Hermann: Dómararnir tóku stigin af okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2016 20:24 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis. vísir/hanna Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“ Fleiri viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“ Fleiri viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00