Hafa slitið stjórnarviðræðunum Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2016 17:41 Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“ Kosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Búið er að slíta stjórnarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þetta var niðurstaða formanna flokkanna á fundi þeirra klukkan fimm í Alþingishúsinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði við fréttastofu rétt í þessu að hún væri ekki búin að gera upp við sig hvort hún skili stjórnarmyndunarumboðinu. Sagðist hún ætla að þingflokksfund og sofa síðan á ákvörðuninni. Lengst var á milli Viðreisnar og Vinstri grænna varðandi fjármál ríkisins. Katrín sagði við fréttastofu eftir fundinn að 30 manns úr fimm flokkum hefðu fundað undanfarna daga og farið yfir málefnin. Sagði Katrín þá fundi hafa verið mjög góða og fært þessa fimm flokka nær hver öðrum. Hún sagði hins vegar ljóst að ekki hafi allir flokkar sannfæringu fyrir því að halda þessu verkefni áfram. „Og ég hef því ákveðið að þessum viðræðum sé lokið,“ sagði Katrín sem upplýsti forseta Íslands um þessa stöðu fyrir fund sinn með formönnunum klukkan fimm. Hún sagði að það liggi fyrir að málefnalega hafi verið lengst á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Hún sagði að hún muni vafalaust ræða við forsetann á morgun um stöðu mála. Þangað til ætlar hún að ræða við þingflokk sinn og sofa á málinu. „Auðvitað eru þetta vonbrigði,“ svaraði Katrín þegar hún var beðin um að lýsa tilfinningum sínum gagnvart þessari niðurstöðu. Hún sagðist hafa farið inn í þessari viðræður af heilum hug og finnst leiðinlegt hvernig fór. „Í morgun lagði ég ríka áherslu á það við aðra formenn að við myndum tala mjög skýrt um það hvort við hefðum sannfæringu fyrir því að halda áfram, halda áfram í að ljúka myndun ríkisstjórnar. Hefðum sannfæringu fyrir því að starfa saman sem ríkisstjórn. Formennirnir fóru inn í sína flokka og fóru yfir þessi mál og þá liggur fyrir að sú sannfæring er ekki nógu mikil til að halda áfram.“
Kosningar 2016 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira