Mjölnir með Keiluhöllina í Öskjuhlíð í sigtinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2015 15:45 Merki Mjölnis gæti von bráðar prýtt veggi Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð Samsett/E.Ól/Mjölnir Íþróttafélagið Mjölnir er langt komið í samningaviðræðum við eigendur húsnæðis Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð um að starfsemi og aðstaða Mjölnis flytji þangað. Keiluhöllin hefur staðið auð frá því í janúar á þessu ári. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hafa viðræður staðið yfir síðan í janúar en Keiluhöllin lokaði einmitt á svipuðum tíma. Við það tækifæri sögðust eigendur Keiluhallarinnar viðræður hafnar við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en við erum komin mjög langt með þetta og vonandi göngum við frá þessu á næstu vikum,“ sagði Jón Viðar. „Það er mjög líklegt en þetta er þó ekki komið á það stig að við getum tilkynnt að við séum að fara að flytja þangað.“Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis.Vísir/VilhelmÞrefalt stærra húsnæði en núverandi húsnæði Mjölnis Íþróttafélagið Mjölnir er nú staðsett á Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Loftkastalinn var eitt sinn til húsa. Þar hefur félagið byggt upp myndarlega æfingaaðstöðu en ljóst er að verði af flutningunum mun Mjölnir stækka verulega við sig. Húsnæði Keiluhallarinnar er um 3000 fm að stærð og um það bil þrefalt stærra en núverandi aðstaða Mjölnis. Húsnæðið hefur verið að mestu tæmt fyrir utan keilubrautirnar sjálfar en sérstaka sérfræðingar þarf til þess að fjarlægja þær. Jón Viðar segir að bæði húsnæðið og umhverfið í kring henti Mjölni, sem einbeitir sér að keppni svokallaðra lifandi bardagaíþrótta, einstaklega vel. „Keiluhöllin er mjög miðsvæðis, húsnæðið er mjög flott og útisvæðið er frábært. Þarna er öll Öskjuhlíðin með sínum stígum, það er stutt í útisund og svo er líka stórt svæði ofan á Keiluhöllinni sem væri hægt að nýta,“ en að auki er Háskólann í Reykjavík skammt undan auk þess sem að fyrirhuguð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis á landi Valsmanna í nágrenni Keiluhallarinar. Tengdar fréttir Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Íþróttafélagið Mjölnir er langt komið í samningaviðræðum við eigendur húsnæðis Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð um að starfsemi og aðstaða Mjölnis flytji þangað. Keiluhöllin hefur staðið auð frá því í janúar á þessu ári. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, staðfesti þetta í samtali við Vísi. Hafa viðræður staðið yfir síðan í janúar en Keiluhöllin lokaði einmitt á svipuðum tíma. Við það tækifæri sögðust eigendur Keiluhallarinnar viðræður hafnar við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en við erum komin mjög langt með þetta og vonandi göngum við frá þessu á næstu vikum,“ sagði Jón Viðar. „Það er mjög líklegt en þetta er þó ekki komið á það stig að við getum tilkynnt að við séum að fara að flytja þangað.“Jón Viðar Arnþórsson formaður Mjölnis.Vísir/VilhelmÞrefalt stærra húsnæði en núverandi húsnæði Mjölnis Íþróttafélagið Mjölnir er nú staðsett á Seljavegi 2 í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Loftkastalinn var eitt sinn til húsa. Þar hefur félagið byggt upp myndarlega æfingaaðstöðu en ljóst er að verði af flutningunum mun Mjölnir stækka verulega við sig. Húsnæði Keiluhallarinnar er um 3000 fm að stærð og um það bil þrefalt stærra en núverandi aðstaða Mjölnis. Húsnæðið hefur verið að mestu tæmt fyrir utan keilubrautirnar sjálfar en sérstaka sérfræðingar þarf til þess að fjarlægja þær. Jón Viðar segir að bæði húsnæðið og umhverfið í kring henti Mjölni, sem einbeitir sér að keppni svokallaðra lifandi bardagaíþrótta, einstaklega vel. „Keiluhöllin er mjög miðsvæðis, húsnæðið er mjög flott og útisvæðið er frábært. Þarna er öll Öskjuhlíðin með sínum stígum, það er stutt í útisund og svo er líka stórt svæði ofan á Keiluhöllinni sem væri hægt að nýta,“ en að auki er Háskólann í Reykjavík skammt undan auk þess sem að fyrirhuguð er mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis á landi Valsmanna í nágrenni Keiluhallarinar.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað Öllu starfsfólki verið sagt upp. 29. janúar 2015 21:12 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33