Fékk ekki að keppa vegna nóróveirusýkingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. ágúst 2017 10:00 Makwala eftir að hann kom í mark í undanúrslitum 400 m hlaupsins í London. Visir/Getty Ekkert varð af því að Botswana-maðurinn Isaac Makwala fengi að keppa í 400 m hlaupi á HM í frjálsum í London. Hann veiktist í aðdraganda keppninnar og var meinaður aðgangur að leikvanginum þegar hann reyndi að komast inn í gær. Sjá einnig: Magapest gengur um á hóteli íþróttamanna á HM í frjálsum Makwala er einn besti 400 m hlaupari heims og var einna líklegastur til að veita Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku samkeppni um gullið. Van Niekerk vann gull í greininni í gærkvöldi og þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Forráðamenn Ólympíusambands Botswana voru ekki ánægðir með að Makwala hafi verið meinaður aðgangur í gær. Var það gert af ótta við smithættu en Makwala hafði greinst með nóróveirusýkingu. „Ég verð að treysta mínum læknum. Hlutverk mitt er að passa upp á heilsu allra íþróttamannanna hér. Þessi veira getur breiðst út afar hratt,“ sagði Pam Venning, yfirlæknir Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF), við BBC í gær. Fleira íþróttafólk hafði veikst og sagði hún að öll önnur keppnislið hefðu fylgt reglum um að þeir sem hefðu veikst ættu að vera í einangrun í 48 klukkustundir. Makwala hafði kastað upp aðeins fáeinum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið í gærkvöldi, segir í fréttinni. Fulltrúar keppnisliðs Botswana fullyrtu í gær að þeir hefðu engar skýringar fengið af hverju Makwala fékk ekki að keppa. Enn fremur segja þeir að þeir hafi engin fyrirmæli fengið um að halda Makwala í einangrun og að þeir hafi fyrst heyrt af því að hann fengi ekki að keppa í gegnum fjölmiðla. Forráðamenn IAAF segja það rangt og að fulltrúar Makwala hafi fengið skýr skilaboð í gærkvöldi að hann myndi ekki fá heimild til að taka þátt í hlaupinu. Van Niekerk fagnaði gullinu sínu lítið þegar hann kom í mark í gær. Eftir keppnina harmaði hann ákvörðun IAAF að leyfa Makwala ekki að keppa. „Ég hefði mjög gjarnan viljað að hann hefði fengið tækifæri til að keppa. Ég tel að hann hefði staðið sig mjög vel. Ég vildi óska þess að ég gæti gefið honum medalíuna mína.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sjá meira
Ekkert varð af því að Botswana-maðurinn Isaac Makwala fengi að keppa í 400 m hlaupi á HM í frjálsum í London. Hann veiktist í aðdraganda keppninnar og var meinaður aðgangur að leikvanginum þegar hann reyndi að komast inn í gær. Sjá einnig: Magapest gengur um á hóteli íþróttamanna á HM í frjálsum Makwala er einn besti 400 m hlaupari heims og var einna líklegastur til að veita Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku samkeppni um gullið. Van Niekerk vann gull í greininni í gærkvöldi og þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Forráðamenn Ólympíusambands Botswana voru ekki ánægðir með að Makwala hafi verið meinaður aðgangur í gær. Var það gert af ótta við smithættu en Makwala hafði greinst með nóróveirusýkingu. „Ég verð að treysta mínum læknum. Hlutverk mitt er að passa upp á heilsu allra íþróttamannanna hér. Þessi veira getur breiðst út afar hratt,“ sagði Pam Venning, yfirlæknir Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF), við BBC í gær. Fleira íþróttafólk hafði veikst og sagði hún að öll önnur keppnislið hefðu fylgt reglum um að þeir sem hefðu veikst ættu að vera í einangrun í 48 klukkustundir. Makwala hafði kastað upp aðeins fáeinum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið í gærkvöldi, segir í fréttinni. Fulltrúar keppnisliðs Botswana fullyrtu í gær að þeir hefðu engar skýringar fengið af hverju Makwala fékk ekki að keppa. Enn fremur segja þeir að þeir hafi engin fyrirmæli fengið um að halda Makwala í einangrun og að þeir hafi fyrst heyrt af því að hann fengi ekki að keppa í gegnum fjölmiðla. Forráðamenn IAAF segja það rangt og að fulltrúar Makwala hafi fengið skýr skilaboð í gærkvöldi að hann myndi ekki fá heimild til að taka þátt í hlaupinu. Van Niekerk fagnaði gullinu sínu lítið þegar hann kom í mark í gær. Eftir keppnina harmaði hann ákvörðun IAAF að leyfa Makwala ekki að keppa. „Ég hefði mjög gjarnan viljað að hann hefði fengið tækifæri til að keppa. Ég tel að hann hefði staðið sig mjög vel. Ég vildi óska þess að ég gæti gefið honum medalíuna mína.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sjá meira