Vettel lærði kasta bjúgverpli 24. mars 2010 10:17 Vettel mundar bjúgverpil eins og orðið ,,boomerang" þyðist á góða íslensku. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel og Mark Webber eru liðsfélagar hjá Red Bull og þykja líklegir til afreka á götum Melbourne á heimavelli Webbers. Vettel voru kennd réttu handtökin við að kasta bjúgverpli, sem er vinsælt atferli í Ástralíu. "Það er auðveldara að keyra keppnisbílinn... Það er talsvert vandasamt að kasta miðað við vindstefnuna og hve mikinn kraft á að nota í kastið. Ég held ég gæti þróað aðferðina og þetta var skemmtilegt upplifun. Ég bætti mig, en það er erfitt að stjórna svona bjúgverpli. Stundum leit út fyrir að hann kæmi tilbaka, en í öðrum tilfellum var hann víðsfjarri", sagði Vettel. Galdurinn er að kasta bjúgverpli þannig að hann snúi aftur til kastarans. En trúlega er Vettel mun færari í akstri um Melbourne brautina, en sérfræðingur í tómstundargamni Ástrala. Hann segist kunna vel við sig Melbourne brautina. Webber vann á heimavelli Webbers í Þýskalandi í fyrra og spurning hvort Vettel snýr á liðsfélaga sinn á hans heimavelli. Ástralir vonast trúlega eftir sigri Webbers. "Annað sæti væru ekki slæm úrslit. En það er langur vegur frá æfingum föstudags til kappaksturs. Við sáum hvað gerðist síðast. Maður veit aldrei fyrr en flaggið fellur hvað gerist. Okkur gekk vel síðast, þó úrslitin hafi ekki verið hagstæð, en bíllinn var góður", sagði Vettel, en hann leiddi mest alla fyrstu keppni ársins áður en kerti í vélarsalnum gaf sig. Alonso hirti fyrsta sætið og Vetel féll í það fjórða. "Það er gott fyrir menn að keyra á heimavelli eins og Mark og hann nýtur þess, frekar en að finna fyrir pressunni. Hann er eini Ástralinn á ráslínunni, en þegar ég keppi á heimavelli eru fimm aðrir Þjóðverjar. Mark er með gott sjálfstraust og veit hvað hann getur og hvernig á að landa sigri. Ferill hans hefur ekki alltaf verið auðveldur, en hann er enn í Formúlu 1, á meðan margir hafa hætt." Trúlega mun Vettel sem sannur keppnismaður stefna sjálfur á sigur og ekki gefa Webber neitt eftir, þó á heimavelli sé, en þeir vinna samt vel saman og eru ágætis félagar hjá Red Bull. Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel og Mark Webber eru liðsfélagar hjá Red Bull og þykja líklegir til afreka á götum Melbourne á heimavelli Webbers. Vettel voru kennd réttu handtökin við að kasta bjúgverpli, sem er vinsælt atferli í Ástralíu. "Það er auðveldara að keyra keppnisbílinn... Það er talsvert vandasamt að kasta miðað við vindstefnuna og hve mikinn kraft á að nota í kastið. Ég held ég gæti þróað aðferðina og þetta var skemmtilegt upplifun. Ég bætti mig, en það er erfitt að stjórna svona bjúgverpli. Stundum leit út fyrir að hann kæmi tilbaka, en í öðrum tilfellum var hann víðsfjarri", sagði Vettel. Galdurinn er að kasta bjúgverpli þannig að hann snúi aftur til kastarans. En trúlega er Vettel mun færari í akstri um Melbourne brautina, en sérfræðingur í tómstundargamni Ástrala. Hann segist kunna vel við sig Melbourne brautina. Webber vann á heimavelli Webbers í Þýskalandi í fyrra og spurning hvort Vettel snýr á liðsfélaga sinn á hans heimavelli. Ástralir vonast trúlega eftir sigri Webbers. "Annað sæti væru ekki slæm úrslit. En það er langur vegur frá æfingum föstudags til kappaksturs. Við sáum hvað gerðist síðast. Maður veit aldrei fyrr en flaggið fellur hvað gerist. Okkur gekk vel síðast, þó úrslitin hafi ekki verið hagstæð, en bíllinn var góður", sagði Vettel, en hann leiddi mest alla fyrstu keppni ársins áður en kerti í vélarsalnum gaf sig. Alonso hirti fyrsta sætið og Vetel féll í það fjórða. "Það er gott fyrir menn að keyra á heimavelli eins og Mark og hann nýtur þess, frekar en að finna fyrir pressunni. Hann er eini Ástralinn á ráslínunni, en þegar ég keppi á heimavelli eru fimm aðrir Þjóðverjar. Mark er með gott sjálfstraust og veit hvað hann getur og hvernig á að landa sigri. Ferill hans hefur ekki alltaf verið auðveldur, en hann er enn í Formúlu 1, á meðan margir hafa hætt." Trúlega mun Vettel sem sannur keppnismaður stefna sjálfur á sigur og ekki gefa Webber neitt eftir, þó á heimavelli sé, en þeir vinna samt vel saman og eru ágætis félagar hjá Red Bull.
Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira