City stillti upp hálfgerðu varaliði enda á liðið afar mikilvægan leik framundan í Meistaradeildinni á miðvikudag þegar liðið mætir Dynamo Kyiv í Kænugarði á miðvikudaginn.
Diego Costa kom Chelsea yfir á 35. mínútu, en David Faupala jafnaði metin fyrir City og staðan jöfn í hálfleik, 1-1.
Willian kom Chelsea aftur yfir á 48. mínútu og fimm mínútum síðar skoraði Gary Cahill og staðan orðin 3-1. Eden Hazard skoraði svo fjórða mark Chelsa úr aukaspyrnu, en markið má sjá, sem og öll önnur, hér neðst í fréttinni.
Veislunni var ekki lokið á Brúnni því Bertrand Traore skoraði fimmta og síðasta mark laglegum skalla, en eins og í markinu á undan mátti setja spurningarmerki við Willy Caballero í marki City. Lokatölur 5-1.
Chelsea er því komið í átta liða úrslit keppninnar, en City er úr leik. Manuel Pellgrini, stjóri City, var bersýnilega með hugann við leikinn á miðvikudag þegar hann stillti upp liði City í dag.