Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Valur 2-4 | Yfirburðir Vals miklir en sigurinn óþægilegur Árni Jóhannsson skrifar 8. maí 2017 22:45 Skagamenn fagna marki gegn FH í síðustu umferð. vísir/andri Valur gerði góða ferð upp á Skaga og sótti þar þrjú stig í greipar ÍA með því að vinna leik þeirra 2-4 í stórskemmtilegum leik. Þeir hefðu með réttu átt að sigla þessum úrslitum mun þægilegra heim en þeir gerðu. Skagamenn nýttu tvö föst leikatriði og Valsmenn fóru mjög illa að ráði sínu upp við markið og höfðu Valsmenn einungis eitt mark í forskot þangað til í uppbótartíma en Skagamenn fengu færi til að jafna í lokin og geta þakka markverði sínum fyrir og Nikolaj Hansen sem skoraði fjórða markið í uppbótartíma.Afhverju vann Valur?Í einu orði sagt þá eru Valsmenn betri í fótbolta en ÍA. Hver sóknaraldan skall á vörn Skagamanna sem geta þakkað markverði sínum og varnarmönnum sem voru duglegir að henda sér fyrir boltann að sigurinn varð ekki stærri. Valsmenn voru duglegir að koma boltanum í lappirnar á Guðjóni Pétri Lýðssyni sem var svo duglegur að finna Acoff og aðra sóknarmenn Vals á sprettinum upp hægri kantinn þannig að það sköpuðust mýgrútur af færum en Valsmenn fóru nokkrum sinnum mjög illa að ráði sínu fyrir framan markið þannig að úr var að seinustu mínúturnar urðu óþægilegar fyrir þá. Skagamenn áttu ekki góðan dag en nýttu tvö föst leikatriði þannig að munurinn var ekki nema eitt mark þegar um 15 mínútur voru eftir og fengu færi til að jafna en markvörður Vals og svo Nikolaj Hansen sáu til þess að Valur keyrir í bæinn með þrjú stig.Hverjir stóðu upp úr?Guðjón Pétur Lýðsson var valinn maður leiksins af blaðamanni en hann skoraði mark og gaf eina stoðsendingu í leiknum ásamt því að spila boltanum vel og komast í mörg ágætis færi sjálfur. Aðrir hjá Valsmönnum sem vert er að nefna eru Dion Acoff sem ógnaði stöðugt af hægri kantinum, Sigurður Egill Lárusson sem skoraði mark en var klaufi upp við markið á öðrum stundum og hefði getað bætt við hæglega. Valsliðið allt leit þó mjög vel út og ef þetta eru vísbendingar um framhaldið þá erum við að fara að sjá Val í baráttu um toppsætin í sumar. Hjá ÍA er hægt að taka Þórð Þ. Þórðarson út sem besta mann þeirra en hann skoraði glæsilegt mark og lagði upp annað mark Skagamanna.Hvað gekk illa?Heimamönnum gekk illa í varnarleik sínum og úr varð að þeim gekk illa að búa til sóknir vegna þess að spil þeirra úr öftustu línu gekk ekki upp. Þeir byrjuðu leikinn ágætlega og reyndu langar sendingar fram völlinn sem Tryggvi Hrafn var duglegur að elta ná að skapa smá usla í vörn Valsmanna en þegar það datt út áttu þeir engin svör við leik gestanna sem sýndu mikla yfirburði á löngum köflum leiksins. Valsmönnum gekk hinsvegar mjög illa að nýta mörg færi sem þeir sköpuðu sér og hæglega hefðu þeir átt að vera búnir að gera út um leikinn og hefðu mörk þeirra hæglega getað verið 6 eða fleiri.Hvað næst?ÍA fer næst í Frostaskjólið og etur kappi við KR þannig að það er skammt stórra högga á milli hjá Skagamönnum sem hafa þá eftir þann leik mætt þremur liðum sem spáð er hvað bestu gengi í sumar. Þeir þurfa hinsvegar að nýta tímann fram að leik veil til að stoppa í götin í varnarleik sínum sem hefur verið afleitur á köflum og eru átta mörk komin í mörk fengin á sig dálkinn í töflunni. Valsmenn fá hinsvegar FH í heimsókn og er það leikur af stærri gerðinni. Valsmenn eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar með sex stig og tveggja stiga forystu á næstu lið. Þar á meðal eru FH-ingar sem gerðu jafntefli við KA fyrr í kvöld. Þeir mæta því líklega brjálaðir til leiks en ef Valsmenn halda uppteknum hætti þá geta þeir vel staðið í hárinu á FH-ingum.Ólafur Davíð Jóhannesson: Teljum okkur vera með lið sem getur veitt risunum þarna keppniÞjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn í leikslok enda góður sigur á erfiðum útivelli og fjögur mörk skoruð. Hann var spurður hvort þetta hafi ekki verið óþægilegra en það þurfti að vera. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið óþæglegt fyrir okkur en ég er mjög ánægður með leikinn, við spiluðum fínann fótbolta og skorum fjögur mörk. Það var kannski óþarfa stress á okkur þar sem við hleyptum þeim aftur inn í leikinn. En fyrst og fremst ánægður með leik minna manna.“ „Við hugsum nú fyrst og fremst um okkar lið og erum að spila okkar fótbolta sem gengur út á það að fara upp vængina og það gekk vel í dag sérstaklega fyrsta hálftímann“, sagði Ólafur þegar hann var spurður út í uppleggið að fara upp hægra megin enda eru þar leikmenn sem eru góðir í að fara framhjá mönnum og sprengja leikinn upp. Að lokum var Ólafur beðinn að leggja mat á byrjun mótsins hjá Valsmönnum og hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er mjög ánægður með að vinna fyrstu tvo leikina, það er frábært og ég er búinn að segja það að við teljum okkur vera með lið sem getur veitt risunum þarna keppni“.Gunnlaugur Jónsson: Þurfum að fá á okkur eitt eða tvö mörk til að byrja leikina„Við skoruðum allavega tvö mörk og erum hársbreidd frá því að komast í góðar stöður í fyrri hálfleik þar sem hægt hefði verið að skora mörk“, sagði þjálfari ÍA sem var skiljanlega ekki ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Ég þarf að kíkja á þetta betur en þessi leikur er of kaflaskiptur og það eru of margir slakir kaflar í leiknum okkar. Við byrjum aftur illa eins og í seinustu viku og þurfum að fá á okkur eitt eða tvö mörk í bakið til að við byrjum leikinn og það bara gengur ekki upp gegn jafn góðum liðum eins og FH og Val“. Gunnlaugur var spurður hvort hann þyrfti að ná í einhverja leikmenn áður en félagsskiptaglugginn lokar eða þá hvort vandræðin væri hægt að leysa innan frá. „Það er meiningin að laga þetta innanfrá og engar pælingar í gangi um að ná í einhverja leikmenn enda ekki langur tími til stefnu. Glugginn lokar í vikunni þannig að ekkert plan er um að bæta við mannskap“. Hann var þá spurður út í hvað þyrfti að laga hjá hans mönnum. „Fyrst og fremst þurfum við að þétta í götin í vörninni, við erum of gisnir og þurfum hreinlega að spýta all hressilega í lófana í vörninni og byrja leikina eins og menn. Það er enginn talandi og við þurfum að fá þessi grunnatriði fótboltans í lag. Sem betur fer höfum við ágætis tíma til