Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði í sínum fyrsta leik fyrir aðallið Norrköping í kvöld.
Norrköping vann þá 1-6 sigur á D-deildarliði Timrå í 2. umferð sænsku bikarkeppninnar.
Ísak, sem er 16 ára, gekk í raðir Norrköping ásamt öðrum Skagamanni, Oliver Stefánssyni, í vetur.
Ísak, sem hefur leikið vel með yngri landsliðum Íslands, fékk sitt fyrsta tækifæri með aðalliði Norrköping í kvöld og nýtti það vel. Hann skoraði þriðja mark liðsins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Guðmundur Þórarinsson lék ekki með Norrköping í kvöld.
Ísak Bergmann skoraði í fyrsta leiknum fyrir aðallið Norrköping
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn


Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

„Erum í basli undir körfunni“
Körfubolti



Finnur Freyr framlengdi til 2028
Körfubolti

