
Ástin á götunni
Fjögur mörk á 9 mínútum
Það er brjálað stuð á Villa Park þar sem heimamenn í Aston Villa taka á móti Bolton. Eftir níu mínútna leik er staðan 2-2! Kevin Phillips og Steve Davis hafa gert mörk Villa en Ivan Campo og Kevin Davies mörk Bolton.

Markalaust hjá Liverpool
Liverpool gerði markalaust jafntefli við Middlesbrough á River Side vellinum í Middlesbrough. Heimamenn voru einum færri í tæpar 20 mínútur, þegar Ugo Ehiogu var rekinn af velli, en Evrópumeisturnum tóks ekki að færa sér það í nyt.
Sigur hjá Guðjóni og félögum
Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Notts County sigruðu Lincoln City 2-1 á heimavelli fyrr í dag í ensku 2.deildinni. Þetta er annar sigur Notts County sem er í þriðja sæti eftir þrjá leiki í deildinni.

Davids missir af fyrsta leik
Edgar Davids mun ekki leika með Tottenham í fyrsta leik liðsins gegn Portsmouth sem fram fer á morgun. Hann á við minniháttar hnémeiðsli að stríða og verður ekki leikfær. Davids gekk til liðs við Tottenham í sumar frá Inter Milan á frjálsri sölu.

Ólafur Ingi með slitið krossband
Ólafur Ingi Skúlason, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Brentford á Englandi er með slitið fremra krossband á vinstra hnéi. Ólafur Ingi meiddist í leik gegn Chesterfield fyrr í vikunni en var úrskurðaður krossbandsslitinn fyrr í dag. Áætlað er að leikmaðurinn verði frá keppni í 7-8 mánuði.
Sigrar hjá Akureyrarliðunum
Akureyrarliðin KA og Þór unnu bæða góða sigra í kvöld í 1.deild karla í knattspyrnu. KA sigraði KS á Siglufirði 5-0 og Þór sigraði Hauka 2-0 á Akureyri. Í þriðja leik kvöldsins gerðu HK og Víkingur markalaust jafntefli í Kópavoginum.

Scholes hjá United til 2009
Paul Scholes hefur gert fjögurra ára framlengingu á samningi sínum við Manchester United. Scholes, 31 árs hefur leikið með United allan sinn feril og hefur átta sinnum orðið Englandsmeistari og fjórum sinnum unnið bikarinn og þá vann hann Meistraradeildina árið 1999 með United.
A landslið kvenna valið
Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið íslenska hópinn fyrir leikina gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli 21. ágúst og Svíþjóð ytra 28. ágúst í undankeppni HM.
Villa hækkar tilboð sitt í Baros
Forráðamenn Aston Villa hafa nú í hyggju að hækka kauptilboð sitt í sóknarmanninn Milan Baros hjá Liverpool. Villa gerði á dögunu tilboð upp á sex milljónir punda í tékkneska leikmanninn, en Liverpool vill fá sjö milljónir fyrir hann.

Svanasöngur Shearer að hefjast
Alan Shearer segist klár í slaginn fyrir síðasta keppnistímabil sitt sem leikmaður í ensku knattspyrnunni og gerir ráð fyrir að vera í byrjunarliði Newcastle gegn Arsenal á sunnudaginn.
Selfoss og Stjarnan skildu jöfn
Stjarnan og Selfoss gerðu jafntefli, 3-3, í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Stjarnan er í efsta sæti deildarinnar með 27 stig, jafnmörg og Leiknir sem á leik til góða.
Keflavík 1-0 undir í hálfleik
Keflvíkingar eru 1-0 undir gegn Mainz í hálfleik í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Markið kom á 10. mínútu eftir sendingu af vinstri kanti inn í teig þaðan sem Benjamin Auer skallaði boltann yfir Ómar Jóhansson markvörð og í hægra hornið. Leikurinn hófst kl. 18:30.

Sóknarvandræði Newcastle
Graeme Souness knattspyrnustjóri Newcastle á í stökustu vandræðum varðandi sóknarleikinn á St James' Park eftir að Michael Chopra meiddist illa í gær. Þessi U21 landsliðsmaður Englands skaðaði liðbönd á hægra hné eftir aðeins 15 mínútur í leik með varaliðinu í gær.

Valsstúlkur komnar í milliriðil
Íslandsmeistarar Vals eru að gera frábæra hluti í UEFA-bikar kvenna í fótbolta en þær unnu finnsku meistarana FC United, 2-1 nú síðdegis og eru komnar í milliriðil. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði bæði mörk Vals og kom þeim í 2-0, það fyrra úr vítaspyrnu á 16. mínútu en seinna á 41. mínútu.

Man Utd að fá brasilískan bakvörð?
Manchester United hefur áhuga á brasilíska varnarmanninum Cicinho. Sir Alex Ferguson sá þennan leikmann spila með Brasilíu í Álfukeppninni og var það ánægður með frammistöðu hans að hann ákvað að leggja fram tilboð.

2-0 tap Keflavíkur gegn Mainz
Keflvíkingar töpuðu fyrir þýska Bundesliguliðinu Mainz, 2-0 í fyrri leik liðanna í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í kvöld. Fyrra markið kom á 10. mínútu eftir sendingu af vinstri kanti inn í teig þaðan sem Benjamin Auer skallaði boltann yfir Ómar Jóhansson markvörð og í hægra hornið. Keflvíkingar lentu svo 2-0 undir á 71. mínútu.
Ólýsanleg stemming í Frankfurt
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga sagðist þokkalega sáttur við leik sinna manna í Frankfurt í gær, þrátt fyrir tapið. "Auðvitað er alltaf leiðinlegt að tapa og maður fer auðvitað ekki í leiki með annað fyrir augum en að sigra, en ég held að maður meigi nú alveg una því að tapa 2-0 á útivelli fyrir liði í Bundesligunni," sagði Kristján, sem var ekkert sérlega kátur með dómara leiksins.

Stórstjörnur boða komu í Egilshöll
Fjöldi stórstjarna úr ensku knattspyrnunni á árum áður staðfestu í dag komu sína til Íslands til að taka þátt alþjóðlegu knattspyrnumóti í Egilshöll í byrjun nóvember. Það Íslandsvinurinn Ian Rush sem stendur fyrir mótinu í samvinnu við Icelandair. Lið frá Arsenal, Liverpool og Man Utd munu keppa sín á milli og við íslensk lið.
Markalaust í hálfleik á Skaganum
Markalaust er í hálfleik hjá ÍA og Val í 13. umferð Landsbankadeildar karla í fótbolta en leikurinn fer nú fram uppi á Skaga. Leikurinn er fremur tíðindalítill þó að hann sé ágætlega leikinn en er jafn og spennandi.

Byrjunarlið Keflavíkur tilkynnt
Byrjunarlið Keflavíkur sem mætir Mainz í Evrópukeppni félagsliða í Þýskalandi á eftir hefur verið tilkynnt. Kristján Guðmundsson þjálfari gerir nokkrar breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Hann setur Færeyinginn Simon Samuelsen í byrjunarliðið eftir fráæra frammistöðu gegn Þrótti í sínum fyrsta leik um sl. helgi. Leikurinn hefst kl. 18:30.

Keflavík 2-0 undir
Keflvíkingar hafa lent 2-0 undir gegn Mainz þegar 71 mínúta er liðin af leiknum. Michael Johansen leikmaður Keflavíkur braut á leikmanni Mainz inni í vítateig og fengu heimamenn vítaspyrnu sem Christof Babatz skoraði úr. Einni mínútu áður átti Guðmundur Steinarsson besta færi Keflavíkur.

Veigar skoraði fyrir Stabæk
Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrir Stabæk sem gerði 1-1 jafntefli við Follo í norsku 1. deildinni. Ólafur Ingi Skúlason meiddist á hné í gærkvöldi þegar lið hans Brentford sigraði Chesterfield 3-1 á útivelli.
Færast Blikar enn nær úrvalsdeild?
Breiðablik svo gott sem tryggir sæti sitt í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð takist liðinu að sigra Víking Ólafsvík í 1. deildinni í kvöld. Breiðablik hefur 7 stiga forystu á Víking og 11 stiga forystu á KA sem er í þriðja sæti.

Arsenal fær Song lánaðan
Arsenal ætlar að fá Alexandre Billong Song á lánssamningi þessa leiktíð. Þessi 18 ára landsliðsmaður frá Kamerún stóð sig vel með félaginu í æfingaferð í Austurríki. Arsene Wenger mun eiga möguleika á að kaupa Song endanlega til félagsins næsta sumar fyrir tæplega þrjár milljónir punda.
Valsstúlkur mæta FC United í dag
Íslandsmeistarar Vals keppa í dag við finnska liðið FC United í Evrópukeppni kvenna og verður leikurinn í Finnlandi. Valur hefur forystu í riðlinum eftir stórsigur á norsku meisturunum í Röa í fyrradag.

Leikum aftarlega gegn Mainz
Kristján Guðmundsson þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur segir að hann ætli að láta lið sitt spila varnarbolta gegn þýska liðinu Mainz í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða en liðin mætast í Þýskalandi í kvöld. Þýska liðið lenti í 11. sæti í þýsku Bundesligunni á síðasta tímabili en fékk Evrópusæti út á háttvísismat UEFA.

Fabregas hjá Arsenal til 2011
Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas skrifaði í dag undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarliðið Arsenal sem gildir til ársins 2011. Cesc sem er aðeins 18 ára á að leysa af hólmi stöðu Patrick Vieira sem á dögunum var seldur til Juventus.

Cisse varð fyrir kynþáttafordómum
Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið til kynna að það hyggist grípa til aðgerða vegna kynþáttafordóma í garð sóknarmannsins Djibril Cisse í leiknum gegn CSKA Sofia í gær. Leikurinn fór fram í Sofiu en þetta var fyrri viðureign liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Keflavík mætir Mainz í kvöld
Lið Keflavíkur er nú í Frankfurt í Þýskalandi að búa sig undir leik gegn FSV Mainz í UEFA-keppninni sem verður í kvöld kl.18:30 að íslenskum tíma. Ferðin út gekk vel samkvæmt heimasíðu liðsins og vel fer um hópinn þar ytra. Í gær var æft á Commerzbank Arena-leikvanginum sem er stórglæsilegt mannvirki.
Breiðablik á góðri leið upp
Breiðablik svo gott sem tryggði sér sæti í Landsbankadeild karla í fótbolta að ári þegar Kópvagsliðið sirgaði Víking á Ólafsvík í kvöld, 1-2 í fyrsta leik 14. umferðar í 1. deildar. Magnús Gunnarsson og Kristján Óli Sigurðsson skoruðu mörk Blika en Helgi R. Sigurðsson fyrir heimamenn í Ólafsvík.