Aníta Hinriksdóttir, hlaupakona úr ÍR, náði sínum besta tíma á árinu í 800 metra hlaupi á móti í Nimone í Belgíu í gær.
Aníta kom í mark á tímanum 2:01,15 mínútum og endaði í 2. sæti á þessu sterka móti.
Íslandsmet Anítu í greininni er 2:00,49 mínútur en besti tími hennar í ár var 2:01,50 mínútur svo um umtalsverða bætingu er að ræða.
Aníta náði sínum besta tíma á árinu í 800 metra hlaupi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn





Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn

Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Fleiri fréttir
