Fjalla um Rúnar Má og ást hans á Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2019 10:30 Rúnar Már Sigurjónsson. Getty/Aude Alcover Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic. Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er að fara að spila risastóran leik á morgun þegar hann mætir með liði sínu Astana á Old Trafford í fyrstu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Það vita fleiri en hér á Íslandi að Rúnar Már Sigurjónsson og öll fjölskylda hans eru miklir stuðningsmenn Manchester United. Allur heimurinn ætti að vita það eftir að Rúnar Már Sigurjónsson fór í viðtal hjá vinsæla netmiðlinum The Athletic. Í fyrirsögn greinarinnar um íslenska miðjumanninn er talað um að hann sé frá litlum fiskibæ á Íslandi en eftir að hafa haldið með Manchester United alla sína æfi fái hann nú tækifæri til að mæta hetjunum sínum. The Athletic er áskriftarvefur sem fjallar ítarlega um íþróttir og hefur á síðustu misserum safnað að sér mörgum virtustu íþróttablaðamönnum heimsins. Vinsældir hans hafa aukist mikið síðustu árin en vefurinn var stofnaður í janúar 2016. Rúnar Már talar um ást sína á Manchester United í viðtalinu. Astana lenti í L-riðlinum með United og líka serbneska félaginu Partizan og hollenska félaginu AZ Alkmaar. Manchester United er því í riðli með tveimur Íslendingafélögum því landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson spilar með AZ Alkmaar. Rúnar Már ræðir meðal annar upplifun sína af því þegar hann frétti með hvaða liðum Astana liðið lenit. „Ég sá nafn Manchester United og hugsaði bara vá,“ sagði Rúnar Már við blaðamann The Athletic.Astana's playmaker Runar Sigurjonsson is a lifelong MUFC fan who used to go to matches until being a professional footballer got in the way. I spoke to him for @TheAthleticUKhttps://t.co/SPbA0BaRZI — Andy Mitten (@AndyMitten) September 18, 2019 „Ég sá ekki hver hin tvö liðin í riðlinum voru fyrr en nokkrum klukkutímum síðar. Ég var einn í flugvélinni að hugsa um United en gat ekki talað við neinn,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson sem var þá líklega að fljúga heim til Íslands í síðasta landsliðsverkefni. „Þegar ég lenti loksins þá sá ég hver hin tvö liðin í riðlinum voru. Síminn minn fylltist líka af skilaboðum frá vinum mínum,“ sagði Rúnar Már. „Allir sem þekkja mig vita með hverjum ég held. Flestir vinir minna halda líka með Manchester United,“ sagði Rúnar Már. Rúnar Már fór á kostum með Astana liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið sló út FC Santa Coloma, Valletta og BATE Borisov. Rúnar Már var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 6 leikjum. Það er hægt að lesa allt viðtalið við Rúnar Má hér en þá þarf að vera áskrifandi af The Athletic.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira