Viðskipti

Marg­föld umframáskrift en út­boðið ekki stækkað í bili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa.

Viðskipti innlent

Á­tök auð­kýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“

„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015.

Viðskipti innlent

Bjarni nýr fram­kvæmda­stjóri RVK Bruggfélags

Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags. Bjarni kemur þaðan frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri. Bjarni kom einnig að opnun verslunar Prís í Kópavogi. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi.

Viðskipti innlent

„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitt­hvað“

„Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær.

Atvinnulíf

Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur

Streymisveitan Max, sem hét áður HBO Max, hefur fengið nýtt nafn. Hún heitir nú aftur HBO Max. Upprunalega hét streymisveitan HBO Now. Þegar Warner Bros. Discovery varð til árið 2020 fékk hún nafnið HBO Max en árið 2023 var sú ákvörðun tekin að breyta nafninu í Max.

Viðskipti erlent

Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu

Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn.

Viðskipti innlent

Spá ó­breyttum stýri­vöxtum

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem kynnt verður á miðvikudaginn í næstu viku. Talsverðar líkur séu þó einnig á smáu vaxtalækkunarskrefi. Stýrivextirnir standa nú í 7,75 prósentum. 

Viðskipti innlent

Ís­lenskt sund í New York

Þrír ungir Íslendingar í New York eru að vinna að því að opna baðstað að íslenskri fyrirmynd á Manhattan í New York undir merkjunum Sund. Allt það helsta sem finna má í íslenskum sundlaugum og landsmenn kunna að meta verður í boði, nema sjálf sundlaugin.

Viðskipti erlent

Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum

Forsvarsmenn tæknirisans Apple eru búnir að taka skref í átt að því að gera fólki kleift að stýra snjalltækjum fyrirtækisins með heilabylgjum. Með því að setja litlar tölvur í heila fólks sem greina geta rafboð í heilanum og túlkað þau á að verða hægt að stýra tækjum með hugsunum.

Viðskipti erlent

Dregur úr tapi og not­endum fjölgar um 66 pró­sent

Tap ársins hjá Indó nam tæpum 281 milljón króna á síðasta ári en var tæplega 327 milljónir árið á undan. Virkir kortanotendur hjá Indó voru rúmlega 57 þúsund í lok síðasta árs og fjölgaði þeim um 66 prósent á milli ára. Þá jókst kortaveltan um 136 prósent á síðasta ári.

Viðskipti innlent

Ráðu­neytið ræður fjögur ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki vegna sölunnar á Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn.

Viðskipti innlent

Sjó­vá fundaði með PPP en af­þakkaði þjónustu

Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika.

Viðskipti innlent