Alfreð byrjaði í jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg sem gerði 2-2 jafntefli við Hoffenheim í þýsku Bundesligunni í dag.

Alfreð var tekinn útaf fyrir Michael Gregoritsch á 62. mínútu leiksins í stöðunni 0-1, en Gregoritsch skoraði svo jöfnunarmark Augsburg á 75. mínútu.

Mark Uth hleypti spennu í lokamínútur leiksins með marki á 85. mínútu, en Jeffrey Gouweleeuw tryggði Augsburg stig úr leiknum á 90. mínútu.

Augsburg er með 12 stig eftir átta umferðir í deildinni.

Þýskalandsmeistarar Bayern Munich unnu stórsigur á Freiburg 5-0. Julian Schuster gerði sjálfsmark strax á áttundu mínútu leiksins áður en Kingsley Coman tvöfaldaði forystu Bayern rétt fyrir hálfleik.

Thiago Alcantara, Robert Lewandowski og Joshua Kimmich skoruðu svo eitt mark hver í seinni hálfleik.

Bayen minnkaði með sigrinum forskot Dortmund á toppi deildarinnar niður í tvö stig, en Dortmund spilar við Leipzig seinna í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira