Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Sementsskortur á landinu sem gæti komið byggingaiðnaðinum illa
Sementsskortur er yfirvofandi á landinu, sem valdið hefur steypuframleiðendum verulegum vandræðum. Framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar segir að fyrirtækið geti nú aðeins þjónustað helming viðskiptavina sinna og gæti skorturinn haft veruleg áhrif á byggingariðnað á landinu.

Stytting á sóttkví grunnskólabarna til skoðunar
Til skoðunar er að stytta sóttkví grunnskólabarna og gætu nýjar tillögur legið fyrir í lok vikunnar. Mennta- og menningarmálaráðherra ræddi stöðuna á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Síbrotamaður sem rauf einangrun áfram í varðhaldi
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður rauf einangrun vegna Covid-19 og sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Alls er lögregla með sautján mál tengd manninum til rannsóknar.

Þórólfur: Mögulegt að endurskoða þurfi afléttingar
Áttatíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Sóttvarnalæknir telur mögulegt að endurskoða þurfi áætlanir um afléttingar.

Smituðum fjölgar í hópsmiti á hjartaskurðdeild
Sex manna hópsmit er komið upp á hjartaskurðdeild Landspítalans. Þar af er einn starfsmaður smitaður. Þessi atburðarás skapar töluvert álag á starfsemi sjúkrahússins en hjartalæknir segir ógerning að koma alveg í veg fyrir að veiran berist inn fyrir dyrnar.

Áttatíu greindust með Covid-19 í gær
Áttaíu greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 32 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 40 prósent. 48 voru utan sóttkvíar, eða 60 prósent.

Aldrei fleiri greinst á einum degi í Færeyjum
Kórónuveirufaraldurinn er í uppsveiflu í Færeyjum um þessar mundir og í fyrradag smituðust 99 í eyjunum, sem er metfjöldi hingað til. Daginn áður greindust 78.

Stærstu samtök lögreglumanna í New York mótmæla bólusetningarkvöðinni
Stærstu samtök lögreglumanna í New York hafa lagt fram kæru þar sem þeir krefjast þess að dómstólar heimili lögreglumönnum að halda vinnunni þótt þeir kjósi að afþakka bólusetningu gegn Covid-19.

Sérfræðingar pirraðir út í óbólusettan Kimmich
Joshua Kimmich, miðjumaður Þýskalandsmeistara Bayern München og þýska landsliðsins, viðurkenndi á dögunum að hann væri óbólusettur. Hann hefur fengið skammir í hattinn frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi sem og fyrrum landsliðsmanni Þýskalands.

Fjórir sjúklingar á Landspítala greinst með Covid-19 í dag
Fjórir sjúklingar á Landspítalanum hafa greinst með Covid-19 í dag. Allir þeirra eru inniliggjandi á hjarta-, lungna- og augnskurðdeildinni 12G.

Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“
Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið.

Vill borga óbólusettum löggum fyrir að flytja til Flórída
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, ætlar að greiða óbólusettum lögregluþjónum fimm þúsund dali fyrir að flytja til ríkisins og starfa þar. Hann segir vöntun á lögreglunum og segir að betur verði komið fram við þá en annars staðar þar sem lögregluþjónum er gert að fara í bólusetningu við Covid-19.

Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi
Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent.

214 greindust smitaðir um helgina
Alls greindust 214 innanlands í einkennasýnatökum eða sóttkvíar- og handahófsskimunum síðustu þrjá sólarhringa. 113 þeirra sem greindust innanlands síðustu þrjá daga voru í sóttkví við greiningu, eða 52,8 prósent. 101 voru utan sóttkvíar, eða 47,2 prósent.

Sjö starfsmenn lögreglunnar í einangrun og tíu í sóttkví
Sjö starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru í einangrun og tíu í sóttkví vegna Covid-19. Verið er að skima fyrir kórónuveirunni innan lögreglunnar og fara um tvö hundruð starfsmenn í skimun.

Flestir létust úr æxli eða blóðrásarsjúkdómum
Blóðrásarsjúkdómar eða æxli voru algengustu dánarorsakir Íslendinga á síðasta áratug. Dánartíðni af þessum orsökum hefur þó dregist töluvert saman frá aldamótum.

Bandaríkjamenn hyggjast fullbólusetja fimm til ellefu ára börn fyrir jól
Yfirvöld í Bandaríkjunum hyggjast hefja bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára í næsta mánuði. Anthony Fauci, sem fer fyrir sóttvörnum vestanhafs, segir stefnt að því að hópurinn verði búinn að fá einn skammt fyrir þakkagjörðarhátíðina og verði fullbólusettur fyrir jól.

Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu
Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný.

Stökk á svið með nokkurra daga fyrirvara í stað leikara sem lenti í sóttkví
Leikhúsfólk fagnar þessa dagana þar sem gestir þurfa ekki lengur að bera grímu og slakað hefur verið á samkomutakmörkunum, en á fimmtudaginn var sýnt fyrir fullum sal, án grímu, í fyrsta sinn síðan í mars 2020.

Segja bóluefni Pfizer virka vel á börn
FDA, matvæla- og lyfjaeftirlit, Bandaríkjanna segja að bóluefni Pfizer gegn Covid-19 virðist virka vel í að koma í veg fyrir einkenni hjá börnum á grunnskólaaldri.

Lyfjastofnun borist 4.144 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir bóluefna
Embætti landlæknis hefur sent Lyfjastofnun fjölmargar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefna. Tilkynningarnar varða allar einstaklinga sem hafa verið bólusettir, en síðar greinst með Covid-19 smit. Skráning tilkynninganna stendur nú yfir.

Telja Delta-plús meira smitandi en ekki valda alvarlegri veikindum
Stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar er mögulega talið geta smitast greiðlegar en fyrri afbrigði. Ekkert hefur þó komið fram um að það valdi alvarlegri veikindum en Delta-afbrigðið, sem riðið hefur yfir heimsbyggðina á síðustu mánuðum.

66 greindust innanlands í gær
66 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 24 þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. 42 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent.

Sjötíu send heim vegna smits í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni
Senda þurfti sjötíu nemendur í níunda bekk grunnskóla heim úr Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni í gær eftir að nemandi í búðunum greindist með Covid-19.

Telja að veiran hafi banað á annað hundrað þúsund heilbrigðisstarfsmönnum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, telur að kórónuveiran gæti hafa dregið allt frá 80 þúsund til 180 þúsund heilbrigðisstarfsmenn til bana frá upphafi faraldursins.

Dregið úr sértækum stuðningi og færri nýta sér úrræðin
Dregið hefur úr sértækum stuðningi ríkissjóðs við rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru samhliða efnahagsbata að undanförnu.

Skólastjórar í næturvinnu við að rekja smit
Umfangsmiklar smitrakningar í grunnskólum valda álagi á stjórnendur skólanna sem þurfa að sjá um rakninguna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ekki ganga að að verkefnið sé á herðum skólastjórnenda þar sem þeir séu í fullri vinnu fyrir.

44 greindust með kórónuveiruna í gær
44 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær.

Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar
Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu.

Vinnustöðum í Rússlandi verði lokað í viku vegna veirunnar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur samþykkt tillögu rússnesku ríkisstjórnarinnar um að loka öllum vinnustöðum landsins fyrstu vikuna í nóvember til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu.