Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gray hetja Tottenham

Tottenham vann 1-0 útisigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni síðdegis. Skotinn ungi Archie Gray var hetja gestanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Viss um að ég myndi skora einn daginn“

„Þetta var mjög góð tilfinning, á vellinum með stuðningsfólkið allt í kring. Ég var mjög ánægður og er það enn,“ sagði glaður Florian Wirtz eftir að hafa loksins skorað sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Liverpool, í 2-1 sigrinum gegn Wolves í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arsenal aftur á toppinn

Arsenal vann 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum endurheimtir liðið toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Cherki aðal­maðurinn í sigri City

Rayan Cherki var í aðalhlutverki þegar Manchester City vann 2-1 sigur á Nottingham Forest á City Ground í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu. City fór á topp deildarinnar með sigrinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Andri Lucas frá í mánuð

Andri Lucas Guðjohnsen, framherji Blackburn Rovers og íslenska landsliðsins í fótbolta, verður frá í um mánuð eftir að hafa farið meiddur af velli í sigri á Millwall rétt fyrir jól.

Enski boltinn