Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:45 Rúnar Kárason í hörðum slag. vísir/afp Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik var valtað yfir strákana okkar gegn sterkum Frökkum í Lille. HM-ævintýrinu er því lokið þetta árið en liðið fer heim með mikla reynslu í farteskinu. Þeir féllu út með mikilli sæmd. Það höfðu margir áhyggjur af því að 28 þúsund áhorfendur myndu hræða okkar menn svo rosalega að það yrði keyrt yfir þá í upphafi leiks. Það var sko öðru nær. Á meðan okkar menn mættu með kassann úti virtist hið reynda lið Frakklands vera drullustressað. Með þjóðina á herðunum og allt það. Okkar menn gengu á lagið og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Það var yndislegt að heyra þöngina í húsinu er strákarnir röðuðu inn mörkunum. Nikola Karabatic skoraði fyrsta mark Frakkanna eftir fimm og hálfa mínútu. Strákarnir okkar héldu áfram að spila frábæra vörn og uppstilltur sóknarleikur var sá besti til þessa á mótinu. Smám saman klóruðu heimamenn sig inn í leikinn og eftir korter náðu þeir í fyrsta skipti að jafna, 7-7. Fimm mínútum síðar voru Frakkar komnir yfir í fyrsta skipti, 9-8. Vörnin farin að smella hjá Frökkunum og maður beið eftir að þeir settu í fimmta gírinn. Það var bara ekkert í boði hjá okkar mönnum. Þeir gáfu ekki tommu eftir og munurinn aðeins eitt mark, 14-13, í hálfleik. Stórkostleg frammistaða í fyrri hálfleiknum og með smá klókindum hefði íslenska liðið getað verið yfir. Það voru fáir varðir boltar og eftir mikinn aga í sókninni fyrstu 20 mínúturnar komu óþarflega margir tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum. Ólafur Guðmundsson var að eiga sinn langbesta leik á mótinu, Rúnar klúðraði svolítið framan af en kom svo sterkur til baka. Við fengum ekki mark úr horni eða línu heldur í hálfleiknum en við fengum frábæra vörn, hugrekki og ákveðni sem skilaði liðinu því að það var enn inn í leiknum. Eins og strákarnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel þá byrjuðu þeir þann seinni jafn illa. Þeir tóku léleg skot, köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað og Frakkar gengu á lagið. Þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af hálfleiknum voru heimamenn komnir með fimm marka forskot, 19-14. Geir Sveinsson varð að taka leikhlé. Menn algjörlega búnir að missa hausinn og meira að segja vörnin hætt að virka. Markvarslan engin sem fyrr. Vörn Frakka var vissulega frábær en sóknarleikurinn var of hægur og ekki sama hugrekki hjá okkur mönnum og í fyrri hálfleik. Því er nú verr og miður. Fyrra leikhlé Geirs skilaði nákvæmlega engu og hann neyddist til að taka seinna leikhléið sitt eftir aðeins ellefu mínútur í síðari hálfleik. Staðan 23-16 og verið að labba yfir drengina okkar við mikla kátínu 28 þúsund Frakka í höllinni. Eftir að hafa aðeins tapað einum bolta fyrstu 20 mínútur leiksins tapaði liðið fimm á síðustu tíu. Það tapaði svo aftur fimm boltum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það er einfaldlega allt, allt of mikið. Geir prófaði að spila með sjö í sókn og við það lagaðist sóknarleikurinn aðeins. Svo kom vörn og markvarsla. Við það opnaðist smá rifa á glugganum. 24-20 og tólf mínútur eftir. Það verður ekki tekið af strákunum okkar að þeir eru með stórt hjarta. Þeir bara neituðu að gefast upp og köstuðu sér á alla bolta. Það var því miður bara ekki nóg. Andstæðingurinn of sterkur og strákarnir urðu að játa sig sigraða en þeir skildu svo sannarlega allt eftir á gólfinu. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik var valtað yfir strákana okkar gegn sterkum Frökkum í Lille. HM-ævintýrinu er því lokið þetta árið en liðið fer heim með mikla reynslu í farteskinu. Þeir féllu út með mikilli sæmd. Það höfðu margir áhyggjur af því að 28 þúsund áhorfendur myndu hræða okkar menn svo rosalega að það yrði keyrt yfir þá í upphafi leiks. Það var sko öðru nær. Á meðan okkar menn mættu með kassann úti virtist hið reynda lið Frakklands vera drullustressað. Með þjóðina á herðunum og allt það. Okkar menn gengu á lagið og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Það var yndislegt að heyra þöngina í húsinu er strákarnir röðuðu inn mörkunum. Nikola Karabatic skoraði fyrsta mark Frakkanna eftir fimm og hálfa mínútu. Strákarnir okkar héldu áfram að spila frábæra vörn og uppstilltur sóknarleikur var sá besti til þessa á mótinu. Smám saman klóruðu heimamenn sig inn í leikinn og eftir korter náðu þeir í fyrsta skipti að jafna, 7-7. Fimm mínútum síðar voru Frakkar komnir yfir í fyrsta skipti, 9-8. Vörnin farin að smella hjá Frökkunum og maður beið eftir að þeir settu í fimmta gírinn. Það var bara ekkert í boði hjá okkar mönnum. Þeir gáfu ekki tommu eftir og munurinn aðeins eitt mark, 14-13, í hálfleik. Stórkostleg frammistaða í fyrri hálfleiknum og með smá klókindum hefði íslenska liðið getað verið yfir. Það voru fáir varðir boltar og eftir mikinn aga í sókninni fyrstu 20 mínúturnar komu óþarflega margir tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum. Ólafur Guðmundsson var að eiga sinn langbesta leik á mótinu, Rúnar klúðraði svolítið framan af en kom svo sterkur til baka. Við fengum ekki mark úr horni eða línu heldur í hálfleiknum en við fengum frábæra vörn, hugrekki og ákveðni sem skilaði liðinu því að það var enn inn í leiknum. Eins og strákarnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel þá byrjuðu þeir þann seinni jafn illa. Þeir tóku léleg skot, köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað og Frakkar gengu á lagið. Þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af hálfleiknum voru heimamenn komnir með fimm marka forskot, 19-14. Geir Sveinsson varð að taka leikhlé. Menn algjörlega búnir að missa hausinn og meira að segja vörnin hætt að virka. Markvarslan engin sem fyrr. Vörn Frakka var vissulega frábær en sóknarleikurinn var of hægur og ekki sama hugrekki hjá okkur mönnum og í fyrri hálfleik. Því er nú verr og miður. Fyrra leikhlé Geirs skilaði nákvæmlega engu og hann neyddist til að taka seinna leikhléið sitt eftir aðeins ellefu mínútur í síðari hálfleik. Staðan 23-16 og verið að labba yfir drengina okkar við mikla kátínu 28 þúsund Frakka í höllinni. Eftir að hafa aðeins tapað einum bolta fyrstu 20 mínútur leiksins tapaði liðið fimm á síðustu tíu. Það tapaði svo aftur fimm boltum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það er einfaldlega allt, allt of mikið. Geir prófaði að spila með sjö í sókn og við það lagaðist sóknarleikurinn aðeins. Svo kom vörn og markvarsla. Við það opnaðist smá rifa á glugganum. 24-20 og tólf mínútur eftir. Það verður ekki tekið af strákunum okkar að þeir eru með stórt hjarta. Þeir bara neituðu að gefast upp og köstuðu sér á alla bolta. Það var því miður bara ekki nóg. Andstæðingurinn of sterkur og strákarnir urðu að játa sig sigraða en þeir skildu svo sannarlega allt eftir á gólfinu.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira