Fastir pennar Höfum við efni á norrænni velferð? Ólafur Þ. stephensen skrifar Gerð fjárlaga fyrir næsta ár verður ekki auðveldari en fjárlagagerðin í fyrra. Sennilega þarf að taka enn óvinsælli ákvarðanir en undanfarin ár, þótt mörgum hafi þótt glíman við hallarekstur ríkissjóðs erfið hingað til. Fastir pennar 5.8.2011 06:00 Kolruglaður kjötmarkaður Ólafur Þ. Stephensen skrifar Í grein Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær, sem víða hefur verið til umfjöllunar, hrekur hann alls konar vitleysu sem haldið er fram um útflutning á sauðfjárafurðum. Fastir pennar 4.8.2011 07:30 Að veðsetja eigur annarra Þorvaldur Gylfason skrifar Hugsum okkur mann, sem tekur bíl á leigu á mánudagsmorgni. Hann fær bílinn afhentan til leigu í fimm daga og greiðir t.d. 100 þúsund krónur fyrir fram fyrir leiguna til föstudagskvölds, eða 20 þúsund krónur á dag. Það, sem hann hefur í reyndinni keypt, er skírteini, sem veitir honum rétt til að nota bílinn í fimm daga. Skírteinið, það er leiguréttinn, getur maðurinn með leyfi bílaleigunnar framselt til annars manns, sem tekur þá á sig skuldbindingu hins fyrr nefnda, það er skylduna til að skila bílnum óskemmdum í vikulok. Skírteinið er 100 þúsund króna virði á mánudagsmorgninum og 80 þúsund króna virði á þriðjudagsmorgni, því að þá eru aðeins fjórir dagar eftir af leigutímanum. Leigutakinn gæti hugsanlega farið í bankann sinn beint úr bílaleigunni á mánudeginum og tekið lán til fjögurra daga að upphæð 20 þúsund krónur og lagt skírteinið frá bílaleigunni að veði með leyfi bílaleigunnar. Standi lánþeginn ekki í skilum við bankann á fimmtudeginum, yfirtekur bankinn skírteinið, sem er þá 20 þúsund króna virði og veitir bankanum afnot af bílnum á föstudeginum. Bankinn vill ekki veita hærra lán en 20 þúsund krónur með veði í leiguskírteininu vegna þess, að andvirði þess er komið niður í 20 þúsund krónur á fimmtudeginum. Aðeins óábyrgur eða óheiðarlegur bankastjóri myndi veita 100 þúsund króna lán með veði í leiguskírteininu, því að veðið myndi þá ekki bæta bankanum nema að 1/5 hluta vanskil á láninu. Fastir pennar 4.8.2011 06:00 Versti óvinurinn Steinunn Stefánsdóttir skrifar Þöggun og meðvirkni er versti óvinur þolenda kynferðisbrota og um leið besti stuðningur sem brotamaður getur fengið til þess að halda athæfi sínu áfram. Þöggun og meðvirkni hefur jafnvel orðið til þess að brotamenn hafa náð að halda uppteknum hætti í sama umhverfinu ár eftir ár. Fastir pennar 3.8.2011 08:30 Sama hvaðan gott kemur Jónína Michaelsdóttir skrifar Á þeim árum sem Samband íslenskra samvinnufélaga var öflugt bakland Framsóknarflokksins bar eitt sinn við að maður á landsbyggðinni, sem var virkur í þeim flokki, fór þess á leit við yfirlýstan sjálfstæðismann að hann tæki að sér tiltekið ábyrgðarstarf í byggðarlaginu. Þetta vakti ekki litla athygli og undrun, bæði hjá þeim sem í hlut átti og öðrum. Framsóknarmenn voru taldir passa öðrum fremur upp á sína menn í þessum efnum. Þegar maðurinn var spurður hvers vegna í ósköpunum hann sneri sér til sjálfstæðismanns með þetta erindi sagði hann brosandi og í léttum tón: Það er sama hvaðan gott kemur!“ Fastir pennar 2.8.2011 11:00 Hér eru allir mjög sáttir Steinunn Stefánsdóttir skrifar „Hér eru allir mjög sáttir," segir fulltrúi í Þjóðhátíðarnefnd í viðtali við Fréttablaðið í dag og annar segir: "Heilt yfir tókst hátíðin vel." Forráðamaður hátíðarinnar á Akureyri segir í viðtali í sömu frétt: "Þetta var eins og best verður á kosið." Og jú, það er áreiðanlega rétt hjá þessum mönnum að þorri hátíðargesta bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri skemmti sér vel og langflestir voru sjálfum sér til sóma í hvívetna. Fastir pennar 2.8.2011 06:00 Valddreifing, ábyrgð og gegnsæi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Stjórnlagaráð afhenti í gær forseta Alþingis frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Fastir pennar 30.7.2011 07:00 Spurning um næsta áfanga? Þorsteinn Pálsson skrifar Stjórnlagaráð hefur lokið störfum og hugmyndir að nýrri stjórnarskrá litið dagsins ljós, sumar nýtilegar og aðrar ekki eins og gengur. Formlega er málið nú í höndum Alþingis, sem ber ábyrgðina, þó að ríkisstjórnin ráði för. Fastir pennar 30.7.2011 07:00 Stjórnlögum náð Pawel Bartoszek skrifar Störfum stjórnlagaráðs lýkur í dag. Sem einn þeirra sem fengu að taka þátt í þeirri vegferð sem smíði nýs frumvarps til stjórnskipunarlaga er, get ég auðvitað ekki varist því að upplifa ákveðinn sjálfshátíðleika. Það er merkileg tilfinning að vera í þeim sporum sem fimm hundruð manna og kvenna vildu vera í. Seint verður það traust þakkað nóg. Fastir pennar 29.7.2011 09:00 Við lýsum eftir stuðningi Þorvaldur Gylfason skrifar Stjórnlagaráð samþykkti í gær einum rómi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár og mun á morgun afhenda það forseta Alþingis. Stjórnlagaráð gerir þingi og þjóð tilboð um stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara þjóðfélagi, um nýja stjórnarskrá gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu í samræmi við niðurstöður þjóðfundar 2010. Frumvarpið felur í sér ýmis merk nýmæli og fyrirheit um gagngerar breytingar á stjórnskipan landsins, sumar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnlagaráð leggur til, að Alþingi leyfi þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Meðal merkustu nýmæla frumvarpsins eru þessi. Fastir pennar 28.7.2011 10:00 Neyðin í Afríku er ekki ný af nálinni Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Af þeim hörmungarfréttum sem hafa dunið yfir undanfarna daga hafa hryðjuverkin í Noregi verið mest áberandi. Það er eðlilegt vegna skyldleika og nálægðar við Noreg að finna sérstaklega til með þeim, en margir hafa réttilega bent á að víða annars staðar um heiminn gerast skelfilegir atburðir á hverjum degi. Fastir pennar 28.7.2011 08:00 Heildarstefnumótun nauðsynleg Steinunn Stefánsdóttir skrifar Sífellt fleiri þolendur kynferðisbrota hafa hugrekki til að stíga fram og greina frá þeim brotum sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta á ekki síst við fólk sem orðið hefur fyrir brotum innan vébanda skóla, trúfélaga og ýmissa félagasamtaka. Fastir pennar 27.7.2011 10:00 Ágæt áskorun frá Evrópu Steinunn Stefánsdóttir skrifar Lestrarkunnátta íslenskra nemenda í fjórða bekk er undir meðaltali í Evrópusambandinu. Einnig glíma að meðaltali fleiri íslenskir nemendur við alvarleg lestrarvandamál en annars staðar í álfunni. Þetta kemur fram í skýrslu um lestrarkennslu í Evrópu sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets á vegum Evrópusambandsins um menntamál í Evrópu og birtist fyrir skömmu. Fastir pennar 26.7.2011 07:00 Með kærleika gegn hatri Steinunn Stefánsdóttir skrifar Sorgin yfir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi lamar norsku þjóðina. Nágrannaþjóðirnar kenna hennar einnig sárt. Ef farið er út meðal fólks eða rennt yfir þanka íslenskra netverja sést glöggt hversu ofarlega voðaverkin eru í hugum fólks. Við höfum verið á það minnt hversu mikið ógnarafl getur falist í