Salan snupruð af stjórnarandstöðu 4. apríl 2005 00:01 Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Hrossakaup, baktjaldamakk og foringjalýðræði voru einkunnirnar sem stjórnarandstaðan gaf undirbúningi að sölu Landssímans á Alþingi í dag. Enn sem áður er ætlunin að selja grunnnetið með Símanum. Forsætisráðherra segir engin fordæmi fyrir því í allri Evrópu að grunnnet séu aðskilin frá símafyrirtækjum áður en þau séu seld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir þjóðina hafa grætt tugi milljarða á því að sala Símans fór út um þúfur fyrir þremur árum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðustól þingsins í dag að málið allt bæri blæ af hrossakaupum og baktjaldamakki og ræða forsætisráðherra hafi svarað færri spurningum en hún vakti. Sú vangavelta standi t.a.m. eftir hvað valdi hinu flókna kerfi um eignarhald þeirra sem megi kaupa Símann, t.d. að það megi aðeins vea þrír aðilar. „Er svarið kannski það að með þessu er verið að hámarka líkurnar á því að ýmis vildarfyrirtæki sem standa í skjóli ríkisstjórnarinnar komist að kjötkötlunum?“ spurði Össur. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra varði talsverðum tíma í að verja þá ákvörðun að selja grunnetið með Símanum. Þar kom fram að ríkisstjórnin ætlar að setja hluta af andvirði Landsímans í sérstakan fjarskiptasjóð sem verði nýttur til að jafna aðgang landsmanna að gagnaflutningum. Össur sagði hins vegar óverjandi að selja grunnetið og röksemdir forsætisráðherra héldu ekki vatni. Reynslan hefði kennt mönnum að það hefði verið rangt að skilja ekki grunnetin frá símafyrirtækjunum úti í Evrópu þegar þau voru einkavædd. Steingrímur J. Sigfússon sagði skrípaleikinn kringum málið endurspeglast í aðkomu ráðgjafafyrirtækisins Morgan Stanley. Hann vísaði í forsíðu Morgunblaðsins sl. laugardag þar sem stendur að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi handsalað samkomulag um sölu Símans. Í næstu línu standi svo að einkavæðingarnefnd hafi ekki skilað niðurstöðum sínum til ríkisstjórnarinnar. „Hér er á ferðinni áframhaldandi „hrossakaupaforingjalýðræði“ í anda stjórnarflokkanna. Þetta er Írakaðferðin,“ sagði Steingrímur og bætti við að aðferðin ætti að tryggja að lítt þóknanlegir aðilar eignuðust ekki Símann. „Þetta er heimsmet í nýjum prjónaskap ríkisstjórnarinnar í þessum efnum og er þá mikið sagt.“ Forsætiráðherra sagði þetta byggjast á kjaftasögum úti í bæ sem þingmenn ættu ekki alltaf að taka sem sannleika. Slíkt væri orðið of algengt í sölum Alþingis.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira