„Stuttermabolir og samfélagsmiðlar munu ekki breyta neinu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 11:30 Raheem Sterling er búinn að vera frábær á tímabilinu, innan sem utan vallar vísir/getty Tímabilið í ár býður upp á eina mest spennandi titilbaráttu sem sést hefur í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni. Einn af lykilmönnunum í þessari baráttu er Raheem Sterling en hann hefur þó verið meira áberandi í annari baráttu. Í vetur hefur kynþáttaníð frá stuðningsmönnum verið mjög áberandi og hefur Sterling verið einn af þeim sem hafa tekið af skarið og talað opinskátt um málið og barist fyrir harðari refsingum. Sterling segist sjálfur ekki vilja vera einhver talsmaður baráttunnar gegn kynþáttanýði en hann vill þó nýta þá stöðu sem hann er í og athyglina sem hann fær til þess að tala fyrir aðgerðum. „Með fullri virðingu fyrir Kick It Out þá eru herferðir þeirra, með stuttermabolum og öðru, þær sýna okkur hvaða skilaboðum á að koma á framfæri en hvað gera þær í raun og veru? Við þurfum að hjálpa Kick It Out og öðrum ýta aðeins lengra,“ sagði Sterling í viðtali við Sky Sports. „Úrvalsdeildin stakk upp á þessum mótmælum á samfélagsmiðlum. Aftur, þá hugsaði ég „allt í lagi, fólk sér þetta á samfélagsmiðlum en hvað gerir þetta? Hvaða árangri skilar þetta?“.“ „Við, leikmennirnir sem höfum lent í þessu, viljum sjá eitthvað gerast. Stuttermabolir og samfélagsmiðlar eru ekki að fara að breyta neinu.“ Sterling hefur talað opinskátt um kynþáttaníð í vetur en hann segist sýna þeim skilning sem eiga erfiðara með að opna sig um málið. „Enginn segir neitt og þeir halda tilfinningum sínum fyrir sig og fyrir mér er það rangt. En á sama tíma þá vill enginn að það komi í bakið á þeim. Þegar ég tók af skarið og sagði eitthvað þá var það bara til þess að fá fólk til þess að skilja hvernig þetta er.“ „Við erum með tækifæri núna til þess að gera eitthvað og breyta þessu þannig að eftir tíu ár þá viti leikmenn að þegar þeir eru á fótboltavellinum þá geti þetta ekki gerst.“ „Við þurfum að gera eitthvað sem lætur fólk hugsa sig oftar en tvisvar um.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling stoltur af húðlit sínum Hefur lent í rasískum ummælum á undanförnum vikum en stendur borubrattur. 9. apríl 2019 07:30 Sterling býður 550 nemendum við gamla skólann á bikarleikinn Raheem Sterling hefur enn sterka tengingu við gamla skólann sinn. 4. apríl 2019 12:00 Þrír frá City tilnefndir Tilnefningarnar fyrir besta leikmann og besta unga leikmann ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið opinberaður. 20. apríl 2019 11:30 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Sterling borgar fyrir jarðaför ungs drengs Fallega gert af enska framherjanum. 23. apríl 2019 06:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Tímabilið í ár býður upp á eina mest spennandi titilbaráttu sem sést hefur í mörg ár í ensku úrvalsdeildinni. Einn af lykilmönnunum í þessari baráttu er Raheem Sterling en hann hefur þó verið meira áberandi í annari baráttu. Í vetur hefur kynþáttaníð frá stuðningsmönnum verið mjög áberandi og hefur Sterling verið einn af þeim sem hafa tekið af skarið og talað opinskátt um málið og barist fyrir harðari refsingum. Sterling segist sjálfur ekki vilja vera einhver talsmaður baráttunnar gegn kynþáttanýði en hann vill þó nýta þá stöðu sem hann er í og athyglina sem hann fær til þess að tala fyrir aðgerðum. „Með fullri virðingu fyrir Kick It Out þá eru herferðir þeirra, með stuttermabolum og öðru, þær sýna okkur hvaða skilaboðum á að koma á framfæri en hvað gera þær í raun og veru? Við þurfum að hjálpa Kick It Out og öðrum ýta aðeins lengra,“ sagði Sterling í viðtali við Sky Sports. „Úrvalsdeildin stakk upp á þessum mótmælum á samfélagsmiðlum. Aftur, þá hugsaði ég „allt í lagi, fólk sér þetta á samfélagsmiðlum en hvað gerir þetta? Hvaða árangri skilar þetta?“.“ „Við, leikmennirnir sem höfum lent í þessu, viljum sjá eitthvað gerast. Stuttermabolir og samfélagsmiðlar eru ekki að fara að breyta neinu.“ Sterling hefur talað opinskátt um kynþáttaníð í vetur en hann segist sýna þeim skilning sem eiga erfiðara með að opna sig um málið. „Enginn segir neitt og þeir halda tilfinningum sínum fyrir sig og fyrir mér er það rangt. En á sama tíma þá vill enginn að það komi í bakið á þeim. Þegar ég tók af skarið og sagði eitthvað þá var það bara til þess að fá fólk til þess að skilja hvernig þetta er.“ „Við erum með tækifæri núna til þess að gera eitthvað og breyta þessu þannig að eftir tíu ár þá viti leikmenn að þegar þeir eru á fótboltavellinum þá geti þetta ekki gerst.“ „Við þurfum að gera eitthvað sem lætur fólk hugsa sig oftar en tvisvar um.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling stoltur af húðlit sínum Hefur lent í rasískum ummælum á undanförnum vikum en stendur borubrattur. 9. apríl 2019 07:30 Sterling býður 550 nemendum við gamla skólann á bikarleikinn Raheem Sterling hefur enn sterka tengingu við gamla skólann sinn. 4. apríl 2019 12:00 Þrír frá City tilnefndir Tilnefningarnar fyrir besta leikmann og besta unga leikmann ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið opinberaður. 20. apríl 2019 11:30 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Sterling borgar fyrir jarðaför ungs drengs Fallega gert af enska framherjanum. 23. apríl 2019 06:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Sport Fleiri fréttir Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Sjá meira
Sterling stoltur af húðlit sínum Hefur lent í rasískum ummælum á undanförnum vikum en stendur borubrattur. 9. apríl 2019 07:30
Sterling býður 550 nemendum við gamla skólann á bikarleikinn Raheem Sterling hefur enn sterka tengingu við gamla skólann sinn. 4. apríl 2019 12:00
Þrír frá City tilnefndir Tilnefningarnar fyrir besta leikmann og besta unga leikmann ensku úrvalsdeildarinnar hafa verið opinberaður. 20. apríl 2019 11:30
Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00