Körfubolti

Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskj, Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason tóku sig vel út í Leifsstöð í morgun.
Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskj, Hlynur Bæringsson, fyrirliði landsliðsins, Brynjar Þór Björnsson og Tryggvi Snær Hlinason tóku sig vel út í Leifsstöð í morgun. vísir/ernir
Strákarnir í körfuboltalandsliðinu héldu til Finnlands í morgun í sínu fínasta pússi en þeir hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni.

Á laugardag mæta þeir svo Póllandi, á sunnudag spila þeir gegn Frakklandi og á þriðjudag gegn Slóveníu. Miðvikudaginn 6. september mæta strákarnir síðan heimamönnum í Finnlandi í síðasta leiknum í riðlakeppninni.

Alls eru fjórir riðlar og komast því fjögur lið úr hverjum riðli í 16 liða úrslitin sem fara fram 9. og og 10. september.

Þetta er í annað sinn sem körfuboltalandslið karla tekur þátt í Evrópumótinu en strákarnir tóku fyrst þátt árið 2015.

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá Erni Eyjólfssyni, ljósmyndara Vísis og Fréttablaðsins, sem teknar voru í Leifsstöð í morgun sem og myndir sem Körfuknattleikssamband Íslands deildi á Facebook-síðu sinni nú í morgunsárið.

Jón Arnór og Kristófer Acox stilla sér upp við flugvélina í morgun.vísir/ernir
Strákarnir hefja leik á Evrópumótinu á fimmtudag þegar þeir mæta Grikkjum.kkí
Fjölmiðlamenn fjölmenntu í Leifsstöð í morgun til að fylgja liðinu úr hlaði.kkí
Eitthvað verið að fara yfir málin áður en lagt var í hann.kkí



Fleiri fréttir

Sjá meira


×