu á morgun klukkan 17.15 undir yfirskriftinni „Nú segjum við stopp!" Tilefni fundanna er sú alda umferðarslysa sem skollið hefur á landsmönnum að undanförnu. Innlent 13.9.2006 09:26
Fluttur á slysadeild Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Innlent 13.9.2006 08:31
Þyrla sótti slasaðan hestamann Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann sem dottið hafði af hestbaki við Gljúfurleiti, nærri Sultartangalóni, um sjöleytið í gærkvöld. Maðurinn meiddist á höfði en ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en hann var fluttur á gæsludeild Landspítalans. Innlent 13.9.2006 07:43
Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 11,6 milljarða Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 11,6 milljarða króna í ágústmánuði og dregst heldur saman frá því í júlí, þegar vöruskiptahallinn var rúmir 19 milljarðar. Eldsneytisinnflutningur dregst þónokkuð saman frá fyrra mánuði, en sá innflutningur er afar sveiflukenndur. Innlent 13.9.2006 07:28
Lögregla fann stóra ferðatösku Lögreglan í Kópavogi fann stóra ferðatösku á göngustíg í Fögrubrekkunni í kvöld. Í töskunni voru smókingföt og annar fatnaður, allt snyrtilega saman brotið. Enn er allt á huldu með eiganda töskunnar og fatnaðarins. Ekki er ljóst hvort eigandanum hafi verið hent á dyr og töskunni á eftir honum en ef einhver saknar fata sinna þá getur sá hinn sami haft samband við lögregluna í Kópavogi. Innlent 12.9.2006 22:31
Hreindýraleiðsögumaður sýknaður í Héraðsdómi Austurlands Hreindýraleiðsögumaður var í gær sýknaður í Héraðsdómi Austurlands af ákæru um ólöglega notkun fjórhjóls við veiðar. Þar með verður leiðsögumönnum á hreindýraveiðum framvegis heimilt að nota fjór- og sexhjól til að sækja felld dýr samkvæmt dómnum. Innlent 12.9.2006 22:07
Úrskurðaður í gæsluvarðhald Annar mannanna tveggja, sem réðust að öryggisverði og starfsmanni Select í Fellahverfi aðfaranótt sunnudags, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðahald til föstudags. Hann hefur játað aðild sína í málinu en hann stakk öryggisvörðinn í bakið. Hinn maðurinn var látinn laus í dag eftir að yfirheyrslum lauk. Innlent 12.9.2006 19:08
Vilja breyta lögum ef þörf er á Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi. Innlent 12.9.2006 18:48
Segir starf matvælanefndar hafa klúðrast Þingmaður Samfylkingarinnar segir skýrslu formanns matvælanefndar, um hvernig lækka eigi matvælaverð, staðfesta það sem áður hefur komið fram í skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskólans. Landbúnaðarráðherra finnst hugmyndirnar fáránlegar og segir starf matvælanefndarinnar hafa klúðrast. Innlent 12.9.2006 17:54
Hefur trú á sínum manni Eyrún Huld Haraldsdóttir, kona Magna Ásgeirsonar, hefur fulla trú á sínum manni og telur að hann standi uppi sem sigurvegari í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova. Hún er þakklát íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn. Innlent 12.9.2006 18:04
Fiskur í fyrirrúmi á hátíðinni Fiskirí Matarhátíð tileinkuð fiski og öðru sjávarfangi verður haldin hátíðleg um næstu helgi. Það er sjávarútvegsráðuneytið og Klúbbur matreiðslumeistara sem standa að hátíðinni sem hlotið hefur nafnið Fiskirí. Innlent 12.9.2006 17:54
Fundað vegna forvals Vinstri - grænna á höfuðborgarsvæðinu Vinstri - grænir halda í kvöld kynningarfund fyrir félagsmenn vegna forvals fyrir komandi alþingiskosningar. Þar verða tillögur uppstillingarnefndar kynntar en þær gera ráð fyrir sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir forvali fyrir félagsmenn þann 11. nóvember næstkomandi og að framboðsfrestur sé til 27. október. Innlent 12.9.2006 17:24
Ásta sækist eftir þriðja sætinu Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir þriðja sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Stjórn fulltrúaráðs flokksins hefur lagt til að prófkjör fari fram 27. og 28. október en það er í höndum fulltrúaráðsfundar að taka endanlega ákvörðun um það. Innlent 12.9.2006 17:17
Vésteinn Ólason forstöðumaður nýrrar stofnunar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Véstein Ólason í embætti forstöðumanns nýrrar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til 1. mars 2009, frá 12. september 2006 að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. Innlent 12.9.2006 17:04
Getur vitjað hassmola á lögreglustöð Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmsu að snúast um helgina við að aðstoða fólk vegna ölvunarástands þess og vegna annarra atvika. Fram kemur á vef hennar að eitt fíkniefnamál hafi komið en einhver lánsamur fíkniefnaneytandi, eins og það er orðað, hafi gleymt hassmola sínum á borði inni á veitingastaðnum Lundanum. Innlent 12.9.2006 16:11