að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er á móti KR. Þannig að það er ekkert annað í stöðunni en að gera eitthvað“. ÍA er nú þegar búið að mæta FH og Val og fara í þriðju umferð í Vesturbæinn til takast á við KR og spurði blaðamaður Gunnlaug hvort hann teldi lið sitt vera óheppið með uppröðunina í byrjun móts enda þrjú lið sem spáð er mjög góðu gengi í sumar. „Það er ekkert hægt að tala um neina óheppni eða heppni. Þetta bara raðast svona, FH um seinustu helgi og Valur núna, reyndar lið sem eru gríðarlega sterk um þessar mundir og sjóðandi heit en við bara tökum því. Það er KR næst og það þýðir ekkert að grenja það hvernig þetta raðast upp og við þurfum bara að mæta í Frostaskjólið. Við gerðum það ágætlega í fyrra og hví ekki núna en það er auðvitað ýmislegt sem þarf að laga ýmislegt og ég ítreka það en við grenjum ekkert byrjunina hvort sem við þurfum að mæta FH og Val eða einhverjum öðrum“.EinkunnirÍAIngvar Þór Kale (M) 4, Aron Ingi Kristinsson 4, Robert Jerzy Menzel 5, Albert Hafsteinsson 4, Tryggvi Hrafn Haraldsson 5, Hallur Flosason 5 (87 Hilmar Halldórsson -), Arnar Már Guðjónsson 5, Hafþór Pétursson 4, Þórður Þorsteinn Þórðarson 6, Rashid Yussuff 4 (46. Garðar Gunnlaugsson 5), Patryk Stefanski 4 (46. Steinar Þorsteinsson 5)ValurAnton Ari Einarsson 5, Einar Karl Ingvarsson 6 (90. Sindri Björnsson -), Haukur Páll Sigurðsson 7, Kristinn Ingi Halldórsson 7 (74. Nikolaj Hansen -), Guðjón Pétur Lýðsson 8 (Maður leiksins) (81. Nikolaj Kohlert -), Sigurður Egill Lárusson 7, Rasmus Steenberg Christiansen 6, Arnar Sveinn Geirsson 6, Dion Jeremy Acoff 8, Orri Sigurður Ómarsson 6, Bjarni Ólafur Eiríksson 7. Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla
Valur gerði góða ferð upp á Skaga og sótti þar þrjú stig í greipar ÍA með því að vinna leik þeirra 2-4 í stórskemmtilegum leik. Þeir hefðu með réttu átt að sigla þessum úrslitum mun þægilegra heim en þeir gerðu. Skagamenn nýttu tvö föst leikatriði og Valsmenn fóru mjög illa að ráði sínu upp við markið og höfðu Valsmenn einungis eitt mark í forskot þangað til í uppbótartíma en Skagamenn fengu færi til að jafna í lokin og geta þakka markverði sínum fyrir og Nikolaj Hansen sem skoraði fjórða markið í uppbótartíma.Afhverju vann Valur?Í einu orði sagt þá eru Valsmenn betri í fótbolta en ÍA. Hver sóknaraldan skall á vörn Skagamanna sem geta þakkað markverði sínum og varnarmönnum sem voru duglegir að henda sér fyrir boltann að sigurinn varð ekki stærri. Valsmenn voru duglegir að koma boltanum í lappirnar á Guðjóni Pétri Lýðssyni sem var svo duglegur að finna Acoff og aðra sóknarmenn Vals á sprettinum upp hægri kantinn þannig að það sköpuðust mýgrútur af færum en Valsmenn fóru nokkrum sinnum mjög illa að ráði sínu fyrir framan markið þannig að úr var að seinustu mínúturnar urðu óþægilegar fyrir þá. Skagamenn áttu ekki góðan dag en nýttu tvö föst leikatriði þannig að munurinn var ekki nema eitt mark þegar um 15 mínútur voru eftir og fengu færi til að jafna en markvörður Vals og svo Nikolaj Hansen sáu til þess að Valur keyrir í bæinn með þrjú stig.Hverjir stóðu upp úr?Guðjón Pétur Lýðsson var valinn maður leiksins af blaðamanni en hann skoraði mark og gaf eina stoðsendingu í leiknum ásamt því að spila boltanum vel og komast í mörg ágætis færi sjálfur. Aðrir hjá Valsmönnum sem vert er að nefna eru Dion Acoff sem ógnaði stöðugt af hægri kantinum, Sigurður Egill Lárusson sem skoraði mark en var klaufi upp við markið á öðrum stundum og hefði getað bætt við hæglega. Valsliðið allt leit þó mjög vel út og ef þetta eru vísbendingar um framhaldið þá erum við að fara að sjá Val í baráttu um toppsætin í sumar. Hjá ÍA er hægt að taka Þórð Þ. Þórðarson út sem besta mann þeirra en hann skoraði glæsilegt mark og lagði upp annað mark Skagamanna.Hvað gekk illa?Heimamönnum gekk illa í varnarleik sínum og úr varð að þeim gekk illa að búa til sóknir vegna þess að spil þeirra úr öftustu línu gekk ekki upp. Þeir byrjuðu leikinn ágætlega og reyndu langar sendingar fram völlinn sem Tryggvi Hrafn var duglegur að elta ná að skapa smá usla í vörn Valsmanna en þegar það datt út áttu þeir engin svör við leik gestanna sem sýndu mikla yfirburði á löngum köflum leiksins. Valsmönnum gekk hinsvegar mjög illa að nýta mörg færi sem þeir sköpuðu sér og hæglega hefðu þeir átt að vera búnir að gera út um leikinn og hefðu mörk þeirra hæglega getað verið 6 eða fleiri.Hvað næst?ÍA fer næst í Frostaskjólið og etur kappi við KR þannig að það er skammt stórra högga á milli hjá Skagamönnum sem hafa þá eftir þann leik mætt þremur liðum sem spáð er hvað bestu gengi í sumar. Þeir þurfa hinsvegar að nýta tímann fram að leik veil til að stoppa í götin í varnarleik sínum sem hefur verið afleitur á köflum og eru átta mörk komin í mörk fengin á sig dálkinn í töflunni. Valsmenn fá hinsvegar FH í heimsókn og er það leikur af stærri gerðinni. Valsmenn eru sem stendur í efsta sæti deildarinnar með sex stig og tveggja stiga forystu á næstu lið. Þar á meðal eru FH-ingar sem gerðu jafntefli við KA fyrr í kvöld. Þeir mæta því líklega brjálaðir til leiks en ef Valsmenn halda uppteknum hætti þá geta þeir vel staðið í hárinu á FH-ingum.Ólafur Davíð Jóhannesson: Teljum okkur vera með lið sem getur veitt risunum þarna keppniÞjálfari Valsmanna var ánægður með sína menn í leikslok enda góður sigur á erfiðum útivelli og fjögur mörk skoruð. Hann var spurður hvort þetta hafi ekki verið óþægilegra en það þurfti að vera. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið óþæglegt fyrir okkur en ég er mjög ánægður með leikinn, við spiluðum fínann fótbolta og skorum fjögur mörk. Það var kannski óþarfa stress á okkur þar sem við hleyptum þeim aftur inn í leikinn. En fyrst og fremst ánægður með leik minna manna.“ „Við hugsum nú fyrst og fremst um okkar lið og erum að spila okkar fótbolta sem gengur út á það að fara upp vængina og það gekk vel í dag sérstaklega fyrsta hálftímann“, sagði Ólafur þegar hann var spurður út í uppleggið að fara upp hægra megin enda eru þar leikmenn sem eru góðir í að fara framhjá mönnum og sprengja leikinn upp. Að lokum var Ólafur beðinn að leggja mat á byrjun mótsins hjá Valsmönnum og hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er mjög ánægður með að vinna fyrstu tvo leikina, það er frábært og ég er búinn að segja það að