Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það. Íslenski boltinn 25.3.2025 22:31
Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik William Tönning hefur samið við KA og lék sinn fyrsta leik með liðinu þegar leikið var til úrslita í Kjarnafæðismóti karla í fótbolta. Íslenski boltinn 25.3.2025 20:24
Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður Vals í Bestu deild kvenna, er að ganga til liðs við Svíþjóðarmeistara Rosengård. Valur vill fá Úlfu Dís Kreye til að fylla skarð Ísabellu Söru. Íslenski boltinn 25.3.2025 18:32
Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn 25.3.2025 12:02
Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Strákarnir í 4. flokki Selfoss í fótbolta tóku sig til og söfnuðu peningum til styrktar jafnaldra sínum í HK, Tómasi Frey Guðjónssyni, sem glímir við krabbamein. Íslenski boltinn 24.3.2025 12:01
„Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, á von á erfiðu tímabili hjá ÍBV, nýliðunum í Bestu deild karla, og telur líklegt að þeir falli strax aftur niður í Lengjudeildina. Íslenski boltinn 24.3.2025 11:02
Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 24.3.2025 10:00
Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Gísli Laxdal Unnarsson hefur yfirgefið Hlíðarenda og heldur heim á Skagann, þar sem hann skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið ÍA. Íslenski boltinn 23.3.2025 21:07
„Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Valur vann í dag Fylki 3-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins og hafa því lyft fyrsta titil sumarsins. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með úrslitin. Íslenski boltinn 22.3.2025 16:42
Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Valur varð í dag Lengjubikarmeistari karla eftir 2-3 sigur á Fylki á Würth vellinum í Árbænum í dag. Fylkismenn komust í 2-0 en Valsmenn sneru dæminu sér í vil. Íslenski boltinn 22.3.2025 16:22
Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Valur lenti 2-0 undir gegn Fylki í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta en kom til baka og vann 2-3 sigur í Árbænum. Íslenski boltinn 22.3.2025 13:15
Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Breiðablik vann 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli í undanúrslitum Lengjubikars kvenna og mun mæta annað hvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleik. Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið með lúmsku skoti rétt fyrir leikslok. Íslenski boltinn 21.3.2025 20:05
Pedersen framlengir við Val Patrick Pedersen, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Val. Íslenski boltinn 21.3.2025 15:48
Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen Besta deildin hefur upphitun sína fyrir fótboltasumarið formlega í dag þegar fyrsta auglýsing deildarinnar fer í loftið. Íslenski boltinn 21.3.2025 12:03
LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 21.3.2025 11:00
Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Valsmenn hafa keypt varnarmanninn öfluga Andi Hoti frá Leikni og gert við hann samning til fimm ára. Andi, sem leikið hefur fyrir U19- og U21-landslið Íslands, segir erfitt að yfirgefa Breiðholtið en er spenntur fyrir að stíga inn á stóra sviðið. Íslenski boltinn 21.3.2025 10:10
Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. Íslenski boltinn 21.3.2025 09:00
Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær. Íslenski boltinn 21.3.2025 07:00
Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum „Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður,“ segir Axel Óskar Andrésson. Axel og pabbi hans, kraftajötuninn Andrés Guðmundsson, ræddu um KR-tímann í fyrsta þætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Íslenski boltinn 20.3.2025 14:31
Breyta ekki því sem virkar Tindastóll hefur bætt við sig framherja fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna. Framherjanum Makala Woods er ætlað að leiða framlínu liðsins og tekur við keflinu af fyrrum skólafélaga. Íslenski boltinn 20.3.2025 11:02
Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Fótboltasumarið er handan við hornið og Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, hefur gengið frá samningum við sína helstu styrktaraðila. Íslenski boltinn 19.3.2025 17:03
„Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, segir bann fyrirliða félagsins vegna veðmálabrota vera högg. Hann kveðst viss um að töluvert sé um veðmál hjá leikmönnum hérlendis. Íslenski boltinn 19.3.2025 12:30
Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang. Íslenski boltinn 19.3.2025 09:31
Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald. Íslenski boltinn 18.3.2025 21:28
„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Kristinn Freyr Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu til loka tímabilsins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag, þriðjudag. Íslenski boltinn 18.3.2025 20:32