Körfubolti

Fréttamynd

Rockets marði Lakers

Houston Rockets bar sigurorð af Los Angeles Lakers, 103-102, í NBA-körfuboltanum í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Keflavík veikt á vítalínunni

Íslandsmeistarar Keflavíkur eru á góðri siglingu í úrvalsdeildinni í körfuknattleik og trjóna á toppi deildarinnar. Þrátt fyrir að vera í kunnuglegri stöðu í deildinni hefur vítanýting liðsins verið afleit það sem af er ári og var liðið nýverið á botni deildarinnar í vítanýtingu. Í Keflavík er hefð fyrir góðri vítahittni eins og öðru og því þykir sæta tíðindum að liðinu gangi illa á þessu sviði leiksins.

Sport
Fréttamynd

Fjölnir ætla að fylla Höllina

Fjölnismenn sætta sig ekki við neitt annað en að Laugardalshöllin verði full út úr dyrum á úrslitaleiknum í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar sem fram fer næsta sunnudag en þetta er fyrsti úrslitaleikurinn í sögu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Bandarísk systkini hjá Haukunum

Demetric Shaw er kominn til reynslu hjá Intersportliði Hauka í körfuboltanum en slæmt gengi Haukanna (2 sigrar í síðustu 9 leikjum) hefur dregið liðið alla leið niður í harða fallbaráttu.

Sport
Fréttamynd

LeBron James enn í ham

Nýstirnið LeBron James heldur áfram að heilla körfuboltaunnendur um allan heim. Hann skoraði 30 stig fyrir Cleveland Cavaliers sem skellti Orlando Magic 101-92 í NBA-deildinni í nótt. Miami sigraði Chicago Bulls 108-97 og þar skoraði Shaquille O´Neal 26 stig fyrir Miami og hirti 10 fráköst en Dwayne Eade skoraði 25.

Sport
Fréttamynd

Stærsta endurkoma í sögu Toronto

Liðsmenn Toronto Raptors skrifuðu nýjan kafla í sögu félagsins í nótt er þeir komu til baka eftir að hafa verið 22 stigum undir gegn Washington Wizards og unnu, 103-100. Kaflaskil urðu í leiknum þegar bakvörður Wizards, Gilbert Arenas, var útilokaður frá leiknum í þriðja leikhluta, en hann var þá búinn að skora 21 stig.

Sport
Fréttamynd

Kæru Jóns Arnars vísað frá

Dómstóll KKÍ hefur vísað frá kæru Jóns Arnars Ingvarssonar, þjálfara Breiðabliks, á hendur aganefnd KKÍ og Kristni Óskarssyni körfuknattleiksdómara. Kæran er tilkomin vegna kæru Kristins á hendur Jóni Arnari til aganefndar og úrskurðar aganefndar í kjölfarið en Kristinn sagði í skýrslu eftir leik Njarðvíkur og Breiðabliks í bikarkeppni KKÍ að Jón Arnar hefði látið frá sér fara „ærumeiðandi ummæli“.

Sport
Fréttamynd

Ming efstur í kosningu NBA

Byrjunarlið NBA-stjörnuleiksins voru tilkynnt í fyrradag. Fyrir hönd vesturdeildarinnar verða bakverðirnir Kobe Bryant og Tracy McGrady, framherjarnir Kevin Garnett og Tim Duncan, og miðherjinn Yao Ming.

Sport
Fréttamynd

Rockets unnu Philadelphia

Tracy McGrady skroaði 34 stig fyrir Houston Rockets sem sigruðu Philadelphia 76ers 118-85. Allen Iverson skoraði 28 stig fyrir Philadephia. Á meðal annarra úrslita má nefna að Boston skellti New Jersey 110-89, Dallas sigraði New Orleans 90-82 og Sacramento bar sigurorð af Golden State með 111 stigum gegn 107 í framlengdnum leik.

Sport
Fréttamynd

Jackson aftur í bann

Stephen Jackson, framherji Indiana Pacers í NBA-körfuboltanum, var dæmdur í eins leiks bann fyrir að kýta við dómara í leik gegn Toronto Raptors.

Sport
Fréttamynd

Þriðji tapleikur Keflavíkurkvenna

ÍS sigraði Keflavík með 64 stigum gegn 48 í 1. deild kvenna í körfubolta. Þetta var þriðji tapleikur Íslandsmeistara Keflavíkur í röð, eða eftir að Reshea Bristol yfirgaf liðið. Í gær var ljóst að hún kemur ekki aftur til Keflvíkur og því leitar liðið að nýjum bandarískum leikmanni.

