Enski boltinn Klopp áfram pirraður yfir álaginu yfir hátíðirnar Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, virðist seint ætla að venjast því álagi sem fylgir því að vera hluti af enskri knattspyrnuhefð yfir jólahátíðina. Enski boltinn 28.12.2021 07:01 „Skil ekki hvernig De Gea varði skotið frá Almirón í lokin“ Eddie Howe, þjálfari Newcastle United, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá skildi hann ekki hvernig David De Gea varði skot Miguel Almirón undir lok leiks. Enski boltinn 27.12.2021 22:40 De Gea bjargaði stigi gegn Newcastle Manchester United náði aðeins í eitt stig gegn Newcastle United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur þakkað spænska markverðinum David De Gea fyrir stig kvöldsins. Enski boltinn 27.12.2021 22:00 Rangnick horfir til Þýskalands Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, horfir til heimalandsins í leit að ungum og efnilegum leikmönnum. Talið er að hann sé á höttunum eftir allt að fjórum leikmönnum sem eru tvítugir eða yngri. Enski boltinn 27.12.2021 18:00 „Ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds“ Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, segir Pep Guardiola, Jürgen Klopp og fleirum að hætta að kvarta yfir miklu álagi á leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta yfir jólavertíðina. Enski boltinn 27.12.2021 13:01 Martial vill fara frá United en engin tilboð hafa borist Anthony Martial hefur óskað eftir sölu frá Manchester United. Enn hafa engin tilboð borist í franska framherjann. Enski boltinn 27.12.2021 11:01 Missa bara af tveimur umferðum vegna „velvildar“ afríska sambandsins Jafnvel þó að Egyptaland kæmist í úrslitaleik Afríkumótsins í fótbolta myndi Mohamed Salah aðeins missa af tveimur deildarleikjum með Liverpool, vegna „velvildar“ afríska knattspyrnusambandsins. Enski boltinn 27.12.2021 10:30 Útskýrði af hverju hann réði sálfræðing: „Leikmenn þurfa einhvern til að tala við“ Ralf Rangnick var ekki lengi að láta til sín taka sem þjálfari Manchester United. Eitt af hans fyrstu verkum var að ráða íþróttasálfræðing og hinn 63 ára gamli Þjóðverji telur að ekki sé langt í að það verði vaninn hjá stærstu liðum heims. Enski boltinn 27.12.2021 10:02 Lögreglan biðst afsökunar á að hafa orðið fótboltamanni að bana Lögreglan í West Mercia hefur sent skriflega afsökunarbeiðni til fjölskyldu fótboltamannsins fyrrverandi Dalians Atkinson, hálfu ári eftir að lögreglumaður var sakfelldur fyrir að hafa orðið honum að bana. Enski boltinn 27.12.2021 09:01 Foxillur Tuchel: „Þeir neyddu okkur til að spila“ Þrátt fyrir sigurinn á Aston Villa í gær var Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, ekki kátur eftir leikinn og sendi enska knattspyrnusambandinu tóninn. Enski boltinn 27.12.2021 08:31 Rifjaði upp kjarnorkudrifið æðiskast Fergusons: „Hann gæti verið njósnari!“ Í viðtali við The Athletic rifjaði Eric Steele, fyrrverandi markvarðaþjálfari Manchester United, þegar hann fékk hárblásarameðferðina frá Sir Alex Ferguson á sínum tíma. Enski boltinn 27.12.2021 08:00 Leik Arsenal og Wolves frestað Enn er verið að fresta leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er ljóst að Skytturnar mæta ekki Úlfunum þann 28. desember vegan kórónuveirunnar og gríðarlega meiðsla í herbúðum Úlfanna. Enski boltinn 26.12.2021 23:00 Brighton gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Tvö mörk í fyrri hálfleik sáu til þess að Brighton & Hove Albion sótti þrjú stig í greipar Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur á The American Express Community-vellinum 2-0 heimamönnum í Brighton í vil. Enski boltinn 26.12.2021 22:00 Terry aftur til Chelsea John Terry er á leið aftur til enska knattspyrnufélagsins Chelsea samkvæmt The Athletic. Miðvörðurinn fyrrverandi lék með Chelsea nær allan sinn feril ef frá er talið eitt ár hjá Aston Villa sem og lán hjá Nottingham Forest á hans yngri árum. Enski boltinn 26.12.2021 21:01 Þurfti á svona frammistöðu að halda „Ég er ánægður með eigin frammistöðu en ég verð að halda áfram,“ sagði Romelu Lukaku eftir 3-1 sigur Chelsea á Aston Villa. Lukaku var að skora sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í deildinni síðan hann skoraði tvennu gegn sama liði þann 11. september. Enski boltinn 26.12.2021 20:01 Tvær vítaspyrnur frá Jorginho sá til þess að Chelsea vann á Villa Park Jorginho skoraði tvívegis og Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark í rúma þrjá mánuði er Chelsea vann 3-1 sigur á Aston Villa í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 26.12.2021 19:30 Skemmtilegur leikur á að horfa „Þetta var skemmtilegur leikur á að horfa þrjú stig til viðbótar fyrir okkur,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, eftir ótrúlegan 6-3 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 26.12.2021 18:16 Svekkjandi tap í fyrsta leik Daníels Leó á tímabilinu Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson fékk loks tækifæri í byrjunarliði Blackpool er liðið sótti Huddersfield Town heim í ensku B-deildinni í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en töpuðu 3-2 eftir að missa mann af velli í síðari hálfleik. Enski boltinn 26.12.2021 17:31 Öruggt hjá Tottenham | Southampton lagði West Ham Tottenham Hotspur vann þægilegan 3-0 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann Southampton 3-2 útisigur á West Ham United. Enski boltinn 26.12.2021 17:05 Skytturnar ekki í vandræðum gegn Kanarífuglunum Arsenal var án þriggja leikmanna vegna kórónuveirunnar er liðið heimsótti Norwich City í dag. Þrátt fyrir að þurfa að færa menn til í öftustu línu þó kom það ekki að sök þar sem Arsenal vann einkar öruggan 5-0 sigur. Enski boltinn 26.12.2021 16:55 Meistararnir höfðu betur í markaveislu Svo virtist sem Leicester City myndi ekki eiga möguleika gegn Englandsmeisturum Manchester City á Etihad-vellinum í dag. Staðan 4-0 í hálfleik en gestirnir skoruðu þrívegis í síðari hálfleik áður en heimamenn tryggðu sigurinn, lokatölur 6-3 í ótrúlegum leik. Enski boltinn 26.12.2021 16:50 Þrír með veiruna hjá Arsenal Þrír leikmenn enska knattspyrnuliðsins Arsenal hafa greinst með Covid-19 og eru því ekki með liðinu í dag er það tekur á móti Norwich City. Enski boltinn 26.12.2021 16:01 Ótrúlegur fjöldi frestaðra leikja í efstu fjórum deildum Englands Nú fyrir um hálftíma hófst leikur Huddersfield og Blackpool í ensku B-deildinni. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Daníel Leó Grétarsson er í fyrsta skipti í byrjunarliði Blackpool og að þetta er einn af aðeins tveimur leikjum sem ekki var frestað vegna kórónuveirunnar. Enski boltinn 26.12.2021 15:30 Leik Leeds og Aston Villa frestað vegna veirunnar Leik Leeds og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi þriðjudag hefur verið frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Leeds. Enski boltinn 26.12.2021 14:10 Launakröfur Vlahovic gætu fælt ensku félögin frá Framherjinn Dusan Vlahovic verður án efa einn eftirsóttasti bitinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar, en Serbinn hefur verið sjóðandi heitur með Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Enski boltinn 26.12.2021 13:31 Vieira með veiruna og verður ekki með gegn Tottenham Patick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, verður ekki að hliðarlínunni er liðið heimsækir Tottenham Hotspur í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Enski boltinn 26.12.2021 12:49 Leikur Tottenham og Crystal Palace fer fram þrátt fyrir mikla óvissu Mikil óvissa hefur ríkt síðan í gærkvöldi varðandi það hvort að leikur Tottenham og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni muni fara fram í dag, en nú hefur það verið staðfest að liðin munu mætast á Tottenham Hotspur leikvangnum klukkan 15:00. Enski boltinn 26.12.2021 12:01 Segir að ríkasti klúbbur heims þurfi að vera raunsær í janúarglugganum Eddi Howe, knattspyrnustjóri Newcastle sem varð í haust ríkasta knattspyrnufélag heims, segir að klúbburinn þurfi að vera raunsær þegar janúarglugginn opnar eftir örfáa daga. Enski boltinn 26.12.2021 11:16 Vill fá fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildina á ný Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, vill að leyfilegt verði að gera fimm skiptingar í leik í ensku úrvalsdeildinni á ný. Enski boltinn 26.12.2021 10:31 Gerrard greindist með veiruna og missir af tveimur leikjum Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, verður ekki á hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum liðsins eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Enski boltinn 26.12.2021 08:01 « ‹ 169 170 171 172 173 174 175 176 177 … 334 ›
Klopp áfram pirraður yfir álaginu yfir hátíðirnar Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, virðist seint ætla að venjast því álagi sem fylgir því að vera hluti af enskri knattspyrnuhefð yfir jólahátíðina. Enski boltinn 28.12.2021 07:01
„Skil ekki hvernig De Gea varði skotið frá Almirón í lokin“ Eddie Howe, þjálfari Newcastle United, hrósaði sínum mönnum í hástert eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá skildi hann ekki hvernig David De Gea varði skot Miguel Almirón undir lok leiks. Enski boltinn 27.12.2021 22:40
De Gea bjargaði stigi gegn Newcastle Manchester United náði aðeins í eitt stig gegn Newcastle United í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Man United getur þakkað spænska markverðinum David De Gea fyrir stig kvöldsins. Enski boltinn 27.12.2021 22:00
Rangnick horfir til Þýskalands Ralf Rangnick, þjálfari Manchester United, horfir til heimalandsins í leit að ungum og efnilegum leikmönnum. Talið er að hann sé á höttunum eftir allt að fjórum leikmönnum sem eru tvítugir eða yngri. Enski boltinn 27.12.2021 18:00
„Ef að ekki væri fyrir fótboltann væri helmingur ykkar að vinna á McDonalds“ Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, segir Pep Guardiola, Jürgen Klopp og fleirum að hætta að kvarta yfir miklu álagi á leikmenn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta yfir jólavertíðina. Enski boltinn 27.12.2021 13:01
Martial vill fara frá United en engin tilboð hafa borist Anthony Martial hefur óskað eftir sölu frá Manchester United. Enn hafa engin tilboð borist í franska framherjann. Enski boltinn 27.12.2021 11:01
Missa bara af tveimur umferðum vegna „velvildar“ afríska sambandsins Jafnvel þó að Egyptaland kæmist í úrslitaleik Afríkumótsins í fótbolta myndi Mohamed Salah aðeins missa af tveimur deildarleikjum með Liverpool, vegna „velvildar“ afríska knattspyrnusambandsins. Enski boltinn 27.12.2021 10:30
Útskýrði af hverju hann réði sálfræðing: „Leikmenn þurfa einhvern til að tala við“ Ralf Rangnick var ekki lengi að láta til sín taka sem þjálfari Manchester United. Eitt af hans fyrstu verkum var að ráða íþróttasálfræðing og hinn 63 ára gamli Þjóðverji telur að ekki sé langt í að það verði vaninn hjá stærstu liðum heims. Enski boltinn 27.12.2021 10:02
Lögreglan biðst afsökunar á að hafa orðið fótboltamanni að bana Lögreglan í West Mercia hefur sent skriflega afsökunarbeiðni til fjölskyldu fótboltamannsins fyrrverandi Dalians Atkinson, hálfu ári eftir að lögreglumaður var sakfelldur fyrir að hafa orðið honum að bana. Enski boltinn 27.12.2021 09:01
Foxillur Tuchel: „Þeir neyddu okkur til að spila“ Þrátt fyrir sigurinn á Aston Villa í gær var Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, ekki kátur eftir leikinn og sendi enska knattspyrnusambandinu tóninn. Enski boltinn 27.12.2021 08:31
Rifjaði upp kjarnorkudrifið æðiskast Fergusons: „Hann gæti verið njósnari!“ Í viðtali við The Athletic rifjaði Eric Steele, fyrrverandi markvarðaþjálfari Manchester United, þegar hann fékk hárblásarameðferðina frá Sir Alex Ferguson á sínum tíma. Enski boltinn 27.12.2021 08:00
Leik Arsenal og Wolves frestað Enn er verið að fresta leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er ljóst að Skytturnar mæta ekki Úlfunum þann 28. desember vegan kórónuveirunnar og gríðarlega meiðsla í herbúðum Úlfanna. Enski boltinn 26.12.2021 23:00
Brighton gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Tvö mörk í fyrri hálfleik sáu til þess að Brighton & Hove Albion sótti þrjú stig í greipar Brentford í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur á The American Express Community-vellinum 2-0 heimamönnum í Brighton í vil. Enski boltinn 26.12.2021 22:00
Terry aftur til Chelsea John Terry er á leið aftur til enska knattspyrnufélagsins Chelsea samkvæmt The Athletic. Miðvörðurinn fyrrverandi lék með Chelsea nær allan sinn feril ef frá er talið eitt ár hjá Aston Villa sem og lán hjá Nottingham Forest á hans yngri árum. Enski boltinn 26.12.2021 21:01
Þurfti á svona frammistöðu að halda „Ég er ánægður með eigin frammistöðu en ég verð að halda áfram,“ sagði Romelu Lukaku eftir 3-1 sigur Chelsea á Aston Villa. Lukaku var að skora sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í deildinni síðan hann skoraði tvennu gegn sama liði þann 11. september. Enski boltinn 26.12.2021 20:01
Tvær vítaspyrnur frá Jorginho sá til þess að Chelsea vann á Villa Park Jorginho skoraði tvívegis og Romelu Lukaku skoraði sitt fyrsta mark í rúma þrjá mánuði er Chelsea vann 3-1 sigur á Aston Villa í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 26.12.2021 19:30
Skemmtilegur leikur á að horfa „Þetta var skemmtilegur leikur á að horfa þrjú stig til viðbótar fyrir okkur,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, eftir ótrúlegan 6-3 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 26.12.2021 18:16
Svekkjandi tap í fyrsta leik Daníels Leó á tímabilinu Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson fékk loks tækifæri í byrjunarliði Blackpool er liðið sótti Huddersfield Town heim í ensku B-deildinni í dag. Gestirnir leiddu 2-1 í hálfleik en töpuðu 3-2 eftir að missa mann af velli í síðari hálfleik. Enski boltinn 26.12.2021 17:31
Öruggt hjá Tottenham | Southampton lagði West Ham Tottenham Hotspur vann þægilegan 3-0 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann Southampton 3-2 útisigur á West Ham United. Enski boltinn 26.12.2021 17:05
Skytturnar ekki í vandræðum gegn Kanarífuglunum Arsenal var án þriggja leikmanna vegna kórónuveirunnar er liðið heimsótti Norwich City í dag. Þrátt fyrir að þurfa að færa menn til í öftustu línu þó kom það ekki að sök þar sem Arsenal vann einkar öruggan 5-0 sigur. Enski boltinn 26.12.2021 16:55
Meistararnir höfðu betur í markaveislu Svo virtist sem Leicester City myndi ekki eiga möguleika gegn Englandsmeisturum Manchester City á Etihad-vellinum í dag. Staðan 4-0 í hálfleik en gestirnir skoruðu þrívegis í síðari hálfleik áður en heimamenn tryggðu sigurinn, lokatölur 6-3 í ótrúlegum leik. Enski boltinn 26.12.2021 16:50
Þrír með veiruna hjá Arsenal Þrír leikmenn enska knattspyrnuliðsins Arsenal hafa greinst með Covid-19 og eru því ekki með liðinu í dag er það tekur á móti Norwich City. Enski boltinn 26.12.2021 16:01
Ótrúlegur fjöldi frestaðra leikja í efstu fjórum deildum Englands Nú fyrir um hálftíma hófst leikur Huddersfield og Blackpool í ensku B-deildinni. Það væri kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Daníel Leó Grétarsson er í fyrsta skipti í byrjunarliði Blackpool og að þetta er einn af aðeins tveimur leikjum sem ekki var frestað vegna kórónuveirunnar. Enski boltinn 26.12.2021 15:30
Leik Leeds og Aston Villa frestað vegna veirunnar Leik Leeds og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni næstkomandi þriðjudag hefur verið frestað vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða Leeds. Enski boltinn 26.12.2021 14:10
Launakröfur Vlahovic gætu fælt ensku félögin frá Framherjinn Dusan Vlahovic verður án efa einn eftirsóttasti bitinn þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar, en Serbinn hefur verið sjóðandi heitur með Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Enski boltinn 26.12.2021 13:31
Vieira með veiruna og verður ekki með gegn Tottenham Patick Vieira, knattspyrnustjóri Crystal Palace, verður ekki að hliðarlínunni er liðið heimsækir Tottenham Hotspur í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Enski boltinn 26.12.2021 12:49
Leikur Tottenham og Crystal Palace fer fram þrátt fyrir mikla óvissu Mikil óvissa hefur ríkt síðan í gærkvöldi varðandi það hvort að leikur Tottenham og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni muni fara fram í dag, en nú hefur það verið staðfest að liðin munu mætast á Tottenham Hotspur leikvangnum klukkan 15:00. Enski boltinn 26.12.2021 12:01
Segir að ríkasti klúbbur heims þurfi að vera raunsær í janúarglugganum Eddi Howe, knattspyrnustjóri Newcastle sem varð í haust ríkasta knattspyrnufélag heims, segir að klúbburinn þurfi að vera raunsær þegar janúarglugginn opnar eftir örfáa daga. Enski boltinn 26.12.2021 11:16
Vill fá fimm skiptingar í ensku úrvalsdeildina á ný Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, vill að leyfilegt verði að gera fimm skiptingar í leik í ensku úrvalsdeildinni á ný. Enski boltinn 26.12.2021 10:31
Gerrard greindist með veiruna og missir af tveimur leikjum Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, verður ekki á hliðarlínunni í næstu tveimur leikjum liðsins eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Enski boltinn 26.12.2021 08:01