hatri. Ummælin sem lögmaður hryðjuverkamannsins hefur eftir honum um að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg eru lýsandi fyrir það hvert blint hatur getur leitt huga fólks. Fastir pennar 25.7.2011 11:00 „Við“ og „hinir“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Við erum auðvitað misjafnlega félagslynd en okkur er það samt flestum eiginlegt að vilja lifa í samfélagi við aðra menn; við höfum þörf fyrir félagsskap, samkennd, samvinnu – og speglun. Fastir pennar 25.7.2011 11:00 Ný heimsmynd á Norðurlöndum Steinunn Stefánsdóttir skrifar Hryðjuverkin sem framin voru í og fyrir utan Ósló í gær hafa varanlega áhrif á heimsmynd okkar Norðurlandabúa. Stórsprenging í miðborginni kostaði að minnsta kosti sjö mannslíf og í kjölfarið var gerð skotárás sem grandaði að minnsta kosti tíu manns. Víst er að tala fallinna eftir árásirnar tvær á eftir að hækka því talsvert margir eru slasaðir og ófundnir eftir ódæðisverkin. Fastir pennar 23.7.2011 06:00 Einkaframkvæmdarstefnan Þorsteinn Pálsson skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur í sumar sætt gagnrýni margra fyrir að stöðva vegaframkvæmdir og nýja fangelsisbyggingu. Ágreiningslaust er að framkvæmdirnar eru brýnar og ríkissjóður er tómur. Fordómar ráðherrans gagnvart því sem kallað er einkaframkvæmd eru sagðir ráða því að allt situr fast. Fastir pennar 23.7.2011 06:00 Brotalamir sem verður að laga Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Margir Vesturlandabúar trúa því að straumur flóttamanna þangað sé svo gríðarlegur að þeim stafi mikil ógn af því. Líklega telja margir að alla innflytjendur sé hægt að setja undir sama hatt, óháð aðstæðum þeirra. Hið rétta er að um áttatíu prósent flóttamanna heimsins eru í þróunarríkjum og þar er vandinn raunverulega mikill. Þau lönd eru ekki eins vel í stakk búin til að taka á móti fólki og veita því sómasamlegt líf á nýjum stað. Á Vesturlöndum, hvað sem öllum þrengingum líður, ætti að vera hægt að veita fleiri flóttamönnum tækifæri til betra lífs en nú er gert. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur beinlínis óskað eftir því við iðnríkin að þau taki á þessu ójafnvægi og þessum vanda. Fastir pennar 22.7.2011 06:00 Rússagull Þorvaldur Gylfason skrifar Fastir pennar 21.7.2011 08:00 Gengið gegn lífseigum fordómum Steinunn Stefánsdóttir skrifar Það virðist lífseigt viðhorf að þolandi kynbundins ofbeldis hafi með einhverjum hætti kallað sjálf(ur) yfir sig glæpinn og sé þannig í raun meðsek(ur) um hann. Jafnvel er þolandi kynferðisbrots í umræðu talinn hreinlega ábyrg(ur) fyrir brotinu vegna þess hvar hún var, hvenær, í hvaða ástandi og í hvaða fötum. Fastir pennar 21.7.2011 07:00 Hægt að bjarga lífi barns Steinunn Stefánsdóttir skrifar Neyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert. Fastir pennar 20.7.2011 06:00 Rannsóknina þarf að rannsaka Steinunn Stefánsdóttir skrifar Skuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfarakennt glæpamál þar sem nokkur ungmenni sem að sönnu áttu sitt líf á jaðri samfélagsins voru gerð að aðalpersónum. Fastir pennar 19.7.2011 11:00 Landsbyggðin og Reykjavíkurvaldið Jónína Michaelsdóttir skrifar Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í höfuðborg landsins líta á landsbyggðarfólk eins og óðalsbændur litu á leiguliða sína. Endilega rækta landið, framleiða matvæli, taka vel á móti þéttbýlisaðlinum þegar hann er að sporta sig um landið í sumarfríinu, sem og laxveiðimönnum og hreindýraskyttum. Gott ef menn geta komið sér upp smáfyrirtækjum til að komast af. Krúttlegt að versla þar þegar drepið er niður fæti í plássinu í nokkra klukkutíma. Ekki má gleyma að baða sig dálítið í utanaðlærðri ást á ósnortinni náttúru. Fastir pennar 19.7.2011 11:00 Útilegumaður deyr Guðmundur Andri Thorsson skrifar Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð. Fastir pennar 18.7.2011 11:00 Nördarnir eru framtíðin Ólafur Stephensen skrifar Formenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, þeir Vilmundur Jósefsson og Helgi Magnússon, ásamt Jürgen Thumann, formanni Businesseurope, samtaka atvinnulífsins í Evrópu, skrifuðu grein hér í blaðið í fyrradag þar sem þeir vöktu athygli á skorti á tæknimenntuðu fólki á evrópskum vinnumarkaði. Þeir vitna til nýrrar könnunar á vegum Businesseurope, þar sem fram kemur að skortur á fólki með tækni- og vísindaþekkingu geti orðið einn helzti dragbíturinn á hagvöxt og framfarir í álfunni á komandi árum. Fastir pennar 16.7.2011 06:00 Vörnin Finnskum bændum hefur fækkað eftir aðild að ESB. Á sama tíma hefur íslenskum bændum fækkað í sömu hlutföllum. Þessi þróun er fyrst og fremst vísbending um að í báðum löndum hefur orðið óhjákvæmileg framleiðniaukning. Fastir pennar 16.7.2011 06:00 Múgurinn spurður II Pawel Bartoszek skrifar Ögmundur vill hafa flugvöll í Vatnsmýrinni. Hann má þó eiga það að þrátt fyrir þessa afstöðu þá hefur hann gefið hina misráðnu hugmynd um samgöngumiðstöð upp á bátinn. Fastir pennar 15.7.2011 06:00 Sektum sóðana Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi í Svíþjóð fyrir nokkrum dögum, má lögreglan sekta fólk á staðnum fyrir að fleygja rusli. Sá sem fleygir til dæmis bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði má gera ráð fyrir að punga út 800 sænskum krónum, hátt í fimmtán þúsund íslenzkum, þar og þá. Fastir pennar 15.7.2011 06:00 Saga frá Keníu Þorvaldur Gylfason skrifar Fjórum sinnum hef ég komið til Keníu. Þegar ég kom þangað fyrst 1979, lék allt í lyndi á yfirborðinu. Efnahagur landsins hafði vænkazt til muna frá sjálfstæðistökunni 1963, langt umfram löndin í kring. Friður og ró ríktu um landið að loknum hörðum átökum og hryðjuverkum, sem mörkuðu sjálfstæðisbaráttuna við Breta. Undir yfirborðinu bærðust Fastir pennar 14.7.2011 06:00 Tímaskekkjur í skipulaginu Ólafur Þ. Stephensen skrifar Eftir annan brunann á sjö árum í endurvinnslustöð Hringrásar við Klettagarða hljóta borgaryfirvöld í Reykjavík að skoða vel hvort ástæða sé til að finna fyrirtækinu nýjan stað. Hringrás stundar mikilvæga starfsemi en hún á ekki heima ofan í íbúðahverfi. Í brunanum aðfaranótt þriðjudags átti það sama við og í brunanum 2004 (og raunar líka þegar kveikt var í dekkjahaug fyrirtækisins á Akureyri 2007) að hagstæð vindátt bjargaði því að ekki fór miklu verr. Baneitraðan reykinn frá brennandi dekkjum hefði getað lagt til norðurs yfir þétta íbúðabyggð, þar með talin dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, með tilheyrandi raski, heilsu- og eignatjóni. Fastir pennar 14.7.2011 06:00 « ‹ 105 106 107 108 109 110 111 112 113 … 245 ›
Höfum við efni á norrænni velferð? Ólafur Þ. stephensen skrifar Gerð fjárlaga fyrir næsta ár verður ekki auðveldari en fjárlagagerðin í fyrra. Sennilega þarf að taka enn óvinsælli ákvarðanir en undanfarin ár, þótt mörgum hafi þótt glíman við hallarekstur ríkissjóðs erfið hingað til. Fastir pennar 5.8.2011 06:00
Kolruglaður kjötmarkaður Ólafur Þ. Stephensen skrifar Í grein Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær, sem víða hefur verið til umfjöllunar, hrekur hann alls konar vitleysu sem haldið er fram um útflutning á sauðfjárafurðum. Fastir pennar 4.8.2011 07:30
