
Erlent

Þingmenn í fangelsi fyrir að sparka í ólétta þingkonu
Tveir þingmenn í Senegal hafa verið dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir að sparka í maga óléttrar þingkonu á senegalska þinginu. Upp úr sauð þegar umræður fjárlög stóðu yfir.

Eltu sofandi ökumann í korter
Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi átti í eftirför í síðustu viku sem verður að teljast óhefðbundin. Ítrekaðar tilraunir til að reyna að fá ökumann Teslu rafmagnsbíls til að stöðva gengu ekki eftir en ökumaðurinn reyndist steinsofandi við stýrið. Bílinn var þó stilltur á sjálfstýringu.

McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi
Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki.

Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti
Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti.

Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai
DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum.

Sagðir hafa fellt hundruð Rússa í einni árás
Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt hundruð rússneskra hermanna í einni árás í austurhluta Úkraínu á nýársnótt. Fregnir hafa borist af því að flugskeytum hafi verið skotið að skóla í bænum Makívka því þar hafi fjölmargir hermenn verið komnir saman.

New York heimilar moltuvinnslu líkamsleifa
Yfirvöld í New York ríki í Bandaríkjunum hafa bæst í hóp fimm annarra ríkja sem hafa heimilað einstaklingum að velja að láta endurnýja líkamsleifar sínar með því að breyta þeim í moltu.

Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa
Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi.

Fjórir látnir eftir árekstur tveggja þyrla nærri Sea World
Fjórir eru látnir og þrír alvarlega slasaðir eftir að tvær þyrlur rákust saman nærri Sea World í ástralska bænum Gold Coast, suður af Brisbane á austurströnd Ástralínu, í nótt.

Rússar héldu árásum sínum áfram í nótt
Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði í gærkvöldi og nótt en samkvæmt heimildarmönnum innan úkraínska hersins skutu loftvarnakerfi niður um það bil tuttugu skotmörk, meðal annars dróna.

Tvær sprengingar í Stokkhólmi í nótt
Lögregla í Stokkhólmi í Svíþjóð hefur handtekið mann í tengslum við tvær sprengingar sem urðu í nótt.

Aldrei fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð en árið 2022
Aldrei hafa fleiri látist í skotárásum í Svíþjóð á einu og sama árinu og á nýliðnu ári. Alls létust 63 í slíkum árásum á síðasta ári.

Lula sór embættiseið og hét því að látið yrði af skógareyðingu
Luiz Inacio Lula da Silva sór embættiseið sem forseti Brasilíu í þriðja sinn fyrr í dag. Hann tekur við embættinu af Jair Bolsonaro eftir að hafa unnið nauman sigur í síðari umferð forsetakosninganna í lok október.

Fyrstu árásirnar þegar hálftími var liðinn af nýja árinu
Rússar héldu árásum sínum áfram á Úkraínu í dag og var fyrstu flugskeytunum skotið á höfuðborgina Kænugarð þegar einungis um hálftími var liðinn af nýja árinu. Skotið var á byggingar í tveimur hverfum höfuðborgarinnar og er að minnsta kosti einn látinn.

Kötturinn þinn skilur þig ekki! Og þú ekki hann!
Kettir gera skýran greinarmun á því hvort eigandi þeirra er að tala við þá eða annað fólk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Og þeir mjálma eiginlega aldrei nema þegar þeir eru að svara fólki sem talar við þá. Nýhafið ár er ár kattarins í Víetnam.

Króatar taka upp evru
Króatía hefur tekið upp evru og gengið í Schengen-samstarfið, áratug eftir að landið gekk í Evrópusambandið.

Dauðadómur mótmælanda endurskoðaður
Hæstiréttur í Íran hefur samþykkt að endurskoða dauðadóm sem féll yfir mótmælanda þar í landi sem sakaður er um að hafa skemmt almannaeign á meðan á mótmælum stóð.

Fjöldamargar loftárásir á Kænugarð
Fjöldamargar loftárásir hafa verið gerðar á Kænugarð og fleiri borgir Úkraínu í dag. Volodómír Selenskí forseti Úkraínu segir Rússa hafa ætlað sér að eyðileggja nýársfögnuð Úkraínumanna með árásunum. Loftvarnarflautur hafa ómað í höfuðborginni í allan dag.

Benedikt páfi er látinn
Benedikt sextándi, fyrrverandi páfi er látinn. Hann var 95 ára gamall.

Grunaður um dularfullt morð á fjórum háskólanemum
Lögregla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum handtók í gær karlmann á þrítugsaldri, sem grunaður er um dularfullt morð á fjórum háskólanemum í Idaho í nóvember. Málið vakti óhug, og jafnframt mikinn áhuga, á samfélagsmiðlum.

Bolsonaro sagður hafa flúið til Bandaríkjanna
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er sagður hafa flúið til Bandaríkjanna, degi áður en nýkjörinn forseti Lula da Silva tekur við forsetaembættinu.

Byrjuðu að reyna að kæla loftslagið án þess að spyrja kóng né prest
Bandarískt sprotafyrirtæki heldur því fram að það hafi þegar sent brennisteinsdíoxíð hátt upp í lofthjúpinn yfir Mexíkó til þess að kæla yfirborð jarðar. Sérfræðingar gagnrýna glannaskap fyrirtækisins með vísindi sem eru skammt á veg komin og sem gætu haft ófyrirséðar afleiðingar.

Engin áramótateiti hjá Tate
Andrew Tate og bróðir hans Tristan hafa verið úrskurðaðir í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Rúmeníu. Þeir eru grunaðir um kynlífsmansal og nauðganir.

Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate
Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans.

Yfirrabbíninn í Moskvu hvetur gyðinga til að flýja Rússland
Rabbíninn Pinchas Goldschmidt hefur hvatt gyðinga búsetta í Rússlandi til að yfirgefa landið á meðan þeir geta. Hann segist óttast að þeir verði gerðir að blórabögglum fyrir þeim erfiðleikum sem Rússland stendur frammi fyrir vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Aung san Suu Kyi enn og aftur dæmd í Mjanmar
Herdómstóll í Mjanmar dæmdi í morgun Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins til sjö ára fangelsisvistar, en hún hefur nú verið samtals dæmd í 33 ára langt fangelsi fyrir ýmis meint brot.

Íhuga að skima úrgangsvatn úr vélum frá Kína
Bandarísk yfirvöld eru nú að íhuga að láta rannsaka úrgangsvatn í farþegaþotum sem koma frá Kína til að reyna að finna og greina ný möguleg afbrigði kórónuveirunnar.

Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu
Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna.

Eldflaugum rigndi yfir Úkraínu: „Tilgangslaus villimennska“
Úkraínuher skaut niður meirihluta 69 eldflauga sem Rússlandsher skaut yfir landið í dag. Fjöldi heimila og mikilvægir innviðir skemmdust í árásunum.

Bar ekki höfuðklút á skákmóti í Kasakstan
Íranska skákkonan Sara Khadem vakti athygli á heimsmeistaramótinu í hrað- og atskák í Kasakstan á dögunum þegar hún bar ekki höfuðklút. Samkvæmt írönskum lögum ber konum að bera slíkan klút.