
Formúla 1

Button: Gaman að sjá rásnúmer 1
Bretinn Jenson Button er heimsmeistari í Formúlu 1 og var stoltur að sjá rásnúmer 1 bíl McLaren á frumsýningu liðsins í dag.

McLaren frumsýndi nýtt ökutæki
McLaren frumsýndi í dag nýtt ökutæki fyrir komandi keppnistímabil og nefnist það MP4-25. Lewis Hamilton og Jenson Button munu aka bílnum og var hann sýndur í höfuðstöðvum liðsins í Woking í Surrey. Bíllinn er mjög vígalegur og er með Mercedes vél, sem meistararnir tveir fá til umráða.

Forseti Ferrari kveikti í Schumacher
Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé sín sök að Michael Schumacher er farinn að keyra fyrir Mercedes. Montezemolo vildi að Schumacher keyrði í stað Massa í fyrra.

Alonso og Massa frumsýndu Ferrari
Spánverjinn Fernando Alonso og Felipe Massa frumsýndi nýjan Ferrari á Ítalíu í dag. Alonso er nýr liðsmaður Ferrari, en hann ók fyrir Renault í fyrra. Massa hefur náð sér af meiðslum sem hann hlaut í fyrra og klár í slaginn.

Forsetinn kynnti nýjan Formúlu 1 kappa
Jose Maria Lopez frá Argentínu verður ökumaður nýja liðs USF1, sem er staðsett í Charlotte í Bandaríkjunum. Hann var um þriggja ára skeið þróunarökumaður Renault, en hvarf svo til síns heima og réði lögum og löfum mótaröðunm á heimavelli.

Michael Schumacher: Titilinn er markmiðið
Þjóðverjinn Michael Schumacher segir að Mercedes liðið hafi allt sem til þarf til að ná meistaratitilinum í Forúlu 1 á árinu, enda varð Ross Brawn meistari með Brawn liðinu sem er grunnur Mercedes.

Schumacher og Rosberg kynntir hjá Mercedes
Michael Schumacher og Nico Rosberg voru kynntir til sögunnar hjá Mercedes í Stuttgart í dag að viðstöddum 600 gestum í bílasafni Mercedes

Alguersuari áfram hjá Torro Rosso
Spánverjinn Jamie Alguersuari verður áfram ökumaður Torro Rosso samkvæmt fregnum frá liðinu. Hann byrjaði að keyra með liðinu ítalska í fyrra og var þá nýliði í Formúlu 1.

Spánverjinn de la Rosa til BMW
Spænski ökumaðurinn Pedro de la Rosa verður ökumaður BMW á þessu keppnistímabili og nú á aðeins eftir að ráða í fjögur sæti hjá þeim 13 Formúlu 1 liðum sem skipa ráslínuna.

Button bjartsýnn með McLaren
Heimsmeistarinn Jenson Button gekk til liðs við McLaren eftir að hafa unnið titilinn með Brawn í fyrra. Hann kann vel við sig hjá nýju liði og ekur með Lewis Hamilton.

Verkefni Schumachers ekki auðvelt
Gamla Formúlu 1 kempan Stirling Moss telur að verkefni Michaels Schumachers verði ekki auðvelt, þegar hann mætir aftur til leiks í Formúlu 1.

Hvorki hyglað að Alonso né Massa
Stefano Domenicali hjá Ferrari segir að Fernando Alonso verði ekki tekinn fram yfir Felipe Massa, þó hann sé nýliði hjá Ferrari og tvöfaldur meistari. Bæði Alonso og Massa viti að Ferrari er númer eitt, svo ökumenn liðsins. Þeir verði að spila sitt hlutverk.

Schumacher æfir á Spáni
Michael Schumacher sprettri úr spori á GP 2 keppnisbíl í dag á Jerez brautinni á Spáni og verður þar tvo daga í viðbót.

Ferrari menn í skíðaveislu
Starfsemnn Formúlu 1 liðs Ferrari er í árlegri skíðaveislu í Madonna di Campiglio á Ítalíu og Fernando Alonso og Felipe Massa, ökumenn liðsins spreyta sig í skíðamennsku.

Ecclestone: Myndi fagna endurkomu Briatore
Bernie Ecclestone segir að hann myndi fagna endurkomu Flavio Briatore í Formúlu 1 í ljósi niðurstöðu dómstóls í París í gær. FIA hafði dæmt Briatore í ævilangt bann frá Formúlu 1, en sjálfstæður dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að bannið væri ekki gilt. FIA er að skoða að áfrýja dómnum.

Formúlu 1 lögbanni á Briatore aflétt
Ævilöngu lögbanni á Flavio Briatore frá Formúlu 1 var aflétt fyrir dómstólum í París í dag. FIA er reyndar að skoða að áfrýja ákvörðun franska dómstólsins, en FIA réttaði í málinu á eign forsendum í fyrra.

Formúla 1 er enn of dýr
Ný kjörinn forseti FIA, Jean Todt segir Formúlu 1 íþróttina enn of kostnaðarsama, þó dregið hafi verið verulega úr kostnaði með ákveðnum aðgerðum síðustu ár. Todt telur að enn meira verði að gera

Michael Schumacher ætlar sér titilinn strax
Michael Schumacher ætlar ekkert að gefa eftir í Formúlu 1 á næsta ári en hann hefur gert þriggja ára samning við Mercedes sem kunnugt er. Hann ætlar sér einfaldlega titilinn.

Hamilton: Frábært að fá Schumacher aftur
Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, segist hæstánægður með að Michael Schumacher muni keppa í Formúlu 1-mótaröðinni á nýjan leik.

Samningur Schumachers til 3 ára
Michael Schumacher hefur gert þriggja ára samning við Mercedes um akstur í Formúlu 1, en ekki til eins árs eins og fyrstu fréttir hermdu.

Michael Schumacher mættur aftur í formúluna - samdi við Mercedes
Michael Schumacher mun keppa aftur í formúlu eitt á næsta ári en þessi sjöfaldi heimsmeistari er búinn að gera eins árs samning við Mercedes-liðið. Þetta var tilkynnt ellefu dögum áður en Þjóðverjinn fagnar 41 árs afmæli sínu en hann verður langelsti ökumaðurinn í formúlu eitt.

Miklar líkur á endurkomu Schumachers
Miklar líkur eru á því að Michael Schumacher keppi með Mercedes liðinu á næsta ári samkvæmt Luca Montezemolo, forseta Ferrari. Hann segist hafa talað við Schumacher um málið í síma.

Formúlu 1 titlarnir afhentir í Mónakó
Jenson Button tók á móti meistaratitlinum í Fornúlu 1 á afhendingu í Mónakó í gærkvöldi ásamt Ross Brawn eiganda Brawn liðsins sem nú heitir Mercedes. Lið hans vann bæði titil ökumanna og bílasmiða.

Schumacher möguleiki hjá Mercedes
Mercedes liðið er að skoða fjóra möguleika varðandi ökumanna á næsta ári og ljóst er að Michael Schumacher er einn þeirra

Formúla 1 á Silverstone til 2027
Mótshaldarar á Silverstone hafa tryggt að breski kappaksturinn fer fram á Silverstone á næsta ári. Rekstraraðilum Donington mistókst að fjármagna endurbætur á braut sinni, en þeir voru búnir að semja um Formúlu 1 mótshald til 17 ára til ársins 2027

Sauber fær sæti BMW í Formúlu 1
Peter Sauber fær rásleyfi fyriir keppnislið sitt í Formúlu 1 á næsta ári, en FIA tilkynnti þetta í dag. Sauber keypti búnað BMW liðsins í Sviss og mun nota Ferrari vélar á næsta ári.

Formúlu 1 mót í París úr myndinni
Áætlun um að uppsetning á Formúlu 1 braut í París hefur runnið í sandinn, eftir að yfirvöld féllu frá áætlun að byggja braut á iðnaðarsvæði við Flins Les Mueraux.

23% áhorf á Formúlu 1
FIA, alþjóðabílasambandið hefur afráðið að 19 Formúlu 1 mót verði árið 2010, en það er tveimur fleira en var í ár. Öll mót verða í beinni í útsendingu á Stöð 2 Sport eins og tvö síðustu ár.

Listi Formúlu 1 ökumanna 2010 þéttist
Þjóðverjinn Adrian Sutil og Ítalinn Viantonio Liuzzi voru í dag tilkynntir sem ökumenn Force India liðsins indverska. Smám saman er að taka á sig listi ökumanna fyrir næsta ár, en þó eru mörg sæti hjá keppnisliðum enn á reiki.

BMW Formúlu 1liðið selt einkaaðila
Bílarisinn BMW hefur selt Peter Sauber frá Sviss allan búnað Formúlu 1 liðsins til notkunnar í Formúlu 1. BMW álkvað að hætta í Formúlu 1 lok ársins og þetta er niðurstaðan.