Patrekur: Þreytan hefur ekkert háð Haukunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2016 06:00 Patrekur á hliðarlínunni í landsleik með Austurríki. vísir/eva björk Í kvöld fæst úr því skorið hvort Haukar eða Afturelding fagna Íslandsmeistaratitlinum í handbolta karla. Oddaleikur liðanna fer fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði og hefst klukkan 20.00. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í úrslitum Olís-deildar karla. Úrslitaeinvígið í ár er öllu meira spennandi en í fyrra þar sem Haukar unnu 3-0 og tryggðu sér tíunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þjálfari Hauka þá var Patrekur Jóhannesson og Fréttablaðið fékk austurríska landsliðsþjálfarann til að rýna í oddaleikinn í kvöld.Fín auglýsing fyrir handboltann „Einvígið hefur verið gott og spennandi eins og hinn almenni áhugamaður vill. Það hefur verið vel mætt á þessa leiki og handboltinn hefur haft gott af þessu. Gæðin í leikjunum hafa verið góð og þetta er fín auglýsing fyrir handboltann,“ sagði Patrekur sem hefur reynslu af oddaleikjum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Árið 1995 var hann leikmaður KA sem tapaði fyrir Val í oddaleik, 30-27, og 19 árum síðar var hann þjálfari Hauka sem lutu í gras fyrir Eyjamönnum á heimavelli, 28-29. „Það er allt undir, þetta er bara síðasti leikurinn. Þetta verður örugglega svipað og þessir leikir hafa verið, liðin eru áþekk. Mér finnst Haukarnir hafa leyst það vel að vera án Tjörva [Þorgeirssonar] sem er frábær leikmaður. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ sagði Patrekur. Hann hallast síður að því að þreytan muni hafa áhrif á Hauka í kvöld en þeir geta lítið skipt fyrir utan eftir að Tjörvi datt út.Úr leik liðanna.vísir/ernirHaukarnir virka ekki þreyttir „Mér sýnist ekki. Ef maður horfir á Janus [Daða Smárason], þá sést það ekkert á hans leik. Hann er stanslaust að og spilar oftast allan leikinn,“ sagði Patrekur. „Þreytan hefur ekkert háð þeim hingað til. Auðvitað er Afturelding með fleiri menn til að skipta inn á en þegar ég horfi yfir Haukana virka þeir ekki þreyttir. Þetta er líka síðasti leikurinn og þá fá menn oft aukakraft.“ Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar, hefur glímt við meiðsli í úrslitakeppninni en lék talsvert í vörninni í síðasta leik. Patrekur segir að innkoma Böðvars geti skipt máli. „Ef 6-0 vörnin er ekki að virka eiga þeir möguleika á að skipta yfir í 5-1 vörn með Böðvar fyrir framan. Það er alltaf gott að geta spilað allavega tvö varnarafbrigði,“ sagði Patrekur. Hann er, líkt og margir, hrifinn af Mikk Pinnonen, eistneskum leikmanni Aftureldingar, sem hefur skorað 31 mark í leikjunum fjórum í úrslitaeinvíginu. „Það tók hann smá tíma að venjast deildinni en hann hefur verið frábær og það er gott fyrir Aftureldingu að hafa þennan leikmann. Það er gaman að horfa á hann spila og þetta er góður handboltamaður. Hann passar vel inn í lið Aftureldingar og er góður liðsmaður,“ sagði Patrekur um Pinnonen sem kom til Aftureldingar í byrjun árs. Giedrius Morkunas var magnaður í úrslitakeppninni í fyrra og átti stóran þátt í því að Haukar fóru taplausir í gegnum hana. Litháinn hefur ekki fundið sig jafn vel í ár og í síðasta leik ákvað Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, að byrja með hinn 19 ára Grétar Ara Guðjónsson í markinu. Og unglingalandsliðsmaðurinn þakkaði traustið og varði 25 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Patrekur á erfitt með að lesa í eftirmann sinn hjá Haukum og hvorn markvörðinn hann láti byrja í kvöld.Hvor byrjar í markinu í kvöld; Morkunas eða Grétar?vísir/anton brinkSkiptir ekki öllu máli hvor byrjar „Það er góð spurning. Í fyrra var maður bara vanur því að Giedrius væri með um 70% markvörslu og hann er búinn að vera frábær fyrir Haukana, líka í ár þótt hann hafi ekki alveg náð sömu hæðum í úrslitakeppninni,“ sagði Patrekur. Þetta sýnir líka hvað það er mikilvægt að vera með tvo góða markmenn. Það skiptir kannski ekki öllu máli hvor þeirra byrjar, þeir eru báðir það öflugir.“ Patrekur er á því að hans gömlu lærisveinar klári oddaleikinn í kvöld og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta verður hörkuleikur en ég held að Haukarnir taki þetta,“ sagði Patrekur sem er nú í óða önn að undirbúa austurríska landsliðið fyrir umspilsleiki við það danska um sæti á HM í Frakklandi á næsta ári. Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Í kvöld fæst úr því skorið hvort Haukar eða Afturelding fagna Íslandsmeistaratitlinum í handbolta karla. Oddaleikur liðanna fer fram í Schenker-höllinni í Hafnarfirði og hefst klukkan 20.00. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið mætast í úrslitum Olís-deildar karla. Úrslitaeinvígið í ár er öllu meira spennandi en í fyrra þar sem Haukar unnu 3-0 og tryggðu sér tíunda Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins. Þjálfari Hauka þá var Patrekur Jóhannesson og Fréttablaðið fékk austurríska landsliðsþjálfarann til að rýna í oddaleikinn í kvöld.Fín auglýsing fyrir handboltann „Einvígið hefur verið gott og spennandi eins og hinn almenni áhugamaður vill. Það hefur verið vel mætt á þessa leiki og handboltinn hefur haft gott af þessu. Gæðin í leikjunum hafa verið góð og þetta er fín auglýsing fyrir handboltann,“ sagði Patrekur sem hefur reynslu af oddaleikjum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Árið 1995 var hann leikmaður KA sem tapaði fyrir Val í oddaleik, 30-27, og 19 árum síðar var hann þjálfari Hauka sem lutu í gras fyrir Eyjamönnum á heimavelli, 28-29. „Það er allt undir, þetta er bara síðasti leikurinn. Þetta verður örugglega svipað og þessir leikir hafa verið, liðin eru áþekk. Mér finnst Haukarnir hafa leyst það vel að vera án Tjörva [Þorgeirssonar] sem er frábær leikmaður. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ sagði Patrekur. Hann hallast síður að því að þreytan muni hafa áhrif á Hauka í kvöld en þeir geta lítið skipt fyrir utan eftir að Tjörvi datt út.Úr leik liðanna.vísir/ernirHaukarnir virka ekki þreyttir „Mér sýnist ekki. Ef maður horfir á Janus [Daða Smárason], þá sést það ekkert á hans leik. Hann er stanslaust að og spilar oftast allan leikinn,“ sagði Patrekur. „Þreytan hefur ekkert háð þeim hingað til. Auðvitað er Afturelding með fleiri menn til að skipta inn á en þegar ég horfi yfir Haukana virka þeir ekki þreyttir. Þetta er líka síðasti leikurinn og þá fá menn oft aukakraft.“ Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar, hefur glímt við meiðsli í úrslitakeppninni en lék talsvert í vörninni í síðasta leik. Patrekur segir að innkoma Böðvars geti skipt máli. „Ef 6-0 vörnin er ekki að virka eiga þeir möguleika á að skipta yfir í 5-1 vörn með Böðvar fyrir framan. Það er alltaf gott að geta spilað allavega tvö varnarafbrigði,“ sagði Patrekur. Hann er, líkt og margir, hrifinn af Mikk Pinnonen, eistneskum leikmanni Aftureldingar, sem hefur skorað 31 mark í leikjunum fjórum í úrslitaeinvíginu. „Það tók hann smá tíma að venjast deildinni en hann hefur verið frábær og það er gott fyrir Aftureldingu að hafa þennan leikmann. Það er gaman að horfa á hann spila og þetta er góður handboltamaður. Hann passar vel inn í lið Aftureldingar og er góður liðsmaður,“ sagði Patrekur um Pinnonen sem kom til Aftureldingar í byrjun árs. Giedrius Morkunas var magnaður í úrslitakeppninni í fyrra og átti stóran þátt í því að Haukar fóru taplausir í gegnum hana. Litháinn hefur ekki fundið sig jafn vel í ár og í síðasta leik ákvað Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, að byrja með hinn 19 ára Grétar Ara Guðjónsson í markinu. Og unglingalandsliðsmaðurinn þakkaði traustið og varði 25 skot, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Patrekur á erfitt með að lesa í eftirmann sinn hjá Haukum og hvorn markvörðinn hann láti byrja í kvöld.Hvor byrjar í markinu í kvöld; Morkunas eða Grétar?vísir/anton brinkSkiptir ekki öllu máli hvor byrjar „Það er góð spurning. Í fyrra var maður bara vanur því að Giedrius væri með um 70% markvörslu og hann er búinn að vera frábær fyrir Haukana, líka í ár þótt hann hafi ekki alveg náð sömu hæðum í úrslitakeppninni,“ sagði Patrekur. Þetta sýnir líka hvað það er mikilvægt að vera með tvo góða markmenn. Það skiptir kannski ekki öllu máli hvor þeirra byrjar, þeir eru báðir það öflugir.“ Patrekur er á því að hans gömlu lærisveinar klári oddaleikinn í kvöld og tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta verður hörkuleikur en ég held að Haukarnir taki þetta,“ sagði Patrekur sem er nú í óða önn að undirbúa austurríska landsliðið fyrir umspilsleiki við það danska um sæti á HM í Frakklandi á næsta ári.
Olís-deild karla Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira