

Mercedes-félagarnir Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í lokakeppni tímabilsins sem fram fer í Abú Dabí á morgun. Rosberg stendur vel að vígi í einvíginu.
Lewis Hamilton, maðurinn sem þarf að vinna upp 12 stiga forskot liðsfélaga síns, Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir lokakeppnina á tímabilinu í Formúlu 1.
Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað?
Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina.
Liðsstjóri Red Bull liðsins, Christian Horner telur að það væri "snjallt“ af Hamilton að reyna að hafa áhrif á framgang Nico Rosberg í keppninni í Abú Dabí um helgina.
Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag.
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 hefur sagt að hann óttist að bilun skemmi spennandi einvígi, Lewis Hamilton og Nico Rosberg um heimsmeistaratitil ökumanna.
Jenson Button segist búast við tilfinningaþurnginni helgi í Abú Dabí. Keppni helgarinnar mun vera hans síðasta í Formúlu 1 að minnsta kosti í bili.
Lewis Hamilton segir að hann standi andspænis "afar slökum líkum“ í kappakstri helgarinnar þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna munu ráðast.
Nico Rosberg hefur ákveðið að halda sig við sína nálgun í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna mun ráðast.
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í maraþon keppni í Brasilíu. Kappaksturinn stóð yfir í rúmar þrjár klukkustundir. Miklar rigningar töfðu keppnina talsvert.
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hádramatískan brasilískan kappakstur, þar sem Lewis Hamilton hélt titlbaráttunni á lífi.
Lewis Hamilton vann þriðju keppnina í röð í Brasilíu í dag. Hann er þá 12 stigum á eftir Nico Rosberg sem varð annar í dag. Hver sagði hvað eftir keppnina?
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í Brasilíu. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Max Verstappen varð þriðji með ótrúlegum akstri á Red Bull bílnum.
Lewis Hamilton á Mercedes náði í sinn sextugasta ráspól í Formúlu 1 í tímatökunni í dag. Hann verður á undan liðsfélaga sínum og keppinaut í heimsmeistarakeppninni þegar keppnin hefst á morgun. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatöku dagsins fyrir brasilíska kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji.
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum föstudagsæfingunum fyrir brasilíska kappaksturinn sem fram fer um helgina.
Renault ökumennirnir Kevin Mangussen og Jolyon Palmer hafa báðir tryggt sér keppnissæti í Formúlu 1 á næsta tímabili. Magnussen hjá Haas og Palmer áfram hjá Renault.
Hinn 18 ára Lance Stroll mun taka sæti Felipe Massa hjá Williams liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Massa ætlar að láta af störfum eftir tímabilið.
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark og minnkaði forskot liðsfélaga síns í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 19 stig þegar tvær keppnir eru eftir.
Sebastian Vettel hefur tapað þriðja sætinu sem hann hlaut í mexíkóska kappakstrinum í gær. Hann fékk tíu sekúndna refsingu fyrir reikult aksturslag þegar hann varðist Daniel Ricciardo.
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir öll helstu atriði mexíkóska kappakstursins sem fram fór um helgina.
Lewis Hamilton minnkaði forskot Nico Rosberg niður í 19 stig í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna mexíkóska kappaksturinn. Hver sagði hvað eftir keppnina?
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í mexíkóska kappakstrinum. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji í mark.
Lewis Hamilton náði sínum tíunda ráspól á tímabilinu í dag. Hann tók þar með stórt skref í áttina að því að minnka forskot Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?
Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í mexíkóska kappastrinum sem fer fram á morgun. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji.
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu föstudagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettal á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni.
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fóru yfir allt það helsta úr bandaríska kappakstrinum.
Lewis Hamilton á Mercedes vann í Austin í Texas sem er í 29. skiptið sem Hamilton vinnur frá ráspól. Hver sagði hvað eftir keppnina?
Lewis Hamilton vann sína 50. keppni í Formúlu 1 í dag. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.