við teljum okkur vera með lið sem getur veitt risunum þarna keppni“.Gunnlaugur Jónsson: Þurfum að fá á okkur eitt eða tvö mörk til að byrja leikina„Við skoruðum allavega tvö mörk og erum hársbreidd frá því að komast í góðar stöður í fyrri hálfleik þar sem hægt hefði verið að skora mörk“, sagði þjálfari ÍA sem var skiljanlega ekki ánægður með leik sinna manna í kvöld. „Ég þarf að kíkja á þetta betur en þessi leikur er of kaflaskiptur og það eru of margir slakir kaflar í leiknum okkar. Við byrjum aftur illa eins og í seinustu viku og þurfum að fá á okkur eitt eða tvö mörk í bakið til að við byrjum leikinn og það bara gengur ekki upp gegn jafn góðum liðum eins og FH og Val“. Gunnlaugur var spurður hvort hann þyrfti að ná í einhverja leikmenn áður en félagsskiptaglugginn lokar eða þá hvort vandræðin væri hægt að leysa innan frá. „Það er meiningin að laga þetta innanfrá og engar pælingar í gangi um að ná í einhverja leikmenn enda ekki langur tími til stefnu. Glugginn lokar í vikunni þannig að ekkert plan er um að bæta við mannskap“. Hann var þá spurður út í hvað þyrfti að laga hjá hans mönnum. „Fyrst og fremst þurfum við að þétta í götin í vörninni, við erum of gisnir og þurfum hreinlega að spýta all hressilega í lófana í vörninni og byrja leikina eins og menn. Það er enginn talandi og við þurfum að fá þessi grunnatriði fótboltans í lag. Sem betur fer höfum við ágætis tíma til að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er á móti KR. Þannig að það er ekkert annað í stöðunni en að gera eitthvað“. ÍA er nú þegar búið að mæta FH og Val og fara í þriðju umferð í Vesturbæinn til takast á við KR og spurði blaðamaður Gunnlaug hvort hann teldi lið sitt vera óheppið með uppröðunina í byrjun móts enda þrjú lið sem spáð er mjög góðu gengi í sumar. „Það er ekkert hægt að tala um neina óheppni eða heppni. Þetta bara raðast svona, FH um seinustu helgi og Valur núna, reyndar lið sem eru gríðarlega sterk um þessar mundir og sjóðandi heit en við bara tökum því. Það er KR næst og það þýðir ekkert að grenja það hvernig þetta raðast upp og við þurfum bara að mæta í Frostaskjólið. Við gerðum það ágætlega í fyrra og hví ekki núna en það er auðvitað ýmislegt sem þarf að laga ýmislegt og ég ítreka það en við grenjum ekkert byrjunina hvort sem við þurfum að mæta FH og Val eða einhverjum öðrum“.EinkunnirÍAIngvar Þór Kale (M) 4, Aron Ingi Kristinsson 4, Robert Jerzy Menzel 5, Albert Hafsteinsson 4, Tryggvi Hrafn Haraldsson 5, Hallur Flosason 5 (87 Hilmar Halldórsson -), Arnar Már Guðjónsson 5, Hafþór Pétursson 4, Þórður Þorsteinn Þórðarson 6, Rashid Yussuff 4 (46. Garðar Gunnlaugsson 5), Patryk Stefanski 4 (46. Steinar Þorsteinsson 5)ValurAnton Ari Einarsson 5, Einar Karl Ingvarsson 6 (90. Sindri Björnsson -), Haukur Páll Sigurðsson 7, Kristinn Ingi Halldórsson 7 (74. Nikolaj Hansen -), Guðjón Pétur Lýðsson 8 (Maður leiksins) (81. Nikolaj Kohlert -), Sigurður Egill Lárusson 7, Rasmus Steenberg Christiansen 6, Arnar Sveinn Geirsson 6, Dion Jeremy Acoff 8, Orri Sigurður Ómarsson 6, Bjarni Ólafur Eiríksson 7. Hér fyrir neðan birtast sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.