Landeldi

Tveggja milljarða króna fjármögnun lokið
Geo Salmo hefur lokið tveggja milljarða króna fjármögnun með þátttöku norskra, sænskra, íslenskra og hollenskra fjárfesta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Lax og bleikja af landi frá Samherja í verslanir
Hafin er sala á ferskum laxi og bleikju, úr landeldi, frá Samherja fiskeldi á íslenskum neytendamarkaði undir eigin nafni. Samherji fiskeldi starfrækir einungis landeldsstöðvar og kemur að öllum stigum eldis og vinnslu á laxi og bleikju, allt frá hrognum til neytenda.

Styrkja rannsóknir og efla eftirlit með lagareldi
Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar.

Bein útsending: Kynnir stefnumótun um lagareldi
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag kynna drög að nýrri stefnumótun lagareldis sem unnin hefur verið á vegum matvælaráðuneytisins. Kynningin verður haldin í Club Vox sal á 1. hæð Hilton Reykjavík Nordica miðvikudag klukkan hálf ellefu í dag.

Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Landeldi og eignast yfir helmingshlut
Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni.

Stefna á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi eftir nokkur ár
Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áður hét Icelandic Land Farmed Salmon, í Vestmannaeyjum hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 6 milljarða króna til íslenskra fjárfesta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“
Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax.

Sóttu eldisstjóra til Færeyja
Landeldisfyrirtækið First Water hefur ráðið Heðin N. Joensen frá Færeyjum í stöðu eldisstjóra fyrirtækisins. Í tilkynningu frá First Water segir að Heðin hafi yfir 30 ára reynslu af fiskeldi og endurnýtingu vatnskerfa.

Verðmæti Blikastaðalandsins „ótrúlega hátt hlutfall“ af markaðsvirði Arion
Forstjóri Stoða furðar sig á því hversu lítinn gaum fjárfestar virðast gefa fyrir þau „gríðarlegu verðmæti“ sem felast í Blikastaðalandinu fyrir Arion en fjárfestingafélagið er langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segir verðlækkanir og óróa á innlendum mörkuðum á árinu „nær eingöngu“ skýrast af neikvæðum fréttum af Marel og Alvotech, tveimur verðmætustu félögunum í Kauphöllinni.

Skipulagsstofnun staðfestir umhverfisskýrslu First Water
Skipulagsstofnun hefur gefið út álit sem staðfestir umhverfisskýrslu First Water sem áður hét Landeldi. First Water vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn um að auka framleiðslu félagsins í 28.000 tonn í 4 fösum.

Laxeldið First Water eykur hlutafé um ríflega tólf milljarða
First Water, sem áður hét Landeldi og vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Fjárfestingarfélagið Stoðir er áfram stærsti hluthafi First Water eftir hlutafjáraukninguna.

Fimmtíu þúsund löxum slátrað í fyrstu uppskeru
Fyrstu slátrun á laxi í landeldisstöð Landeldis hf. er lokið með slátrun tæplega fimmtíu þúsund laxa.

Tæpur milljarður í áburðarverksmiðju í Ölfusi
Umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, LIFE, hefur veitt íslenska samstarfsverkefninu Terraforming LIFE styrk upp á tæpan milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum verkefnisins.

Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi.

800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi
Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda

Bein útsending: Skýrsla um stöðu og framtíð lagareldis
Skýrslu alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi verður kynnt á sérstökum fundi á Grand Hótel í Reykjavík sem hefst klukkan 13:30. Lagareldi er yfirheiti yfir sjókvía-, land-, þörunga- og úthafseldi, en skýrslan var unnin fyrir matvælaráðuneytið.

170 ný störf verða til hjá Landeldi í Þorlákshöfn
Framkvæmdir við að koma upp stærsta landeldi landsins á koppinn standa nú yfir í Þorlákshöfn en þar á að ala 40 þúsund tonn af laxi árlega þar sem allur fiskeldisúrgangur stöðvarinnar verður nýttur í öflugan áburð. Um 170 ný störf munu skapast á svæðinu.

Fyrsti áfangi landeldis í Eyjum mun kosta 25 milljarða
Félagið Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) vinnur að því að koma á fót landeldi á laxi í Vestmannaeyjum. Horft er til þess að framleiða í fyrsta áfanga um 15 þúsund tonn af laxi á seinni hluta árs 2027 með mögulega stækkun í 30 þús tonn. Um er að ræða um 25 milljarða króna fjárfestingu í fyrsta áfanga. Starfsmenn verða um 100.

Veðja á nýja atvinnugrein og áforma tugmilljarða hlutafjársöfnun
Fjögur fyrirtæki hafa boðað risavaxna uppbyggingu í laxeldi á suðvesturhorni landsins og gangi þau áform eftir gæti ársframleiðsla á eldisfiski á landi numið vel á annað hundrað þúsund tonn innan fárra ára. Tvö þeirra eru nú að fara að biðla til fjárfesta, einkum innlendra, um að leggja þeim til samanlagt tugi milljarða króna í hlutafé og vonir standa til að sú fjármögnun klárist á næstu mánuðum.

„Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“
Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim.

Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum
Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu.