Stj.mál

Fréttamynd

Vill efla sálfræðiþjónustu

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir áríðandi að bregðast við aukinni notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna. Í upphafi þingfundar í gær sagðist hann taka undir áhyggjur þingmanna, en þeir höfðu meðal annars lýst stórfelldri notkun þessara lyfja hér á landi sem ískyggilegri og óhugnanlegri.

Innlent
Fréttamynd

Fresturinn hefst við 18 ára aldur

Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis leggur til að fyrningarfrestur vegna kynferðisbrota gegn börnum hefjist við átján ára aldur en ekki fjórtán ára aldur eins og nú er. Nefndin afgreiddi frumvarpið í dag og klofnaði nefndin í afstöðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Töpuðu fyrir fyrrum samflokksmanni

Tvær konur í framboði fyrir Verkamannaflokkinn þurftu að lúta í lægra haldi fyrir fyrrverandi samflokksmönnum sínum í kjördæmum þar sem flokkurinn fékk meira en helming greiddra atkvæða í síðustu þingkosningum.

Erlent
Fréttamynd

Bretar veðja um kosningaúrslit

Bretar hafa gaman af því að veðja og eitt af því sem þeir hafa veðjað á er veðrið í dag, kosningadaginn, en þeir veðja líka grimmt um úrslit kosninganna og ýmislegt fleira.

Erlent
Fréttamynd

Ný Vestfjarðagöng

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins krefst yfirlýsingar frá ríkisstjórninni um að ráðist verði í gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Staðsetning ganganna liggur fyrir og verða þau 5,1 kílómetri að lengd. Áætlaður kostnaður við gerð þeirra er um þrír milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í söguleg úrslit

Það stefnir allt í söguleg úrslit í kosningunum í Bretlandi þar sem kjörstöðum verður lokað eftir nokkrar stundir. Þau eru söguleg að því leyti að Tony Blair er á góðri leið með að verða fyrsti leiðtogi Verkamannaflokksins til að sitja þrjú kjörtímabil í röð.

Erlent
Fréttamynd

Flugskóli Íslands seldur

Íslenska ríkið hefur nú selt allan hlut sinn í Flugskóla Íslands hf. til þriggja aðila sem í flugrekstri standa og er skólinn því orðinn einkavæddur að öllu leyti.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Vaðlaheiðargöng

Sveitarstjórn Þingeyjasveitar telur áríðandi að Vaðlaheiðargögn komist nú þegar á samgönguáætlun og nauðsynlegt sé að breyta veglínu Norðausturvegar þannig að stytting náist á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin heldur velli en veikist

Tony Blair forsætisráðherra og Verkamannaflokkurinn tryggðu sér í dag setu á valdastólum þriðja kjörtímabilið í röð. Sigurinn er hins vegar súrsætur þar sem meirihluti flokksins á þingi er mun minni en áður.

Erlent
Fréttamynd

Ræða um náttúruvernd í Skaftafelli

Um hundrað manna hópur norræna áhugamanna og sérfræðinga um náttúruvernd er samankominn í Skaftafelli í Öræfum en þar hefst í dag þriggja daga norræn ráðstefna um náttúruvernd, þjóðgarða, útilíf og heilsu. Að ráðstefnunni standa Norræna ráðherranefndin og umhverfisráðuneytið. Meðal fyrirlesara er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, en hún mun fjalla um gildi þess að standa vörð um náttúruarfleifð Norðurlanda.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun tekjumarka baráttumál lengi

Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands fagnar ummælum Karl Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins þess efnis að öryrkjum verði gert kleift að afla sér hærri tekna án þess að örorkubæturnar skerðist eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla skiptingu vegafjár

Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu ásamt borgarstjóra mótmæla skiptingu vegafjár. Þeir afhentu samgöngunefnd Alþingis sameiginlega athugasemdir sínar í byrjun vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Meðafli í kolmunna ekki vandi

Fyrirhuguð lagabreyting, sem skyldar útgerðum að draga meðafla í uppsjávarveiðum frá kvóta, er meingallað að mati Magnúsar Þórs Hafsteinssonar þingmanns Frjálslynda flokksins. Hann hefur skilað séráliti í sjávarútvegsnefnd Alþingis vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra til breytinga á lögum um nytjastofna sjávar.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa um kosningaþátttöku

Kjörstöðum í Bretlandi verður lokað klukkan níu í kvöld að íslenskum tíma og þá verða fyrstu útgönguspár birtar, þær hafa þó stundum ekki reynst alls kostar réttar en þetta ætti allt að liggja ljóst fyrir snemma í fyrramálið.

Erlent
Fréttamynd

Vilja hækka sektargreiðslur

Kröfur komu fram á Alþingi í gær um að sektir fyrir að leggja ólöglega í bílastæði fatlaðra yrðu stórhækkaðar.

Innlent
Fréttamynd

SUF fylgjandi afnámi fyrningar

Samband ungra framsóknarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem það hvetur til þess að frumvarp sem er nú til umfjöllunar í allsherjarnefnd, þess efnis að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki, verði að lögum frá Alþingi. Þá fagnar sambandið þeirri þjóðarvakningu sem hafi átt sér stað í samfélaginu um alvarleika kynferðisglæpa gegn börnum. Sérstaklega beri að fagna þeirri vinnu sem Stígamót og Blátt áfram hafi sinnt til að kynna málstaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Spáir spennandi kosninganótt

Einn þekktasti stjórnmálaskýrandi og fréttamaður Breta, Adam Boulton hjá Sky-fréttastöðinni, lifir og hrærist í pólitíkinni, andar henni að sér hverjum degi. Hann spáir spennandi kosninganótt.

Erlent
Fréttamynd

Staðan góð en teikn á lofti

"Almennt má segja að niðurstaða í þetta sinn sé góð en þó verðum við að fara að stíga á bremsuna hvað framtíðina varðar," segir Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi.

Innlent
Fréttamynd

Enn stefnt að afgreiðslu

Gunnar I. Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefndar Alþingis, segir enn stefnt að því að afgreiða frumvarp um Ríkisútvarpið á yfirstandandi þingi. "Við höldum áfram vinnu við frumvarpið í nefndinni fyrir og eftir helgi og gerum breytingar á því reynist það nauðsynlegt."

Innlent
Fréttamynd

Mikill jarðgangaáhugi á þingi

Verktökum verður frjálst að nota risaborvélar, eins og nú eru í Kárahnjúkum, við borun vegganga. Þetta sagði samgönguráðherra í svari við einni af fjórum fyrirspurnum um jarðgöng sem hann svaraði á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kjörseðlar enn ósendir

Nokkur hundruð félagar í Samfylkingunni eiga enn eftir að fá kjörseðilinn sinn til að kjósa í formannsslagnum, og verður hann sendur út á morgun, að sögn Flosa Eiríkssonar, formanns kjörstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Barist um hvert atkvæði

Eftir sólarhring ættu fyrstu útgönguspár að liggja fyrir í Bretlandi, en enn þá er barist um hvert einasta atkvæði. Meðaltal kannana dagsins bendir til þess að forskot Verkamannaflokksins sé dágott, um níu prósent, og meirihluti Blairs er tryggur gangi þetta eftir. Það er hins vegar enn þá sólarhringur eftir og óákveðnir eru um átta prósent. Ef þeir eru teknir með í reikninginn sem segjast enn geta skipt um skoðun er þriðjungur kjósenda í spilinu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja sjá um Spegilinn

Hafsteinn Þór Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur sent útvarpsráði erindi og boðið fram starfskrafta ungra sjálfstæðismanna við dagskrárgerð hjá stofnuninni. Fréttaskýringaþátturinn <em>Spegillinn</em> er þáttur sem ungir sjálfstæðismenn vildu gjarnan taka að sér og segir í erindinu að það yrði gert án endurgjalds og gæti því stuðlað að sparnaði í rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Sögðu Blair hryðjverkamann

Íraksstríðið tröllríður umræðunni síðustu stundirnar fyrir kosningarnar og gæti því haft áhrif á þessa óákveðnu og óvissu kjósendur. Það skapaðist uppnám í breskum smábæ þegar Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 ræddi Íraksmálið við reiða og herskáa breska múslíma, sem lýstu Blair sem morðóðum hryðjuverkamanni.

Erlent
Fréttamynd

Munurinn eykst í Bretlandi

Verkamannaflokkurinn bætir enn við sig fylgi samkvæmt síðustu könnunum í aðdraganda kosninganna í Bretlandi, sem fara fram á morgun. Samkvæmt könnun dagblaðsins <em>Times</em>, sem birtist í morgun, mælist Verkamannaflokkurinn með 41 prósent fylgi en Íhaldsflokkurinn aðeins með 27. Þetta er mesti munur sem mælst hefur á flokkunum í aðdraganda kosninganna.

Erlent
Fréttamynd

Birtir milliuppgjör í baráttu

Starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar hefur birt milliuppgjör í kosningabaráttunni um formannssætið í Samfylkingunni. Samkvæmt því hefur formannsbaráttan kostað 1.217.851 krónur fram til 1. maí en tekjur á sama tímabili verið 1.294.000 krónur. 

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla breytingum á skipulagi

Um það bil 200 manns mættu á fund í ráðhúsinu í gærkvöldi þar sem verið var að kynna fyrirhugað skipulag á svonefndum Bílanaustsreit við Sigtún og voru flestir fundarmanna óánægðir með þéttleika byggðarinnar og hæð einstakra húsa. Þar er gert ráð fyrir allt að 240 íbúðum og allt að 12 hæða háum húsum.

Innlent
Fréttamynd

Íhaldsflokkurinn í tilvistarkreppu

Fylgiskannanir í Bretlandi í dag benda til þess að breski Íhaldsflokkurinn bíði afhroð í kosningunum á morgun. Flokkurinn er týndur í tilvistarkreppu og leiðtogadagar Michaels Howards virðast taldir.

Erlent
Fréttamynd

Milliuppgjör birt

Stuðningsmenn Össurar Skarphéðinssonar hafa birt milliuppgjör vegna framboðs hans til formannskjörs í Samfylkingunni. Framboð Össurar hefur fram til 1. maí eytt um 1,2 milljónum króna í kosningabaráttuna en allir peningarnir koma frá einstaklingum og félögum og eru framlögin allt frá þúsund krónum upp í 100 þúsund krónur. Starfsstöð stuðningsmanna Össurar stefnir að því að birta lokauppgjör vegna framboðsins í byrjun júní en úrslitin í formannskjörinu verða eins og flestir vita kunngjör á landsfundi Samfylkingarinnar 21. maí næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert upplýst um starfið

Utanríkisráðherra vonar að Mannréttindaskrifstofan hafi bætt mannréttindi á undanförnum árum. Stjórnarandstaðan sakar stjórnvöld um að hafa svipt skrifstofuna fjármunum sínum.

Innlent