Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2016 21:00 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/hanna Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en eftir markalausan fyrri hálfleik náðu Fylkismenn forystu á 55. mínútu með skallamarki Alvaro Montejo. Fylkismenn að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það leit allt út fyrir að liðið myndi ná í þrjú stig. Fyrrum Fylkismaðurinn, Ingimundur Níels Óskarsson, var á öðru máli en hann jafnaði metin með skallamarki á 95. mínútu. Uppgefinn uppbótartími, fjórar mínútur, var liðinn þegar Fjölnir fékk aukaspyrnu sem dæmd var á Ásgeir Örn Arnþórsson en úr henni kom sendingin inn á teig gestanna sem varð til þess að Ingimundur Níels skoraði með skalla af stuttu færi. Fylkismenn voru gríðarlega ósáttir við störf Erlendar Eiríkssonar dómara og mótmæltu henni mjög í leikslok. En fyrir vikið er Fylkir enn fjórum stigum frá fallsæti og Fjölnir mistókst að fara upp að hlið Breiðabliks í öðru sæti. Fjölnir er í þriðja sæti með 28 stig en Fylkir í því ellefta með fjórtán.Af hverju varð jafntefli? Fylkismenn þurftu enn og aftur að bíta í það súra epli að tapa stigum á lokamínútm leikja sinna. Ótrúlegt en satt. Þó svo að Árbæingar kenna störfum dómaranna um þá hefðu þeir átt að nýta sín dauðafæri betur og ganga frá þessum leik. Ef ekki, þá að minnsta kosti tefja eins og þeir gátu undir lokin. En það gerðu þeir ekki og Fjölnismenn nýttu síðasta færið sitt í leiknum. Bæði lið fengu færi til að skora mýgrút af mörkum í þessum leik en allt kom fyrir ekki. Völlurinn var erfiður, menn mistækir og samkvæmt öllu hefðu menn átt að vera duglegri að refsa fyrir það. Fylkismenn virtust hafa þó gert nóg til að vinna dýrmæt þrjú stig en allt kom fyrir ekki.Hverjir stóðu upp úr? Martin Lund Pedersen var mikið í boltanum hjá Fjölni og stóð sig vel og hið sama má segja um Arnar Braga Bergsson sem var í stóru hlutverki á miðju Fylkis, auk þess sem að hann tók aukaspyrnur, horn og sín löngu sóknarinnköst. Varnarlínan stóð sig vel í báðum liðum og markverðirnir líka. Þá verður að geta þess að Fylkismenn brugðust vel við þeim breytingum sem Hermann Hreiðarsson gerði á liðinu en alls voru þær sex talsins á byrjunarliði Fylkis. Ásgeir Börkur kom inn og fór fyrir baráttunni á miðjunni, eins og hann hefur svo oft áður gert.Hvað gekk vel? Fjölnismenn nýttu kantana vel til að búa til færi og það gekk á köflum ágætlega. En Fylkismenn áttu yfirleitt svar í vörninni, sérstaklega gegn háu boltanum sem komu frá heimamönnum. Það var því grátlegt fyrir Fylki að hafa fengið á sig jöfnunarmark eftir slíka sendingu, þegar varnarlína Fylkis hafði varist því vel allan leikinn. Baráttan var til fyrirmyndar hjá Fylki í dag. Liðið varðist vel og minnti stuðningsmenn sína á eftir hörmulega frammistöðu í síðasta leik að liðið ætlar sér að berjast fyrir lífi sínu í Pepsi-deildinni af einhverjum krafti.Hvað gekk illa? Fylkismönnum gekk afar illa að nýta færin sín. Albert Brynjar komst einn gegn markverði en nýtti það ekki. Svo fékk Fylkir skyndisókn á 94. mínútu en létu dæma á sig rangstöðu. Svo braut Ásgeir Örn Arnþórsson klaufalega á Martin Lund Pedersen sem bjó til jöfnunarmark Fjölnis. Ótrúleg röð atvika sem varð til þess að Fylkir tapaði tveimur stigum, þó svo að spyrja megi að því af hverju það var ekki búið að flauta leikinn af, enda uppgefinn uppbótartími liðinn. Fjölnismenn fengu líka færi sem þeir nýttu illa og gegn betri liðum en Fylki hefði þeim verið refsað mun meira fyrir frammistöðu þeirra fyrir framan mark andstæðingsins.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjafrí og bæði lið fá tíma til að safna kröftum fyrir lokasprettinn í baráttunni. Fjölnir er að berjast um Evrópusæti en Fylkir fyrir lífi sínu í deildinni. Fylkir mætir næst Víkingi Ólafsvík á heimavelli en ljóst er að það verður afar þýðingamikill leikur fyrir bæði lið. Fjölnir mætri Víkingi Reykjavík á útivelli.Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.vísir/hannaHermann: Dómararnir tóku stigin af okkur Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“Ágúst á hliðarlínunni.vísir/hannaÁgúst: Áttum að klára þennan leik Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld, þó svo að hans menn hafði náð að bjarga stigi með síðbúnu marki. „Við áttum að vera komnir inn í þennan leik mikið fyrr. En við fengum á okkur mark úr föstu leikatriði og þeir eru hættulegir í því,“ sagði Ágúst. „Eftir markið fannst mér við ná að stjórna leiknum ágætlega en brjótum þá aldrei. Við áttum að vísu skot í stöng og svo gerist það sama og í síðasta leik, við skorum flautumark.“ Hann segir ótrúlegt að Fjölnismenn hafi ekki skorað fleiri mörk í þessum leik. „Við fengum færin til þess og þurftum á þremur stigum að halda, rétt eins og Fylkir. Eitt stig hjálpar hvorugu liði mikið. En núna er gott frí fram undan og við ætlum að koma sterkir í lokasprettinn og tryggja okkur Evrópusætið.“Ingimundur Níels: Ljótt að gera gömlu félögunum óleikIngimundur Níels Óskarsson skoraði jöfnunarmark Fjölnis gegn Fylki í kvöld eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Ingimundur sneri aftur í Fjölni frá Fylki á miðju tímabili. „Það er gott að skora en mínir gömlu félagar eru í mikilli baráttu og ljótt að gera þeim óleik. En við erum sjálfir í baráttu og við tökum því stigið. Það þýðir ekkert að vorkenna þeim.“ Hann fagnaði marki sínu vel og innilega og segir að ekkert annað hefði verið í stöðunni. „Þegar menn skora þá gleðjast þeir. Þessir strákar eru nógu harðir til að þola það.“ Ingimundur Níels segir að markið hefði kannski ekki legið í loftinu og að Fylkir hefði verið nær því að skora undir lokin, þegar þeir sluppu einir inn fyrir vörn Fjölnis. „Við lágum á þeim undir lokin og vorum um leið galopnir til baka. Þeir komast svo þrír gegn einum hafsent hjá okkur og ég vil meina að ef Albert hefði fengið boltann í þeirri stöðu þá hefði leikurinn farið 2-0.“Ásgeir Börkur: Snýst bara um okkur Ásgeir Börkur Ásgeirsson segist ekkert fylgjast með gengi annarra liða í botnbaráttunni en Fylkir varð af dýrmætum stigum í henni er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölni í kvöld. „Þetta var virkilega grátlegt. Við lögðum mikið í þetta, allir saman, og vorum á milljón frá fyrstu mínútu,“ sagði fyrirliði Fylkismanna. „Við buðum ekki hættunni heim að mínu mati. Við erum með fjóra menn yfir 1,90 í öftustu línu og höfðum verið að jarða þá allan leikinn. Ég hafði ekki áhyggjur.“ Hann segir að honum sé alveg sama þó svo að ÍBV, sem er næsta lið fyrir ofan Fylki í töflunni, hafi gert jafntefli í kvöld. „Mér er skítsama um hvað ÍBV og öllur önnur lið gera. Þetta snýst bara um okkur. Ef við verðum eins og grenjandi ljón í síðustu leikjunum þá hef ég engar áhyggjur.“ „Þetta var ekki fallegasti fótboltinn sem við spiluðum í kvöld en það skiptir ekki máli. Við þurfum stig og því miður fengum við bara eitt í dag.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en eftir markalausan fyrri hálfleik náðu Fylkismenn forystu á 55. mínútu með skallamarki Alvaro Montejo. Fylkismenn að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og það leit allt út fyrir að liðið myndi ná í þrjú stig. Fyrrum Fylkismaðurinn, Ingimundur Níels Óskarsson, var á öðru máli en hann jafnaði metin með skallamarki á 95. mínútu. Uppgefinn uppbótartími, fjórar mínútur, var liðinn þegar Fjölnir fékk aukaspyrnu sem dæmd var á Ásgeir Örn Arnþórsson en úr henni kom sendingin inn á teig gestanna sem varð til þess að Ingimundur Níels skoraði með skalla af stuttu færi. Fylkismenn voru gríðarlega ósáttir við störf Erlendar Eiríkssonar dómara og mótmæltu henni mjög í leikslok. En fyrir vikið er Fylkir enn fjórum stigum frá fallsæti og Fjölnir mistókst að fara upp að hlið Breiðabliks í öðru sæti. Fjölnir er í þriðja sæti með 28 stig en Fylkir í því ellefta með fjórtán.Af hverju varð jafntefli? Fylkismenn þurftu enn og aftur að bíta í það súra epli að tapa stigum á lokamínútm leikja sinna. Ótrúlegt en satt. Þó svo að Árbæingar kenna störfum dómaranna um þá hefðu þeir átt að nýta sín dauðafæri betur og ganga frá þessum leik. Ef ekki, þá að minnsta kosti tefja eins og þeir gátu undir lokin. En það gerðu þeir ekki og Fjölnismenn nýttu síðasta færið sitt í leiknum. Bæði lið fengu færi til að skora mýgrút af mörkum í þessum leik en allt kom fyrir ekki. Völlurinn var erfiður, menn mistækir og samkvæmt öllu hefðu menn átt að vera duglegri að refsa fyrir það. Fylkismenn virtust hafa þó gert nóg til að vinna dýrmæt þrjú stig en allt kom fyrir ekki.Hverjir stóðu upp úr? Martin Lund Pedersen var mikið í boltanum hjá Fjölni og stóð sig vel og hið sama má segja um Arnar Braga Bergsson sem var í stóru hlutverki á miðju Fylkis, auk þess sem að hann tók aukaspyrnur, horn og sín löngu sóknarinnköst. Varnarlínan stóð sig vel í báðum liðum og markverðirnir líka. Þá verður að geta þess að Fylkismenn brugðust vel við þeim breytingum sem Hermann Hreiðarsson gerði á liðinu en alls voru þær sex talsins á byrjunarliði Fylkis. Ásgeir Börkur kom inn og fór fyrir baráttunni á miðjunni, eins og hann hefur svo oft áður gert.Hvað gekk vel? Fjölnismenn nýttu kantana vel til að búa til færi og það gekk á köflum ágætlega. En Fylkismenn áttu yfirleitt svar í vörninni, sérstaklega gegn háu boltanum sem komu frá heimamönnum. Það var því grátlegt fyrir Fylki að hafa fengið á sig jöfnunarmark eftir slíka sendingu, þegar varnarlína Fylkis hafði varist því vel allan leikinn. Baráttan var til fyrirmyndar hjá Fylki í dag. Liðið varðist vel og minnti stuðningsmenn sína á eftir hörmulega frammistöðu í síðasta leik að liðið ætlar sér að berjast fyrir lífi sínu í Pepsi-deildinni af einhverjum krafti.Hvað gekk illa? Fylkismönnum gekk afar illa að nýta færin sín. Albert Brynjar komst einn gegn markverði en nýtti það ekki. Svo fékk Fylkir skyndisókn á 94. mínútu en létu dæma á sig rangstöðu. Svo braut Ásgeir Örn Arnþórsson klaufalega á Martin Lund Pedersen sem bjó til jöfnunarmark Fjölnis. Ótrúleg röð atvika sem varð til þess að Fylkir tapaði tveimur stigum, þó svo að spyrja megi að því af hverju það var ekki búið að flauta leikinn af, enda uppgefinn uppbótartími liðinn. Fjölnismenn fengu líka færi sem þeir nýttu illa og gegn betri liðum en Fylki hefði þeim verið refsað mun meira fyrir frammistöðu þeirra fyrir framan mark andstæðingsins.Hvað gerist næst? Nú tekur við landsleikjafrí og bæði lið fá tíma til að safna kröftum fyrir lokasprettinn í baráttunni. Fjölnir er að berjast um Evrópusæti en Fylkir fyrir lífi sínu í deildinni. Fylkir mætir næst Víkingi Ólafsvík á heimavelli en ljóst er að það verður afar þýðingamikill leikur fyrir bæði lið. Fjölnir mætri Víkingi Reykjavík á útivelli.Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis.vísir/hannaHermann: Dómararnir tóku stigin af okkur Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“Ágúst á hliðarlínunni.vísir/hannaÁgúst: Áttum að klára þennan leik Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í 1-1 jafnteflinu gegn Fylki í kvöld, þó svo að hans menn hafði náð að bjarga stigi með síðbúnu marki. „Við áttum að vera komnir inn í þennan leik mikið fyrr. En við fengum á okkur mark úr föstu leikatriði og þeir eru hættulegir í því,“ sagði Ágúst. „Eftir markið fannst mér við ná að stjórna leiknum ágætlega en brjótum þá aldrei. Við áttum að vísu skot í stöng og svo gerist það sama og í síðasta leik, við skorum flautumark.“ Hann segir ótrúlegt að Fjölnismenn hafi ekki skorað fleiri mörk í þessum leik. „Við fengum færin til þess og þurftum á þremur stigum að halda, rétt eins og Fylkir. Eitt stig hjálpar hvorugu liði mikið. En núna er gott frí fram undan og við ætlum að koma sterkir í lokasprettinn og tryggja okkur Evrópusætið.“Ingimundur Níels: Ljótt að gera gömlu félögunum óleikIngimundur Níels Óskarsson skoraði jöfnunarmark Fjölnis gegn Fylki í kvöld eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Ingimundur sneri aftur í Fjölni frá Fylki á miðju tímabili. „Það er gott að skora en mínir gömlu félagar eru í mikilli baráttu og ljótt að gera þeim óleik. En við erum sjálfir í baráttu og við tökum því stigið. Það þýðir ekkert að vorkenna þeim.“ Hann fagnaði marki sínu vel og innilega og segir að ekkert annað hefði verið í stöðunni. „Þegar menn skora þá gleðjast þeir. Þessir strákar eru nógu harðir til að þola það.“ Ingimundur Níels segir að markið hefði kannski ekki legið í loftinu og að Fylkir hefði verið nær því að skora undir lokin, þegar þeir sluppu einir inn fyrir vörn Fjölnis. „Við lágum á þeim undir lokin og vorum um leið galopnir til baka. Þeir komast svo þrír gegn einum hafsent hjá okkur og ég vil meina að ef Albert hefði fengið boltann í þeirri stöðu þá hefði leikurinn farið 2-0.“Ásgeir Börkur: Snýst bara um okkur Ásgeir Börkur Ásgeirsson segist ekkert fylgjast með gengi annarra liða í botnbaráttunni en Fylkir varð af dýrmætum stigum í henni er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Fjölni í kvöld. „Þetta var virkilega grátlegt. Við lögðum mikið í þetta, allir saman, og vorum á milljón frá fyrstu mínútu,“ sagði fyrirliði Fylkismanna. „Við buðum ekki hættunni heim að mínu mati. Við erum með fjóra menn yfir 1,90 í öftustu línu og höfðum verið að jarða þá allan leikinn. Ég hafði ekki áhyggjur.“ Hann segir að honum sé alveg sama þó svo að ÍBV, sem er næsta lið fyrir ofan Fylki í töflunni, hafi gert jafntefli í kvöld. „Mér er skítsama um hvað ÍBV og öllur önnur lið gera. Þetta snýst bara um okkur. Ef við verðum eins og grenjandi ljón í síðustu leikjunum þá hef ég engar áhyggjur.“ „Þetta var ekki fallegasti fótboltinn sem við spiluðum í kvöld en það skiptir ekki máli. Við þurfum stig og því miður fengum við bara eitt í dag.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira