

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Lögreglustjórafélags Íslands sem segir að starfslok lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi borið brátt að og komið á óvart.
Í hádegisfréttum fjöllum við um nokkuð umfangsmikla lögregluaðgerð á Suðurlandsvegi þar sem ökumenn stórra ökutækja voru stöðvaðir og skoðað hvort allir væru með sína pappíra í lagi.
Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra en sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka hófst í morgun.
Í hádegisfréttum verður fjallað um veiðigjaldafrumvarpið sem nú er í vinnslu Alþingis. Við ræðum við formann atvinnuveganefndar sem býst við að fá málið inn á sitt borð í dag.
Mikilvæg skref hafa verið stigin í átt að vopnahléi í Úkraínu síðustu daga, að sögn utanríkisráðherra. Rússar segjast tilbúnir til viðræðna en Úkraína og bandalagsþjóðir hafa gert kröfu um fyrst verði skilyrðislaust vopnahlé. Við ræðum við Þorgerði Katrínu í hádegisfréttum Bylgjunnar og mögulegar vendingar í stríðinu.
Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unni að máli tengt fyrirtækinu fyrir embættið.
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni saksóknaranna sem legið hafa undir ámæli um slæleg vinnubrögð þegar tveir þáverandi starfsmenn Sérstaks saksóknara komust upp með að stela trúnaðargögnum frá embættinu fyrir rúmum áratug.
Í hádeginu verður rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara sem segist undrandi á því umfangi gagna sem fyrrverandi starfsmenn hans hjá Sérstökum saksóknara stálu frá embættinu. Málið var einnig rætt í þingsal í morgun.
Í hádegisfréttum verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem í morgun sendi frá sér yfirlýsingu vegna ástandsins á Gasa.
Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni.
Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda sem hann segir brosa hringinn á fyrsta degi veiða.
Óvenjulítill snjór er á hálendinu miðað við árstíma. Jöklafræðingur hefur áhyggjur af því að jöklar rýrni mjög í sumar. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.
Fasteignasali segir verð á nýjum íbúðum of hátt miðað við aðrar íbúðir á markaðnum og því seljist þær ekki í marga mánuði. Á átta þéttingarreitum í Reykjavík standa 260 íbúðir óseldar frá áramótum.
Í hádegisfréttum fjöllum við um mótmæli sem efnt var til á Hverfisgötunni í morgun fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar.
Einn var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í morgun eftir að lögreglu var tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni í heimahúsi við Hverfisgötu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðgerðina hafa gengið vel.
Í hádegisfréttum segjum við frá því að Jafnréttisstofa ætli að óska eftir útskýringum frá Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra varðandi skipan í stjórn HMS.
Í hádegisfréttum fjöllum við um hið víðtæka rafmagnsleysi sem varð í gær á Spáni og í Portúgal.
Fangelsismálin verða rædd í hádegisfréttum Bylgjunnar en verkefnisstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir engin úrræði í boði en að vista hælisleitendur sem bíða brottvísunar í fangelsi.
Í hádegisfréttum verður fjallað um áhyggjur formanns félags leigubílstjóra af minnkandi trausti til leigubílstjóra. Kvenkyns leigubílstjórum hafi fækkað.
Í hádegisfréttum verður fjallað um útför Frans páfa frá Vatíkaninu.
Í hádegisfréttum verður rætt við talskonu Stígamóta sem segir undarlegt að þrír karlmenn sem eru sakaðir um tvær hópnauðganir í Reykjavík gangi lausir.
Réttargæslumaður tveggja kvenna, sem hafa kært hóp manna fyrir nauðgun, segir útlit fyrir að brotin hafi verið skipulögð. Móðir annarrar kvennanna segir miður að fólk noti málið til að kynda undir útlendingahatur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.
Í hádegisfréttum verður rýnt í nýja skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fasteignaverð og þróun þess.
Í hádegisfréttum fjöllum meðal annars um mál Oscars, sem er sautján ára strákur frá Kólumbíu sem stendur til að senda úr landi þvert gegn vilja fjölskyldu sem hefur tekið hann í fóstur.
Frans páfi er látinn 88 ára að aldri. Hann lést snemma í morgun, á öðrum degi páska, eftir að hafa glímt við alvarleg veikindi síðustu mánuði lífs síns.
Úkraínuforseti segir Rússa hafa gert fjölda árása frá því svokallað páskavopnahlé hófst, en Vladimír Pútín tilkynnti um það í gær. Sérfræðingur í alþjóðamálum segir vopnahléið engu skipta, og furðar sig á framgöngu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu.
Talskona Stígamóta segir áhyggjuefni ef hópnauðganamálum fari fjölgandi. Fjöldi mála komi aldrei upp á yfirborðið, meðal annars vegna þess að brotaþolar treysti ekki kerfinu.
Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Rætt verður við fjármálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar, en hann tekur undir með fjármálaráði að það sé óheppilegt að fjármálastefna og fjármálaáætlun séu samtímis til umfjöllunar á Alþingi.
Gróft ofbeldi í nánum samböndum virðist vera að aukast, að sögn framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. Við ræðum við framkvæmdastýru athvarfsins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en komum kvenna í athvarfið fjölgaði milli ára.
Í hádegisfréttum fjöllum við um mannþröng í Leifsstöð en langar raðir mynduðust í morgun þegar sólarþyrstir Íslendingar lögðu af stað til útlanda yfir páska.