Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 26-27 | Flautumark Daníels jafnaði einvígið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2019 21:45 Daníel Þór Ingason var hetja kvöldsins vísir/vilhelm Haukar jöfnuðu metin í einvíginu gegn Selfossi í úrslitum Olís-deildar karla með sigri, 26-27, í öðrum leik liðanna í kvöld. Daníel Þór Ingason skoraði sigurmarkið á lokasekúndunni. Haukar lentu mest fimm mörkum undir en unnu sig aftur inn í leikinn og spiluðu mjög vel í seinni hálfleiknum. Liðin mætast í þriðja sinn á Ásvöllum á sunnudaginn og fjórði leikurinn fer svo fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi á miðvikudaginn. Fyrri hálfleikurinn var afar sveiflukenndur. Eftir jafnar upphafsmínútur skoruðu Haukar þrjú mörk í röð og komust í 6-8. Selfoss svaraði með frábærum 8-1 kafla og komust fimm mörkum yfir, 14-9. Haukar áttu í mestu vandræðum með framliggjandi vörn Selfoss og skoruðu ekki í níu mínútur. Haukar skoruðu hins vegar tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og munurinn var því aðeins tvö mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja. Tjörvi Þorgeirsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukakasti. Þeir Orri Freyr Þorkelsson skoruðu sjö af ellefu mörkum Hauka í fyrri hálfleik. Skytturnar náðu sér engan veginn á strik og skoruðu aðeins tvö mörk samtals í fyrri hálfleik. Haukar héldu áfram þar sem frá var horfið í byrjun seinni hálfleiks en það tók þá tíma að jafna. Það gerðist loks í stöðunni 19-19. Lokamínúturnar voru rosalegar. Haukur Þrastarson jafnaði í 26-26 en gestirnir áttu lokasóknina. Hún endaði með þrumuskoti Daníels sem Sölvi Ólafsson í marki Selfoss réði ekki við. Lokatölur 26-27, Haukum í vil og fyrsta tap Selfoss í úrslitakeppninni staðreynd.Af hverju unnu Haukar? Margir lögðu lóð sínar á vogarskálarnar hjá Haukum í leiknum í kvöld og liðsheildin var sterk þegar á reyndi. Vörnin var góð í seinni hálfleik þar sem Haukar fengu aðeins á sig tólf mörk. Þá var markvarsla Hafnfirðinga góð í leiknum. Grétar Ari Guðjónsson varði 13 skot (38%) og Andri Sigmarsson Scheving sex skot, þar af þrjú víti sem þau vógu þungt þegar uppi var staðið. Á meðan vörðu markverðir Selfyssinga aðeins þrjú skot í seinni hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Orri Freyr átti sinn besta leik í úrslitakeppninni. Strákurinn skoraði átta mörk úr níu skotum. Alls skoruðu hornamenn Hauka tólf mörk en í síðasta leik voru þau aðeins tvö. Tjörvi dró sóknarvagninn í fyrri hálfleik og í þeim seinni kom Atli Már Báruson með mikilvægt framlag. Skyttur Hauka höfðu lengst af hægt um sig en Daníel lét til sín taka þegar mest á reyndi. Haukur átti frábæran leik í liði Selfoss og Nökkvi Dan Elliðason átti góða spretti. Sölvi varði vel í fyrri hálfleik en ekkert í þeim seinni.Hvað gekk illa? Haukunum gekk erfiðlega að skapa færi fyrir Daníel og Adam Hauk Baumruk. Þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson slakur og sat á bekknum undir lokin. Sölvi varði átta skot í fyrri hálfleik (44%) en eftir hlé var lítið að frétta hjá honum. Hann varði þrjú skot í seinni hálfleik en í öll skiptin var dæmt víti eða aukakast á Selfyssinga. Pawel Kiepulski stóð í markinu um tíma en varði ekki skot. Hornamenn Selfyssinga skoruðu aðeins samtals þrjú mörk í leiknum og þurfa að gera betur á sunnudaginn.Hvað gerist næst? Eftir þennan lífsnauðsynlega sigur Hauka er staðan í einvíginu jöfn, 1-1, og allt opið. Liðin mætast á Ásvöllum á sunnudaginn og á miðvikudaginn á Selfossi. Ef til oddaleiks kemur verður hann á Ásvöllum eftir viku.Gunnar Magnússon hafði betur í kvöldvísir/vilhelmGunnar: Er það skemmtilegasta sem maður gerir „Ég get ekki lýst því,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, aðspurður hversu mikilvægur sigurinn á Selfossi í kvöld hafi verið. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1. „Þetta var lykilleikur fyrir okkur. Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina í kvöld. Leikurinn þróaðist ekkert ósvipað og leikur eitt en núan vorum við orkumeiri undir lokin. Lappirnar voru ferskari og við náðum frumkvæðinu á síðustu tíu mínútunum,“ sagði Gunnar. Haukar lentu mest fimm mörkum undir, 14-9, en skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks. Gunnar segir þau hafa skipt sköpum. „Það var vendipunktur. Það munaði miklu að vera bara þremur mörkum undir í hálfleik en ekki fimm,“ sagði Gunnar. En hverju breyttu Haukar í hálfleik? „Ekki miklu. Okkur fannst margir möguleikar vera í stöðunni sem við nýttum ekki. Við stöppuðum stálinu í menn og fínpússuðum þetta. Seinni hálfleikurinn var frábær og margir stigu upp.“ Næsti leikur er strax á sunnudaginn og því lítill tími til að breyta og bæta. „Þetta eru ekki margir klukkutímar. Við reynum að skoða hvað við getum bætt. Það er draumur að vera í úrslitakeppni og þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Þetta verður áfram svakalegt einvígi,“ sagði Gunnar að lokum.Patrekur Jóhannesson þarf að sækja annan sigur í Hafnarfjörðvísir/vilhelmPatrekur: Eðlilega er maður svekktur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, bar sig vel þrátt fyrir blóðugt tap fyrir Haukum í kvöld. „Þetta er svekkjandi, eðlilega,“ sagði þjálfarinn. Selfoss komst mest fimm mörkum yfir en fékk á sig tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks, þar af annað beint úr aukakasti, sem reyndist dýrkeypt. „Við vorum með forskot í hálfleik og seinni hálfleikurinn var allt í lagi. En markvarslan datt niður. Þetta var jafn leikur og þeir heppnir,“ sagði Patrekur. „Síðan komu nokkrir skrítnir dómar undir lokin. Ég þarf að skoða það og greina þetta.“ Þetta var fyrsta tap Selfoss í úrslitakeppninni en þeir unnu fyrstu sex leiki sína í henni. Patrekur hefur ekki áhyggjur af því að tapið sitji lengi í hans mönnum. „Við þurfum að vinna úr þessu. Að vissu leyti spiluðum við mjög vel og gerðum margt vel. En eðlilega er maður svekktur eftir að hafa fengið á sig svona grísamark. Nú þurfum við bara að halda áfram og taka það jákvæða með okkur úr leiknum,“ sagði Patrekur að endingu.Daníel Þór var hetja kvöldsinsvísir/daníelDaníel: Hugsaði bara um að negla á markið „Þetta var virkilega mikilvægur sigur. Það var gott að koma hérna á Selfoss og taka sigur. Núna er þetta aftur orðið að einvígi,“ sagði hetja Hauka, Daníel Þór Ingason, eftir sigur Hafnfirðinga á Selfossi, 26-27, í kvöld. „Við þurftum að vinna þennan leik. Ef við hefðum tapað hefðum við lent 2-0 undir og komnir í virkilega erfiða stöðu. En við sýndum styrk okkar í dag og komum til baka.“ Daníel skoraði sigurmark Hauka á lokaandartökum leiksins. Haukar fengu aukakast út við hliðarlínu, tóku það hratt og Daníel kom boltanum í netið áður en menn náðu að blikka augunum. „Heimir [Óli Heimisson] sá mig, sendi á mig og ég skaut. Það var svo lítið eftir og sem betur fer söng boltinn í netinu,“ sagði Daníel. „Bara negla á markið. Það var það eina sem ég hugsaði um.“ Olís-deild karla
Haukar jöfnuðu metin í einvíginu gegn Selfossi í úrslitum Olís-deildar karla með sigri, 26-27, í öðrum leik liðanna í kvöld. Daníel Þór Ingason skoraði sigurmarkið á lokasekúndunni. Haukar lentu mest fimm mörkum undir en unnu sig aftur inn í leikinn og spiluðu mjög vel í seinni hálfleiknum. Liðin mætast í þriðja sinn á Ásvöllum á sunnudaginn og fjórði leikurinn fer svo fram í Hleðsluhöllinni á Selfossi á miðvikudaginn. Fyrri hálfleikurinn var afar sveiflukenndur. Eftir jafnar upphafsmínútur skoruðu Haukar þrjú mörk í röð og komust í 6-8. Selfoss svaraði með frábærum 8-1 kafla og komust fimm mörkum yfir, 14-9. Haukar áttu í mestu vandræðum með framliggjandi vörn Selfoss og skoruðu ekki í níu mínútur. Haukar skoruðu hins vegar tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og munurinn var því aðeins tvö mörk þegar liðin gengu til búningsherbergja. Tjörvi Þorgeirsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks með skoti beint úr aukakasti. Þeir Orri Freyr Þorkelsson skoruðu sjö af ellefu mörkum Hauka í fyrri hálfleik. Skytturnar náðu sér engan veginn á strik og skoruðu aðeins tvö mörk samtals í fyrri hálfleik. Haukar héldu áfram þar sem frá var horfið í byrjun seinni hálfleiks en það tók þá tíma að jafna. Það gerðist loks í stöðunni 19-19. Lokamínúturnar voru rosalegar. Haukur Þrastarson jafnaði í 26-26 en gestirnir áttu lokasóknina. Hún endaði með þrumuskoti Daníels sem Sölvi Ólafsson í marki Selfoss réði ekki við. Lokatölur 26-27, Haukum í vil og fyrsta tap Selfoss í úrslitakeppninni staðreynd.Af hverju unnu Haukar? Margir lögðu lóð sínar á vogarskálarnar hjá Haukum í leiknum í kvöld og liðsheildin var sterk þegar á reyndi. Vörnin var góð í seinni hálfleik þar sem Haukar fengu aðeins á sig tólf mörk. Þá var markvarsla Hafnfirðinga góð í leiknum. Grétar Ari Guðjónsson varði 13 skot (38%) og Andri Sigmarsson Scheving sex skot, þar af þrjú víti sem þau vógu þungt þegar uppi var staðið. Á meðan vörðu markverðir Selfyssinga aðeins þrjú skot í seinni hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Orri Freyr átti sinn besta leik í úrslitakeppninni. Strákurinn skoraði átta mörk úr níu skotum. Alls skoruðu hornamenn Hauka tólf mörk en í síðasta leik voru þau aðeins tvö. Tjörvi dró sóknarvagninn í fyrri hálfleik og í þeim seinni kom Atli Már Báruson með mikilvægt framlag. Skyttur Hauka höfðu lengst af hægt um sig en Daníel lét til sín taka þegar mest á reyndi. Haukur átti frábæran leik í liði Selfoss og Nökkvi Dan Elliðason átti góða spretti. Sölvi varði vel í fyrri hálfleik en ekkert í þeim seinni.Hvað gekk illa? Haukunum gekk erfiðlega að skapa færi fyrir Daníel og Adam Hauk Baumruk. Þá var Ásgeir Örn Hallgrímsson slakur og sat á bekknum undir lokin. Sölvi varði átta skot í fyrri hálfleik (44%) en eftir hlé var lítið að frétta hjá honum. Hann varði þrjú skot í seinni hálfleik en í öll skiptin var dæmt víti eða aukakast á Selfyssinga. Pawel Kiepulski stóð í markinu um tíma en varði ekki skot. Hornamenn Selfyssinga skoruðu aðeins samtals þrjú mörk í leiknum og þurfa að gera betur á sunnudaginn.Hvað gerist næst? Eftir þennan lífsnauðsynlega sigur Hauka er staðan í einvíginu jöfn, 1-1, og allt opið. Liðin mætast á Ásvöllum á sunnudaginn og á miðvikudaginn á Selfossi. Ef til oddaleiks kemur verður hann á Ásvöllum eftir viku.Gunnar Magnússon hafði betur í kvöldvísir/vilhelmGunnar: Er það skemmtilegasta sem maður gerir „Ég get ekki lýst því,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, aðspurður hversu mikilvægur sigurinn á Selfossi í kvöld hafi verið. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1. „Þetta var lykilleikur fyrir okkur. Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina í kvöld. Leikurinn þróaðist ekkert ósvipað og leikur eitt en núan vorum við orkumeiri undir lokin. Lappirnar voru ferskari og við náðum frumkvæðinu á síðustu tíu mínútunum,“ sagði Gunnar. Haukar lentu mest fimm mörkum undir, 14-9, en skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks. Gunnar segir þau hafa skipt sköpum. „Það var vendipunktur. Það munaði miklu að vera bara þremur mörkum undir í hálfleik en ekki fimm,“ sagði Gunnar. En hverju breyttu Haukar í hálfleik? „Ekki miklu. Okkur fannst margir möguleikar vera í stöðunni sem við nýttum ekki. Við stöppuðum stálinu í menn og fínpússuðum þetta. Seinni hálfleikurinn var frábær og margir stigu upp.“ Næsti leikur er strax á sunnudaginn og því lítill tími til að breyta og bæta. „Þetta eru ekki margir klukkutímar. Við reynum að skoða hvað við getum bætt. Það er draumur að vera í úrslitakeppni og þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Þetta verður áfram svakalegt einvígi,“ sagði Gunnar að lokum.Patrekur Jóhannesson þarf að sækja annan sigur í Hafnarfjörðvísir/vilhelmPatrekur: Eðlilega er maður svekktur Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, bar sig vel þrátt fyrir blóðugt tap fyrir Haukum í kvöld. „Þetta er svekkjandi, eðlilega,“ sagði þjálfarinn. Selfoss komst mest fimm mörkum yfir en fékk á sig tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks, þar af annað beint úr aukakasti, sem reyndist dýrkeypt. „Við vorum með forskot í hálfleik og seinni hálfleikurinn var allt í lagi. En markvarslan datt niður. Þetta var jafn leikur og þeir heppnir,“ sagði Patrekur. „Síðan komu nokkrir skrítnir dómar undir lokin. Ég þarf að skoða það og greina þetta.“ Þetta var fyrsta tap Selfoss í úrslitakeppninni en þeir unnu fyrstu sex leiki sína í henni. Patrekur hefur ekki áhyggjur af því að tapið sitji lengi í hans mönnum. „Við þurfum að vinna úr þessu. Að vissu leyti spiluðum við mjög vel og gerðum margt vel. En eðlilega er maður svekktur eftir að hafa fengið á sig svona grísamark. Nú þurfum við bara að halda áfram og taka það jákvæða með okkur úr leiknum,“ sagði Patrekur að endingu.Daníel Þór var hetja kvöldsinsvísir/daníelDaníel: Hugsaði bara um að negla á markið „Þetta var virkilega mikilvægur sigur. Það var gott að koma hérna á Selfoss og taka sigur. Núna er þetta aftur orðið að einvígi,“ sagði hetja Hauka, Daníel Þór Ingason, eftir sigur Hafnfirðinga á Selfossi, 26-27, í kvöld. „Við þurftum að vinna þennan leik. Ef við hefðum tapað hefðum við lent 2-0 undir og komnir í virkilega erfiða stöðu. En við sýndum styrk okkar í dag og komum til baka.“ Daníel skoraði sigurmark Hauka á lokaandartökum leiksins. Haukar fengu aukakast út við hliðarlínu, tóku það hratt og Daníel kom boltanum í netið áður en menn náðu að blikka augunum. „Heimir [Óli Heimisson] sá mig, sendi á mig og ég skaut. Það var svo lítið eftir og sem betur fer söng boltinn í netinu,“ sagði Daníel. „Bara negla á markið. Það var það eina sem ég hugsaði um.“