Sport
Fréttamynd

Bristol ekki til Keflavíkur

Nú er ljóst að Reshea Bristol mun ekki koma og spila með Keflavík í 1. deild kvenna í körfubolta eins og vonast var eftir.

Sport
Fréttamynd

ÍS sigraði Keflavík

Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík tapaði enn og aftur, nú fyrir ÍS, lokatölur 64-48. Keflavík er þó enn efst með 24 stig, en ÍS eru í þriðja sæti með 18.

Sport
Fréttamynd

Rudy T að hætta hjá Lakers?

Fregnir herma að Rudy Tomjanovich, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, ætli að hætta að þjálfa liðið vegna hrakandi heilsufars.

Sport
Fréttamynd

Bristol á leið "heim"?

Ágætis líkur eru á að Reshea Bristol, sem lék með meistaraflokki kvenna í Keflavík fyrri lungan úr tímabilinu í 1. deild kvenna, muni snúa aftur til Keflavíkur.

Sport
Fréttamynd

Spurs með besta vinningshlutfallið

San Antonio Spurs er komið með besta vinningshlutfallið á nýjan leik í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir góðan sigur á Seattle, 103-84, í gærkvöldi. Manu Ginobili skoraði 23 stig og Tim Duncan 21 fyrir Spurs. San Antonio hefur unnið 37 leiki en aðeins tapað tíu en keppinautarnir í  Phoenix léku ekki í gær.

Sport
Fréttamynd

Barker hættir hjá Grindavík

Bakvörðurinn Taron Barker, sem hefur leikið með karlaliði Grindavíkur í körfuknattleik, hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Grindavík er í áttunda sæti Intersport-deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

KR lagði Keflavík óvænt

Keflavík tapaði öðrum leik sínum í röð í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. KR, sem var í langneðsta sæti með tvö stig, lagði Keflavík að velli með sjö stiga mun, 77-70. Í hinum leik kvöldsins bar Grindavík sigurorð af ÍS 42-30.

Sport
Fréttamynd

Waller sendur aftur til sín heima

Haukar hafa rekið John Waller, annan bandaríska leikmann liðsins, í Intersportdeildinni í körfubolta og leita nú að nýjum leikmanni í hans stað en liðið er komið niður í harða fallbaráttu og mætir næst Keflavík á Ásvöllum á sunnudaginn.

Sport
Fréttamynd

KR sigraði Keflavík

Tveir leikir fóru fram í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. KR stúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu efsta liðið Keflavík, í Keflavík, 77-70.

Sport
Fréttamynd

Efstu liðin unnu í gær

Sextánda umferðin í Intersport-deildinni í körfuknattleik var leikin í gærkvöldi. Fjölnir lagði Grindavík að velli á útivelli 102-98. Jeb Ivey skoraði 35 stig fyrir Fjölni en Darrel Lewis var atkvæðamestur heimamanna og skoraði 27 stig. Njarðvík marði sigur á Hamri/Selfoss með 79-78 þar sem Brenton Birmingham skoraði 27 stig fyrir Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

Rekinn eftir aðeins sex leiki

Grindvíkingar hafa sagt upp samningi sínum við bandaríska bakvörðinn Taron Barker sem kom til liðsins um áramótin eftir að Darrel Lewis fékk íslenskan ríkisborgararétt.

Sport
Fréttamynd

Miami sigraði í risaslagnum

Miami lagði Houston að velli 104-95 í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Dwayne Wade var atkvæðamestur Miami-manna og skoraði 30 stig, tók átta fráköst og átti sex stoðsendingar. Þá bar Phoenix sigurorð af Toronto 123-105. Steve Nash skoraði 19 stig og átti 12 stoðsendingar fyrir Phoenix en sérfræðingar vestra telja Nash líklegan til að verða valinn besti leikmaður deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Heil umferð í Intersport deildinni

15. umferð Intersport deildarinnar í körfubolta karla verður leikin í kvöld en þá fara fram 6 leikir. Topplið Keflavíkur með 22 stig, sem reyndar á einn leik til góða gegn Haukum á önnur lið í deildnni, heimsækir ÍR í kvöld en Breiðhyltingar eru í 6. sæti með 18 stig.

Sport
Fréttamynd

Rose látin fara

Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að segja upp samningnum við Latoya Rose hjá kvennaliði Keflvíkinga sem kom í stað Reshea Bristol í síðustu viku.

Sport