
Íslenski boltinn

Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn
Knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir er gengin í raðir Víkings sem þar með verður sjöunda íslenska félagið sem hún spilar fyrir. Víkingar eru í skýjunum enda Þórdís reynslumikill og öflugur leikmaður sem unnið hefur titla með þremur þessara liða.

Níu mörk þegar KR vann ÍBV
Ekki vantaði mörkin þegar KR sigraði ÍBV í riðli 4 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag. Lokatölur 6-3, KR-ingum í vil.

QPR vildi Þorra en Fram sagði nei
Enska knattspyrnufélagið Queens Park Rangers, sem leikur í næstefstu deild, gerði tilboð í miðvörðinn unga Þorra Stefán Þorbjörnsson í vetur en Fram hafnaði tilboðinu.

Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika
Fylkir tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta eftir sigur á Njarðvík á heimavelli sínum.

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Lengjubikar kvenna í fótbolta í kvöld en þær unnu þá 5-0 sigur á Tindastól á Hlíðarenda.

Thomsen mættur aftur í íslenska boltann
Framherjinn Tobias Thomsen hefur ákveðið að snúa aftur í íslenska fótboltann og nú með Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit
Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í 1-2 sigri á Vestra í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag.

Auðun tekur við Þrótti Vogum
Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Auðun Helgason, hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar Vogum sem leikur í 2. deild karla.

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið.

Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla.

Víðir með Vestmannaeyingum í sumar
Hinn 32 ára gamli Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við ÍBV og tekur slaginn með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar.

Daði Berg frá Víkingi til Vestra
Vestri hefur fengið Daða Berg Jónsson á láni frá Víkingi. Hann er annar leikmaðurinn sem Vestri hefur fengið á jafn mörgum dögum.

Víkingar skipta um gír
Sölvi Geir Ottesen gengur stoltur frá fyrsta verkefni sínu sem þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta. Evrópudraumurinn er nú úti og leikmenn liðsins skipta um gír. Þeir snúa sér að undirbúningi fyrir komandi Íslandsmót.

Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja
Vestri hefur samið við eistneska framherjann Kristoffer Grauberg Lepik. Hann mun leika með liðinu í Bestu deild karla í sumar.

Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val
Kjartan Kári Halldórsson var orðaður við Val og Víking sem bæði hafa boðið í strákinn en nú staðfestir hann sjálfur að hann fari ekki fet og verði áfram í Hafnarfirðinum.

Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Magnús Orri Schram er nýr formaður knattspyrnudeildar KR. Hann hlaut kjör á aðalfundi deildarinnar í gær og tekur við Páli Kristjánssyni.

Atli Sigurjóns framlengir við KR
Fótboltamaðurinn Atli Sigurjónsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KR.

Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR
Björgvin Brimi Andrésson hefur ákveðið að hætta hjá KR og fara frekar aftur til uppeldisfélags síns Gróttu.

FH-ingar æfðu á grasi í febrúar
FH-ingar eru að undirbúa sig fyrir komandi keppnistímabil í Bestu deildinni í fótbolta sem hefst eftir rúman mánuð. FH-liðið þarf þó ekki að fljúga suður til Evrópu til að komast á grasvöll.

Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður
Færeyingurinn Jóan Símun Edmundsson hefur samið á ný við KA og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta í sumar.

Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað
Gylfi Þór Sigurðsson kemur meiddur til Víkings en segist þó á töluvert betri stað en hann var þegar hann samdi við Val fyrir tæpum tólf mánuðum síðan.

Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“
Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, er ánægður með komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann hefur reynt að fá Gylfa til félagsins um langa hríð.

ÍA fær Baldvin frá Fjölni
Miðvörðurinn Baldvin Þór Berndsen er genginn í raðir ÍA og skrifar undir samning á Akranesi út tímabilið 2027 í Bestu deild karla í fótbolta.

Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Kjartan Kári Halldórsson gæti verið á leið til Vals frá FH. Valsmenn hafa elst við leikmanninn um hríð en Hlíðarendafélagið á þó eftir að semja um kaup og kjör.

„Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“
„Tilfinningin er mjög góð. Það eru spennandi tímar fram undan. Ég er mjög sáttur,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, nýr leikmaður Víkings. Gylfi var kynntur til leiks í Víkinni í dag.

Gylfi orðinn Víkingur
Landsliðsmaðurinn í fótbolta, Gylfi Þór Sigurðsson, var kynntur sem nýr leikmaður Víkings á blaðamannafundi í Víkinni í dag. Hann gerði tveggja ára samning við Fossvogsfélagið.

Valsmenn settu sex gegn Grindavík
Valur fór létt með Grindavík í fjórðu umferð Lengjubikarsins og vann 6-0 sigur á Hlíðarenda.

Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna
Hinn nítján ára gamli Breki Baxter var hetja Eyjamanna í Lengjubikarnum í fótbolta í dag.

Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum
Breiðablik vann 2-0 sigur á Víkingi í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag en liðin mættust á Kópavogsvellinum. Mörkin komu bæði eftir hornspyrnur á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleiknum.

KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns
KR er áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í fótbolta eftir 4-1 sigur á Selfossi á KR-vellinum í dag.