Alþingi

Fréttamynd

Afhenda ráðherra undirskriftir

Einar Árnason mun afhenda heilbrigðisráðherra hátt í fimm þúsund undirskriftir á Alþingi klukkan korter fyrir fjögur. Þessir fimm þúsund einstaklingar skora á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að í framtíðinni verði sólarhringsbakvakt á skurðstofunni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Sundabraut tefst vegna járnarusls

Samgönguyfirvöld voru sökuð um að svelta Reykvíkinga eftir að R-listinn komst til valda, í umræðum um Sundabraut á Alþingi. Sjálfstæðismenn sögðu brautina tefjast vegna þess að R-listinn vildi hengja járnarusl upp á Sundin. 

Innlent
Fréttamynd

Búið að ákveða kaupendur?

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þrálátan orðróm í viðskiptalífinu um að búið sé að ákveða fyrirfram hverjir kaupi Landssímann og að fráleit skilyrði til kaupenda virðist heimatilbúin til að koma verðmætum til vildarvina.

Innlent
Fréttamynd

Færanleg sjúkrastöð í Palestínu

Fimm þingmenn úr öllum flokkum á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu um kaup og rekstur á færanlegri sjúkrastöð í Palestínu. Þingmennirnir ferðuðust til Palestínu og Ísrael um páskana þar sem þeir kynntu sér ástandið.

Innlent
Fréttamynd

Sala Símans rædd í ríkisstjórn

Sala Landssímans verður rædd á ríkisstjórnarfundi sem hófst á tíunda tímanum en ráðherranefnd um einkavæðingu tekur lokaákvörðun um söluferlið. Einkavæðingarnefnd hefur ekki endanlega gengið frá skýrslu um málið en þar munu fáir endar vera lausir.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra hnýtir í VG

Það er engu líkara en að vinstri grænir hafi tekið að sér fjármálin í borginni, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Þannig lauk gagnrýni hans á þá ákvörðun R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað á Alþingi

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvartaði yfir því á Alþingi í dag að hans flokksmenn fengu ekki að koma að óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Helgi Hjörvar Samfylkingu kvaddi sér einnig hljóðs og sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks fá greiðari aðgang að ráðherrum þegar kæmi að óundirbúnum fyrirspurnum.

Innlent
Fréttamynd

Úrbætur gerðar á Hegningarhúsinu

Ýmsar úrbætur hafa verið gerðar á Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í kjölfar athugasemda heilbrigðisyfirvalda og evrópunefndar um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlanefnd: Sögulegar sættir

Sögulegar sættir gætu náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu um áhersluatriði laga um eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin svokallaða er að ljúka störfum og útlit er fyrir samstöðu um að einstaklingar og fyrirtæki megi eiga stærri eignarhlut en gert var ráð fyrir í öllum útgáfum fjölmiðlafrumvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Uppsögn EES-samningsins skoðuð

Kostnaður Íslendinga við þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu nemur allt að tveimur milljörðum á ári. Evrópustefnunefnd Alþingis fjallar á næstunni um hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra með ráðherraræði

Einkavæðingarnefnd taldi ekki þjóna neinum tilgangi að hitta efnahags- og viðskiptanefnd vegna sölu Landsímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa nefndinni bréf ef hún hefði einhverjar spurningar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um ráðherraræði í þinginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Undarleg vinnubrögð við frumvarp

"Vinnubrögðin í málinu eru undarleg en að vísu ekki eindæmi af hálfu þessa ráðherra." segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um endurskipulagningu ríkisútvarpsins

Innlent
Fréttamynd

Skrifi einkavæðinganefnd bréf

Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn

Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki hætta með samræmd próf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hún teldi ekki rétt að hætta samræmdum prófum í grunnskóla. Þessi skoðun ráðherra gengur þvert á ályktun Félags grunnskólakennara í síðustu viku sem vill hætta að prófa grunnskólanemendur með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Siv réðst að utanríkisráðherra

Siv Friðleifsdóttir réðst að utanríkisráðherra í þinginu í dag vegna ummæla hans um Evrópustefnu Framsóknarflokksins. Víst væri um tímamót að ræða. Hún spurði sig um andrúmsloftið á stjórnarheimilinu; hvaða skilaboð væri verið að senda forsætisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Samkeppnisstofnun varaði við sölu

Samkeppnisstofnun varaði við áhrifum af sölu grunnnets Landssímans fyrir fjórum árum. Stofnunin taldi það hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða vegna símasölunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hefnd fyrir olíumálið?

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi sjálfstæðismanna og Vg eykst

Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eykst en fylgi annarra flokka minnkar, samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í blaðinu í dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 39,3%, en var tæplega 34% í síðustu alþingiskosningum. Fylgi Vinstri grænna eykst um nær helming og er nú 16,5%.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár nýjar stofnanir

Í nýjum frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er lagt til að í stað Samkeppnisstofnunar verða til tvær stofnanir, Samkeppniseftirlitið og úrskurðarnefnd samkeppnismála. Að auki verður sett á fót Neytendastofa.

Innlent
Fréttamynd

Heimild yfirvalda felld niður

Heimild samkeppnisyfirvalda til að bregðast við aðstæðum sem skaða samkeppni er felld niður samkvæmt lagafrumvörpum sem viðskiptaráðherra lagði fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar flytja vopn til Íraks

Ríkisstjórnin hefur boðist til að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra upplýsti þetta á Alþingi í gær við umræður utan dagskrár um stuðning Íslands við þjálfun íraskra öryggissveita.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nauðsynlegt að þýða öll lög

Frá og með áramótum verða íslensk stjórnvöld ekki lengur skuldbundin til að þýða á íslensku öll lög og reglugerðir sem gilda hér á landi. Frumvarp dómsmálaráðherra, sem afnemur þýðingarskylduna, var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskir dómstólar hlíti EFTA

Í frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er ákvæði sem segir að íslenskir dómstólar verði að hlíta niðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA í samkeppnismálum er varða Evrópska efnahagssvæðið. Iðnaðarráðherra segir það ekki brot á ákvæði í stjórnarskrá er varði sjálfstæði dómstólanna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Framsóknar aldrei minna

Fylgi Framsóknarflokksins er í sögulegu lágmarki, samkvæmt nýrri könnun þjóðarpúls Gallups sem birt var á RÚV í gær. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 10% og hefur minnkað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun.

Innlent
Fréttamynd

Guðni vill rífa Steingrímsstöð

Landbúnaðarráðherra lýsir því yfir að hann vilji fjarlægja Steingrímsstöð í Efra-Sogi. Það væri lítil fórn fyrir Landsvirkjun. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir ekki víst að það yrði urriðanum til bóta að fjarlægja stöðina.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að eiga orkulindirnar?

Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Væri ekki á leið til lýðræðis

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að ef ekki hefði verið gerð innrás í Írak hefðu ekki verið neinar kosningar þar og þjóðin ekki á leið til lýðræðis.

Innlent