Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Una Sighvatsdóttir skrifar 7. júlí 2016 19:18 Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Stjórnarskrármálið er búið að velkjast í kerfinu í langan tíma. Nú eru komin fram þrjú frumvörp að breytingum sem gætu orðið að veruleika gangi allt eftir, en það er skammur tími til stefnu. Alþingi kemur saman að nýju 15. ágúst. Verði kosningar um miðjan október hefur Alþingi því rúman mánuð til að afgreiða frumvörpin. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hyggst ræða við formenn hinna flokkanna í aðdraganda sumarþings til að sjá hvort möguleiki sé að ljúka málinu.Langt í að næsta tækifæri fyrir breytingar „Mér finnst allavega vera vel þess virði að velta því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að nýta þann tíma sem síðsumarþingið gefur til þess að freista þess að ná þessum ákvæðum inn í stjórnarskrána,“ segir Sigurðu Ingi. „Þetta eru hlutir sem menn hafa talað fyrir lengi og það væri í það minnsta þess virði að láta á það reyna, því ellegar er býsna langt í að næsti gluggi opnist á breytingar á stjórnarskrá." Sigurður Ingi gerir ekki ráð fyrir að nýta bráðabirgðarákvæðið, um að unnt sé að breyta stjórnarskipunarlögum með þjóðaratkvæðagreiðslu, verði nýtt heldur verði það gert samkvæmt núverandi stjórnarskrá. „Við myndum samþykkja þetta á yfirstandandi þingi og aftur á nýju þingi eftir kosningar."Meiningarmunur milli nefndarmanna Frumvörpin þrjú eru í meginatriðum samhljóða þeim drögum sem stjórnarskrárnefnd kynnti í febrúar. Um 100 athugasemdir bárust en litlar breytingar voru gerðar og segir Páll Þórhallsson formaður nefndarinnar að meiningarmunur hafi verið meðal nefndarmanna um hve langt ætti að ganga. „Ég er allavega sáttur við að nefndin skilar af sér og það er alveg rétt hjá þér að þetta er búið að taka sinn tíma. Ég held allavega að tillögurnar endurspegli það sem er næst því að vera málamiðlun milli flokkanna og sáttagrundvöllur.“ Málið er nú úr höndum stjórnarskrárnefndar. Páll vill ekki leggja mat á hversu líklegt er að frumvörpin verði samþykkt af Alþingi, en ferlið allt sýni að rökræðulýðræði sé tímafrekt. „Ef menn vilja fara þá leið sem er reynd núna að alllir flokkar standi að málinu þá tekur það sinn tíma, jafnvel bara um þessi þrjú ákvæði.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira