Tottenham er úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-2 jafntefli við Gent á Wembley í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum í kvöld. Gent vann fyrri leikinn í Belgíu 1-0 og einvígið því samanlagt 3-2.
Kvöldið byrjaði vel fyrir Tottenham því Christian Eriksen kom liðinu yfir á 10. mínútu.
Tíu mínútum síðar skallaði Harry Kane boltann í eigið mark og staða Spurs því orðin erfið.
Hún varð enn erfiðari þegar Dele Alli fékk að líta rauða spjaldið á 39. mínútu fyrir ruddabrot.
Victor Wanyama gaf Tottenham von með marki á 61. mínútu en Jérémy Perbert slökkti þann vonarneista þegar hann jafnaði metin í 2-2 á 82. mínútu.
Fleiri urðu mörkin ekki og Tottenham er því úr leik.
Kane skoraði sjálfsmark, Alli sá rautt og Spurs úr leik | Sjáðu mörkin og rauða spjaldið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