Að veðsetja eigur annarra Þorvaldur Gylfason skrifar Hugsum okkur mann, sem tekur bíl á leigu á mánudagsmorgni. Hann fær bílinn afhentan til leigu í fimm daga og greiðir t.d. 100 þúsund krónur fyrir fram fyrir leiguna til föstudagskvölds, eða 20 þúsund krónur á dag. Það, sem hann hefur í reyndinni keypt, er skírteini, sem veitir honum rétt til að nota bílinn í fimm daga. Skírteinið, það er leiguréttinn, getur maðurinn með leyfi bílaleigunnar framselt til annars manns, sem tekur þá á sig skuldbindingu hins fyrr nefnda, það er skylduna til að skila bílnum óskemmdum í vikulok. Skírteinið er 100 þúsund króna virði á mánudagsmorgninum og 80 þúsund króna virði á þriðjudagsmorgni, því að þá eru aðeins fjórir dagar eftir af leigutímanum. Leigutakinn gæti hugsanlega farið í bankann sinn beint úr bílaleigunni á mánudeginum og tekið lán til fjögurra daga að upphæð 20 þúsund krónur og lagt skírteinið frá bílaleigunni að veði með leyfi bílaleigunnar. Standi lánþeginn ekki í skilum við bankann á fimmtudeginum, yfirtekur bankinn skírteinið, sem er þá 20 þúsund króna virði og veitir bankanum afnot af bílnum á föstudeginum. Bankinn vill ekki veita hærra lán en 20 þúsund krónur með veði í leiguskírteininu vegna þess, að andvirði þess er komið niður í 20 þúsund krónur á fimmtudeginum. Aðeins óábyrgur eða óheiðarlegur bankastjóri myndi veita 100 þúsund króna lán með veði í leiguskírteininu, því að veðið myndi þá ekki bæta bankanum nema að 1/5 hluta vanskil á láninu. Fastir pennar 4.8.2011 06:00
Versti óvinurinn Steinunn Stefánsdóttir skrifar Þöggun og meðvirkni er versti óvinur þolenda kynferðisbrota og um leið besti stuðningur sem brotamaður getur fengið til þess að halda athæfi sínu áfram. Þöggun og meðvirkni hefur jafnvel orðið til þess að brotamenn hafa náð að halda uppteknum hætti í sama umhverfinu ár eftir ár. Fastir pennar 3.8.2011 08:30
Sama hvaðan gott kemur Jónína Michaelsdóttir skrifar Á þeim árum sem Samband íslenskra samvinnufélaga var öflugt bakland Framsóknarflokksins bar eitt sinn við að maður á landsbyggðinni, sem var virkur í þeim flokki, fór þess á leit við yfirlýstan sjálfstæðismann að hann tæki að sér tiltekið ábyrgðarstarf í byggðarlaginu. Þetta vakti ekki litla athygli og undrun, bæði hjá þeim sem í hlut átti og öðrum. Framsóknarmenn voru taldir passa öðrum fremur upp á sína menn í þessum efnum. Þegar maðurinn var spurður hvers vegna í ósköpunum hann sneri sér til sjálfstæðismanns með þetta erindi sagði hann brosandi og í léttum tón: Það er sama hvaðan gott kemur!“ Fastir pennar 2.8.2011 11:00
Hér eru allir mjög sáttir Steinunn Stefánsdóttir skrifar „Hér eru allir mjög sáttir," segir fulltrúi í Þjóðhátíðarnefnd í viðtali við Fréttablaðið í dag og annar segir: "Heilt yfir tókst hátíðin vel." Forráðamaður hátíðarinnar á Akureyri segir í viðtali í sömu frétt: "Þetta var eins og best verður á kosið." Og jú, það er áreiðanlega rétt hjá þessum mönnum að þorri hátíðargesta bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri skemmti sér vel og langflestir voru sjálfum sér til sóma í hvívetna. Fastir pennar 2.8.2011 06:00
Valddreifing, ábyrgð og gegnsæi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Stjórnlagaráð afhenti í gær forseta Alþingis frumvarp sitt að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Fastir pennar 30.7.2011 07:00
Spurning um næsta áfanga? Þorsteinn Pálsson skrifar Stjórnlagaráð hefur lokið störfum og hugmyndir að nýrri stjórnarskrá litið dagsins ljós, sumar nýtilegar og aðrar ekki eins og gengur. Formlega er málið nú í höndum Alþingis, sem ber ábyrgðina, þó að ríkisstjórnin ráði för. Fastir pennar 30.7.2011 07:00
Stjórnlögum náð Pawel Bartoszek skrifar Störfum stjórnlagaráðs lýkur í dag. Sem einn þeirra sem fengu að taka þátt í þeirri vegferð sem smíði nýs frumvarps til stjórnskipunarlaga er, get ég auðvitað ekki varist því að upplifa ákveðinn sjálfshátíðleika. Það er merkileg tilfinning að vera í þeim sporum sem fimm hundruð manna og kvenna vildu vera í. Seint verður það traust þakkað nóg. Fastir pennar 29.7.2011 09:00
Við lýsum eftir stuðningi Þorvaldur Gylfason skrifar Stjórnlagaráð samþykkti í gær einum rómi frumvarp til nýrrar stjórnarskrár og mun á morgun afhenda það forseta Alþingis. Stjórnlagaráð gerir þingi og þjóð tilboð um stjórnskipulegan grundvöll að opnara og réttlátara þjóðfélagi, um nýja stjórnarskrá gegn flokksræði, forréttindum, leynd og spillingu í samræmi við niðurstöður þjóðfundar 2010. Frumvarpið felur í sér ýmis merk nýmæli og fyrirheit um gagngerar breytingar á stjórnskipan landsins, sumar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórnlagaráð leggur til, að Alþingi leyfi þjóðinni að greiða atkvæði um frumvarpið til samþykktar eða synjunar. Meðal merkustu nýmæla frumvarpsins eru þessi. Fastir pennar 28.7.2011 10:00
Neyðin í Afríku er ekki ný af nálinni Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Af þeim hörmungarfréttum sem hafa dunið yfir undanfarna daga hafa hryðjuverkin í Noregi verið mest áberandi. Það er eðlilegt vegna skyldleika og nálægðar við Noreg að finna sérstaklega til með þeim, en margir hafa réttilega bent á að víða annars staðar um heiminn gerast skelfilegir atburðir á hverjum degi. Fastir pennar 28.7.2011 08:00
Heildarstefnumótun nauðsynleg Steinunn Stefánsdóttir skrifar Sífellt fleiri þolendur kynferðisbrota hafa hugrekki til að stíga fram og greina frá þeim brotum sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta á ekki síst við fólk sem orðið hefur fyrir brotum innan vébanda skóla, trúfélaga og ýmissa félagasamtaka. Fastir pennar 27.7.2011 10:00
Ágæt áskorun frá Evrópu Steinunn Stefánsdóttir skrifar Lestrarkunnátta íslenskra nemenda í fjórða bekk er undir meðaltali í Evrópusambandinu. Einnig glíma að meðaltali fleiri íslenskir nemendur við alvarleg lestrarvandamál en annars staðar í álfunni. Þetta kemur fram í skýrslu um lestrarkennslu í Evrópu sem gerð var á vegum Eurydice, upplýsinganets á vegum Evrópusambandsins um menntamál í Evrópu og birtist fyrir skömmu. Fastir pennar 26.7.2011 07:00
Með kærleika gegn hatri Steinunn Stefánsdóttir skrifar Sorgin yfir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi lamar norsku þjóðina. Nágrannaþjóðirnar kenna hennar einnig sárt. Ef farið er út meðal fólks eða rennt yfir þanka íslenskra netverja sést glöggt hversu ofarlega voðaverkin eru í hugum fólks. Við höfum verið á það minnt hversu mikið ógnarafl getur falist í hatri. Ummælin sem lögmaður hryðjuverkamannsins hefur eftir honum um að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg eru lýsandi fyrir það hvert blint hatur getur leitt huga fólks. Fastir pennar 25.7.2011 11:00
„Við“ og „hinir“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Við erum auðvitað misjafnlega félagslynd en okkur er það samt flestum eiginlegt að vilja lifa í samfélagi við aðra menn; við höfum þörf fyrir félagsskap, samkennd, samvinnu – og speglun. Fastir pennar 25.7.2011 11:00
Ný heimsmynd á Norðurlöndum Steinunn Stefánsdóttir skrifar Hryðjuverkin sem framin voru í og fyrir utan Ósló í gær hafa varanlega áhrif á heimsmynd okkar Norðurlandabúa. Stórsprenging í miðborginni kostaði að minnsta kosti sjö mannslíf og í kjölfarið var gerð skotárás sem grandaði að minnsta kosti tíu manns. Víst er að tala fallinna eftir árásirnar tvær á eftir að hækka því talsvert margir eru slasaðir og ófundnir eftir ódæðisverkin. Fastir pennar 23.7.2011 06:00
Einkaframkvæmdarstefnan Þorsteinn Pálsson skrifar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur í sumar sætt gagnrýni margra fyrir að stöðva vegaframkvæmdir og nýja fangelsisbyggingu. Ágreiningslaust er að framkvæmdirnar eru brýnar og ríkissjóður er tómur. Fordómar ráðherrans gagnvart því sem kallað er einkaframkvæmd eru sagðir ráða því að allt situr fast. Fastir pennar 23.7.2011 06:00
Brotalamir sem verður að laga Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Margir Vesturlandabúar trúa því að straumur flóttamanna þangað sé svo gríðarlegur að þeim stafi mikil ógn af því. Líklega telja margir að alla innflytjendur sé hægt að setja undir sama hatt, óháð aðstæðum þeirra. Hið rétta er að um áttatíu prósent flóttamanna heimsins eru í þróunarríkjum og þar er vandinn raunverulega mikill. Þau lönd eru ekki eins vel í stakk búin til að taka á móti fólki og veita því sómasamlegt líf á nýjum stað. Á Vesturlöndum, hvað sem öllum þrengingum líður, ætti að vera hægt að veita fleiri flóttamönnum tækifæri til betra lífs en nú er gert. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur beinlínis óskað eftir því við iðnríkin að þau taki á þessu ójafnvægi og þessum vanda. Fastir pennar 22.7.2011 06:00
Gengið gegn lífseigum fordómum Steinunn Stefánsdóttir skrifar Það virðist lífseigt viðhorf að þolandi kynbundins ofbeldis hafi með einhverjum hætti kallað sjálf(ur) yfir sig glæpinn og sé þannig í raun meðsek(ur) um hann. Jafnvel er þolandi kynferðisbrots í umræðu talinn hreinlega ábyrg(ur) fyrir brotinu vegna þess hvar hún var, hvenær, í hvaða ástandi og í hvaða fötum. Fastir pennar 21.7.2011 07:00
Hægt að bjarga lífi barns Steinunn Stefánsdóttir skrifar Neyðin vegna þurrkanna í Austur-Afríku, þeirra mestu í áratugi, er gríðarleg. Milljónir manna, og stór hluti þeirra börn sem eru vannærð fyrir, líða þar hungur sem mun leiða til dauða ef ekkert verður að gert. Fastir pennar 20.7.2011 06:00
Rannsóknina þarf að rannsaka Steinunn Stefánsdóttir skrifar Skuggi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur legið yfir í nærfellt fjóra áratugi. Þótt nærvera þess hafi ekki alltaf verið jafnsterk er þetta mál sem ekki hefur gleymst og ekki getur gleymst vegna þeirrar furðulegu og ömurlegu atburðarásar sem átti sér stað frá því að mönnum datt í hug að tengja saman tvö mannshvörf og búa til úr þeim eitt reyfarakennt glæpamál þar sem nokkur ungmenni sem að sönnu áttu sitt líf á jaðri samfélagsins voru gerð að aðalpersónum. Fastir pennar 19.7.2011 11:00
Landsbyggðin og Reykjavíkurvaldið Jónína Michaelsdóttir skrifar Meðvitað eða ómeðvitað virðast býsna margir í höfuðborg landsins líta á landsbyggðarfólk eins og óðalsbændur litu á leiguliða sína. Endilega rækta landið, framleiða matvæli, taka vel á móti þéttbýlisaðlinum þegar hann er að sporta sig um landið í sumarfríinu, sem og laxveiðimönnum og hreindýraskyttum. Gott ef menn geta komið sér upp smáfyrirtækjum til að komast af. Krúttlegt að versla þar þegar drepið er niður fæti í plássinu í nokkra klukkutíma. Ekki má gleyma að baða sig dálítið í utanaðlærðri ást á ósnortinni náttúru. Fastir pennar 19.7.2011 11:00
Útilegumaður deyr Guðmundur Andri Thorsson skrifar Andlát Sævars Ciesielski táknar ekki endalok Geirfinns- og Guðmundarmála. Málinu lauk ekki þegar Sævar og nokkur önnur ungmenni játuðu á sig sakir – alls konar sakir, allar þær sakir sem þeim var gert að játa og meira til svo að úr varð ein allsherjar játningaflækja sem þýskur lögreglumaður á eftirlaunum var látinn greiða úr. Málinu lauk ekki heldur þegar þau voru dæmd og því lauk ekki þegar þau voru búin að afplána dóminn: þessu máli lýkur ekki fyrr en það verður tekið upp á ný af réttbærum yfirvöldum og það leitt til lykta á þann hátt að íslenskt samfélag geti horfst í augu við sjálft sig og sagt, áminnt um sannsögli, að þessir tilteknu þegnar þess hafi loksins fengið réttláta málsmeðferð. Fastir pennar 18.7.2011 11:00
Nördarnir eru framtíðin Ólafur Stephensen skrifar Formenn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins, þeir Vilmundur Jósefsson og Helgi Magnússon, ásamt Jürgen Thumann, formanni Businesseurope, samtaka atvinnulífsins í Evrópu, skrifuðu grein hér í blaðið í fyrradag þar sem þeir vöktu athygli á skorti á tæknimenntuðu fólki á evrópskum vinnumarkaði. Þeir vitna til nýrrar könnunar á vegum Businesseurope, þar sem fram kemur að skortur á fólki með tækni- og vísindaþekkingu geti orðið einn helzti dragbíturinn á hagvöxt og framfarir í álfunni á komandi árum. Fastir pennar 16.7.2011 06:00
Vörnin Finnskum bændum hefur fækkað eftir aðild að ESB. Á sama tíma hefur íslenskum bændum fækkað í sömu hlutföllum. Þessi þróun er fyrst og fremst vísbending um að í báðum löndum hefur orðið óhjákvæmileg framleiðniaukning. Fastir pennar 16.7.2011 06:00
Múgurinn spurður II Pawel Bartoszek skrifar Ögmundur vill hafa flugvöll í Vatnsmýrinni. Hann má þó eiga það að þrátt fyrir þessa afstöðu þá hefur hann gefið hina misráðnu hugmynd um samgöngumiðstöð upp á bátinn. Fastir pennar 15.7.2011 06:00
Sektum sóðana Samkvæmt nýjum lögum, sem tóku gildi í Svíþjóð fyrir nokkrum dögum, má lögreglan sekta fólk á staðnum fyrir að fleygja rusli. Sá sem fleygir til dæmis bjórdós eða samlokubréfi í almenningsgarði má gera ráð fyrir að punga út 800 sænskum krónum, hátt í fimmtán þúsund íslenzkum, þar og þá. Fastir pennar 15.7.2011 06:00
Saga frá Keníu Þorvaldur Gylfason skrifar Fjórum sinnum hef ég komið til Keníu. Þegar ég kom þangað fyrst 1979, lék allt í lyndi á yfirborðinu. Efnahagur landsins hafði vænkazt til muna frá sjálfstæðistökunni 1963, langt umfram löndin í kring. Friður og ró ríktu um landið að loknum hörðum átökum og hryðjuverkum, sem mörkuðu sjálfstæðisbaráttuna við Breta. Undir yfirborðinu bærðust Fastir pennar 14.7.2011 06:00
Tímaskekkjur í skipulaginu Ólafur Þ. Stephensen skrifar Eftir annan brunann á sjö árum í endurvinnslustöð Hringrásar við Klettagarða hljóta borgaryfirvöld í Reykjavík að skoða vel hvort ástæða sé til að finna fyrirtækinu nýjan stað. Hringrás stundar mikilvæga starfsemi en hún á ekki heima ofan í íbúðahverfi. Í brunanum aðfaranótt þriðjudags átti það sama við og í brunanum 2004 (og raunar líka þegar kveikt var í dekkjahaug fyrirtækisins á Akureyri 2007) að hagstæð vindátt bjargaði því að ekki fór miklu verr. Baneitraðan reykinn frá brennandi dekkjum hefði getað lagt til norðurs yfir þétta íbúðabyggð, þar með talin dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra, með tilheyrandi raski, heilsu- og eignatjóni. Fastir pennar 14.7.2011 06:00
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun