Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2016 10:30 Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Evrópumeistari áhugamanna í MMA, berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður í Kansas annað kvöld þegar hún mætir Ashley Greenway á bardagakvöldi Invicta FC. Búið er að gefa út stutta heimildamynd um Sunnu sem er framleidd af Bakland en í henni er farið stuttlega yfir feril sunnu og spjallað við æfingafélaga hennar og vini.Sjá einnig:Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Einn þeirra sem tjáir sig um Sunnu og möguleika hennar sem bardagakona í framtíðinni er sjálfur Conor McGregor, skærasta stjarnan í UFC, en hann er mikill Íslandsvinur og góðvinur Gunnars Nelson til margra ára. „Hún verður meistari í framtíðinni. Það er engin spurning. Hún leggur mikið á sig,“ segir Conor, en einnig er spjallað við Gunnar Nelson og þjálfara þeirra beggja, John Kavanagh. „Ég man þegar ég kom hingað fyrir mörgum árum þá var Sunna hérna og alltaf þegar ég kem aftur er hún búin að bæta sig,“ segir Írinn.Sjá einnig:Stærsti bardaginn var við sorgina „Hún hefur þennan ákafa sem bardagamaður verður að hafa og er virkilega spennandi efni í 115 punda deild kvenna. Það verður tekið eftir henni hvert sem hún fer.“ „Þetta er stórt skref hjá henni að vera komin í Invicta en hún er meira en tilbúin fyrir þessa áskorun. Ég hlakka til að sjá hvernig henni gengur og að styðja hana alla leið,“ segir Conor McGregor. Sunna Rannveig verður vigtuð í kvöld en fyrsti atvinnumannabardaginn fer svo fram annað kvöld. Heimildamyndina má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00 Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, Evrópumeistari áhugamanna í MMA, berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður í Kansas annað kvöld þegar hún mætir Ashley Greenway á bardagakvöldi Invicta FC. Búið er að gefa út stutta heimildamynd um Sunnu sem er framleidd af Bakland en í henni er farið stuttlega yfir feril sunnu og spjallað við æfingafélaga hennar og vini.Sjá einnig:Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Einn þeirra sem tjáir sig um Sunnu og möguleika hennar sem bardagakona í framtíðinni er sjálfur Conor McGregor, skærasta stjarnan í UFC, en hann er mikill Íslandsvinur og góðvinur Gunnars Nelson til margra ára. „Hún verður meistari í framtíðinni. Það er engin spurning. Hún leggur mikið á sig,“ segir Conor, en einnig er spjallað við Gunnar Nelson og þjálfara þeirra beggja, John Kavanagh. „Ég man þegar ég kom hingað fyrir mörgum árum þá var Sunna hérna og alltaf þegar ég kem aftur er hún búin að bæta sig,“ segir Írinn.Sjá einnig:Stærsti bardaginn var við sorgina „Hún hefur þennan ákafa sem bardagamaður verður að hafa og er virkilega spennandi efni í 115 punda deild kvenna. Það verður tekið eftir henni hvert sem hún fer.“ „Þetta er stórt skref hjá henni að vera komin í Invicta en hún er meira en tilbúin fyrir þessa áskorun. Ég hlakka til að sjá hvernig henni gengur og að styðja hana alla leið,“ segir Conor McGregor. Sunna Rannveig verður vigtuð í kvöld en fyrsti atvinnumannabardaginn fer svo fram annað kvöld. Heimildamyndina má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00 Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09 Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Sjá meira
Sunna Rannveig: „Það er eitthvað við það þegar búrið lokast“ Sjáðu leiðina að búrinu hjá Evrópumeistaranum Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem þreytir fraumraun sína í Invicta á föstudagskvöldið. 19. september 2016 16:00
Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09