Verið að fara fram á rannsókn, ekki þöggun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. september 2024 10:36 Hödd Vilhjálmsdóttir er talskona fjölskyldu Sólons Guðmundssonar. „Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður fjölskyldu Sólons Guðmundssonar flugmanns. Fjölskyldan sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvernig andlát Sólons bar að. Sólon svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn Haddar verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Hann sem sagt starfaði sem flugmaður hjá Icelandair og hann leggur fram eineltiskvörtun til mannauðsdeildar Icelandair, þar sem hann upplifir sig vera lagðan í einelti af tveimur samstarfskonum sínum,“ sagði Hödd í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Að sögn Haddar hafði Sólon átt í stuttu sambandi við aðra konuna og að svo virðist sem málið hafi verið „slegið út af borðinu“ þegar konan greindi frá því að hafa upplifað að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Sólons. Eineltið hafi falist í sögusögnum „Það var sem sagt niðurstaðan að hún upplifir að hún hafi orðið fyrir ofbeldi þannig að hún megi tjá sig; það væri ekki hægt að stoppa hana frá því að tjá sig um sína upplifun,“ útskýrir Hödd. Hödd segir eineltið sem Sólon upplifði hafa falist í sögusögnum um hann og að hann hafi verið kallaður ofbeldismaður, bæði innan veggja Icelandair og utan. Eftir að eineltismálinu hafi verið lokað hafi sögurnar versnað og Sólon að lokum kallaður á fund í ágúst þar sem hann hafi verið þvingaður til að segja upp. Hann hafi hins vegar aldrei fengið neinar upplýsingar um hvað hann var sakaður um. „Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ segir Hödd um foreldra Sólons, sem hafi ekki þekkt son sinn af öðru en að líða vel. Það sé lögreglunnar að ákveða hvort hún taki málið til rannsóknar en ef hún ákveði að gera það ekki fái fjölskyldan líklegast engin svör. Icelandair sagði í svari við fyrirspurn fréttastofu fyrir helgi að hugur fyrirtækisins væri hjá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum Sólons. Fyrirtækið gæti lögum samkvæmt ekki gefið neinar upplýsingar tengdar málinu. Fari málið í þar til gerðan farveg hjá lögreglu muni fyrirtækið að sjálfsögðu aðstoða eftir því sem unnt sé. „Ekkert rétt“ við fund Sólons með mannauðsdeildinni Spurð að því hvað Icelandair hefði átt að gera öðruvísi segir Hödd: „Sko, hann kemur inn með þessa eineltiskvörtun til mannauðdeildarinnar... hann einhvern veginn fer útaf þeim fundi sem hálfgerður sökudólgur. Hann þurfti að fara að berja af sér einhverjar ásakanir um að hann væri vondur við konur og annað. Icelandair er ekki réttarríki innan réttarríkis, eða dómstóll eða neitt slíkt. Og þeim bar auðvitað að koma fram við hann eins og manneskju. Og það virðist ekki hafa verið gert í þessu máli.“ Þar sem Sólon upplifði sig óöruggan í málinu hefði hann tekið fundinn með mannauðsdeildinni. „Ég hef hlustað á upptökur af fundi sem hann átti með mannauðsdeild Icelandair, tvær og hálfa klukkustund, þar sem honum eru kynntar niðurstöðurnar. Og ég verð nú bara að segja að það var ekkert rétt á þeim fundi, eða við þann fund,“ segir Hödd. Hvernig þá? „Hvernig mannauðsfulltrúarnir tala til hans, það er í raun eins og þeir... Það er í raun bara sagt við hann af hverju trúa þeim allir ef þær hafa ekkert fyrir sér í þessu? Það er eiginlega bara sagt við hann á þessum fundi að hann sé bara... já, sökudólgur.“ Vilja bara fá að vita af hverju svona fór Hödd ítrekar að þegar Sólon lagði fram kvörtunina um einelti hefðu engar kvartanir verið lagðar fram gegn honum og að hvorki hann né fjölskylda hans hafi haft nokkra vitneskju um hvað meintar ásakanir eigi að hafa falið í sér. Það er upplifun Haddar, sem hefur sjálf fengið ljót skilaboð eftir að hafa tjáð sig um málið á Facebook, að MeToo-hreyfingin sé komin of langt. „Mér finnnst þetta orðið svolítið mikið þannig að það eru konur á móti mönnum og menn á móti konum. Og ég held að við náum engu jafnvægi í neinni umræðu ef við nálgumst allt svona,“ segir hún. Hún leggur áherslu á að engin þöggun eigi sér stað, eins og oft sé kvartað yfir. Þvert á móti vilji fjölskyldan fá sannleikann upp á yfirborðið. „Eins og nú er verið að óska eftir lögreglurannsókn, það er ekki verið að fara fram á þöggun eða neitt slíkt, og er það ekki bara eðlilegasta ferlið í svona máli? Það er maður látinn, það er bara staðreynd því miður, og við búum í réttarríki,“ segir Hödd. Undanfarnar vikur hafi verið afar erfiðar fyrir fjölskylduna. „Þetta er mikið að takast á við þegar það er verið að syrgja líka. En þau vilja komast til botns í þessu máli. Þeim er alveg ljóst að kannski kemur eitthvað neikvætt úr því, hvernig sem það er. Þau vilja bara fá að vita af hverju svo fór sem fór,“ segir Hödd. Hún segir engin viðbrögð hafa borist fjölskyldunni frá Icelandair vegna málsins. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Bítið Icelandair MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Sólon svipti sig lífi 25. ágúst síðastliðinn. Nokkru áður hafði hann að sögn Haddar verið neyddur til að segja upp störfum sem flugmaður hjá Icelandair. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. „Hann sem sagt starfaði sem flugmaður hjá Icelandair og hann leggur fram eineltiskvörtun til mannauðsdeildar Icelandair, þar sem hann upplifir sig vera lagðan í einelti af tveimur samstarfskonum sínum,“ sagði Hödd í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun. Að sögn Haddar hafði Sólon átt í stuttu sambandi við aðra konuna og að svo virðist sem málið hafi verið „slegið út af borðinu“ þegar konan greindi frá því að hafa upplifað að hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu Sólons. Eineltið hafi falist í sögusögnum „Það var sem sagt niðurstaðan að hún upplifir að hún hafi orðið fyrir ofbeldi þannig að hún megi tjá sig; það væri ekki hægt að stoppa hana frá því að tjá sig um sína upplifun,“ útskýrir Hödd. Hödd segir eineltið sem Sólon upplifði hafa falist í sögusögnum um hann og að hann hafi verið kallaður ofbeldismaður, bæði innan veggja Icelandair og utan. Eftir að eineltismálinu hafi verið lokað hafi sögurnar versnað og Sólon að lokum kallaður á fund í ágúst þar sem hann hafi verið þvingaður til að segja upp. Hann hafi hins vegar aldrei fengið neinar upplýsingar um hvað hann var sakaður um. „Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ segir Hödd um foreldra Sólons, sem hafi ekki þekkt son sinn af öðru en að líða vel. Það sé lögreglunnar að ákveða hvort hún taki málið til rannsóknar en ef hún ákveði að gera það ekki fái fjölskyldan líklegast engin svör. Icelandair sagði í svari við fyrirspurn fréttastofu fyrir helgi að hugur fyrirtækisins væri hjá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum Sólons. Fyrirtækið gæti lögum samkvæmt ekki gefið neinar upplýsingar tengdar málinu. Fari málið í þar til gerðan farveg hjá lögreglu muni fyrirtækið að sjálfsögðu aðstoða eftir því sem unnt sé. „Ekkert rétt“ við fund Sólons með mannauðsdeildinni Spurð að því hvað Icelandair hefði átt að gera öðruvísi segir Hödd: „Sko, hann kemur inn með þessa eineltiskvörtun til mannauðdeildarinnar... hann einhvern veginn fer útaf þeim fundi sem hálfgerður sökudólgur. Hann þurfti að fara að berja af sér einhverjar ásakanir um að hann væri vondur við konur og annað. Icelandair er ekki réttarríki innan réttarríkis, eða dómstóll eða neitt slíkt. Og þeim bar auðvitað að koma fram við hann eins og manneskju. Og það virðist ekki hafa verið gert í þessu máli.“ Þar sem Sólon upplifði sig óöruggan í málinu hefði hann tekið fundinn með mannauðsdeildinni. „Ég hef hlustað á upptökur af fundi sem hann átti með mannauðsdeild Icelandair, tvær og hálfa klukkustund, þar sem honum eru kynntar niðurstöðurnar. Og ég verð nú bara að segja að það var ekkert rétt á þeim fundi, eða við þann fund,“ segir Hödd. Hvernig þá? „Hvernig mannauðsfulltrúarnir tala til hans, það er í raun eins og þeir... Það er í raun bara sagt við hann af hverju trúa þeim allir ef þær hafa ekkert fyrir sér í þessu? Það er eiginlega bara sagt við hann á þessum fundi að hann sé bara... já, sökudólgur.“ Vilja bara fá að vita af hverju svona fór Hödd ítrekar að þegar Sólon lagði fram kvörtunina um einelti hefðu engar kvartanir verið lagðar fram gegn honum og að hvorki hann né fjölskylda hans hafi haft nokkra vitneskju um hvað meintar ásakanir eigi að hafa falið í sér. Það er upplifun Haddar, sem hefur sjálf fengið ljót skilaboð eftir að hafa tjáð sig um málið á Facebook, að MeToo-hreyfingin sé komin of langt. „Mér finnnst þetta orðið svolítið mikið þannig að það eru konur á móti mönnum og menn á móti konum. Og ég held að við náum engu jafnvægi í neinni umræðu ef við nálgumst allt svona,“ segir hún. Hún leggur áherslu á að engin þöggun eigi sér stað, eins og oft sé kvartað yfir. Þvert á móti vilji fjölskyldan fá sannleikann upp á yfirborðið. „Eins og nú er verið að óska eftir lögreglurannsókn, það er ekki verið að fara fram á þöggun eða neitt slíkt, og er það ekki bara eðlilegasta ferlið í svona máli? Það er maður látinn, það er bara staðreynd því miður, og við búum í réttarríki,“ segir Hödd. Undanfarnar vikur hafi verið afar erfiðar fyrir fjölskylduna. „Þetta er mikið að takast á við þegar það er verið að syrgja líka. En þau vilja komast til botns í þessu máli. Þeim er alveg ljóst að kannski kemur eitthvað neikvætt úr því, hvernig sem það er. Þau vilja bara fá að vita af hverju svo fór sem fór,“ segir Hödd. Hún segir engin viðbrögð hafa borist fjölskyldunni frá Icelandair vegna málsins. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Bítið Icelandair MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira