Gróðureldarnir á Maui þeir mannskæðustu í meira en öld Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 09:11 JP Mayoga (t.h.) og Makalea Ahhee, kona hans (t.v.) hugga hvort annað á svölum hótels nærri Lahaina. Ferðamenn hafa verið hvattir til að halda sig þaðan. Fjöldi hótela er nú notaður til þess að hýsa íbúa sem hafa misst heimili sín og björgunarlið. AP/Rick Bowmer Tala látinna í gróðureldunum á Maui á Havaí náði 96 í gær. Enn er leitað að fólki sem er saknað. Gróðureldarnir eru verstu náttúruhamfarir í sögu Havaíríkis og mannskæðustu gróðureldar í Bandaríkjunum í meira en öld. Slökkviliðsmenn glímdu enn við elda sem blossa upp í gær og líkleitarhundar leituðu í brunarústum bæjarins Lahaina sem brann nánast til kaldra kola á þriðjudag og miðvikudag. Hundarnir höfðu í gær þó aðeins náð að fara yfir um þrjú prósent hamfarasvæðisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tala þeirra sem er enn saknað er nokkuð á reiki en hún gæti hlaupið á hundruðum. Ættingjar fjölda þeirra hafa leitað á náðir samfélagsmiðla til þess að reyna að fá upplýsingar um afdrif þeirra. Komið hefur verið á fót skrá yfir þúsundir manna sem hafa fundist á lífi á netinu og eins þá sem enn er saknað. Gróðureldarnir eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Þann vafasama heiður hafði áður flóðbylgja sem varð 61 að bana árið 1960, árinu eftir að Havaí varð að bandarísku ríki. Þá eru eldarnir þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum frá Cloquet-eldinum sem varð 453 að bana í Minnesota og Wisconsin árið 1918. Eyðileggingin í Lahaina á Maui er nánast alger.AP/Rick Bowmer Josh Green, ríkisstjóri Havaí, segir að viðbrögð við eldunum og neyðarviðvörunarkerfi verði rannsakað. Aldrei heyrðist múkk í almannavarnaflautum sem eiga að gella þegar náttúruhamfarir verða og fjöldi íbúa hefur lýst því að þeir hafi átt fótum sínum fjör að launa þegar eldur lagði heimili þeirra í rúst á skömmum tíma. Margir köstuðu sér í sjóinn til þess að flýja eldinn og reykinn. Fleiri en 2.700 byggingar eyðilögðust í Lahaina. Green áætlar að eignatjónið þar nemi 5,6 milljörðum dollara, jafnvirði 743 milljarða íslenskra króna. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06 Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58 Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Slökkviliðsmenn glímdu enn við elda sem blossa upp í gær og líkleitarhundar leituðu í brunarústum bæjarins Lahaina sem brann nánast til kaldra kola á þriðjudag og miðvikudag. Hundarnir höfðu í gær þó aðeins náð að fara yfir um þrjú prósent hamfarasvæðisins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tala þeirra sem er enn saknað er nokkuð á reiki en hún gæti hlaupið á hundruðum. Ættingjar fjölda þeirra hafa leitað á náðir samfélagsmiðla til þess að reyna að fá upplýsingar um afdrif þeirra. Komið hefur verið á fót skrá yfir þúsundir manna sem hafa fundist á lífi á netinu og eins þá sem enn er saknað. Gróðureldarnir eru mannskæðustu náttúruhamfarirnar í sögu Havaíríkis. Þann vafasama heiður hafði áður flóðbylgja sem varð 61 að bana árið 1960, árinu eftir að Havaí varð að bandarísku ríki. Þá eru eldarnir þeir mannskæðustu í Bandaríkjunum frá Cloquet-eldinum sem varð 453 að bana í Minnesota og Wisconsin árið 1918. Eyðileggingin í Lahaina á Maui er nánast alger.AP/Rick Bowmer Josh Green, ríkisstjóri Havaí, segir að viðbrögð við eldunum og neyðarviðvörunarkerfi verði rannsakað. Aldrei heyrðist múkk í almannavarnaflautum sem eiga að gella þegar náttúruhamfarir verða og fjöldi íbúa hefur lýst því að þeir hafi átt fótum sínum fjör að launa þegar eldur lagði heimili þeirra í rúst á skömmum tíma. Margir köstuðu sér í sjóinn til þess að flýja eldinn og reykinn. Fleiri en 2.700 byggingar eyðilögðust í Lahaina. Green áætlar að eignatjónið þar nemi 5,6 milljörðum dollara, jafnvirði 743 milljarða íslenskra króna.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06 Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58 Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38 Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Fjöldi látinna í hörmungunum á Havaí hækkar enn Alls hafa 89 andlát verið staðfest og fjöldi er slasaður í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí-ríki Bandaríkjanna. 13. ágúst 2023 09:06
Sírenurnar fóru ekki af stað þegar eldurinn gleypti bæinn Íbúar sem flúðu gróðurelda í bænum Lahaina á Maui spyrja sig af hverju hin frægu viðvörunarkerfi Hawaii vöruðu þau ekki við eldunum. Ekkert bendir til þess að sírenurnar hafi farið í gang áður en eldarnir gleyptu bæinn og tóku líf að minnsta kosti 53. 11. ágúst 2023 07:58
Dánartalan á Havaí muni hækka töluvert Miklir gróðureldar hafa logað á eyjunni Maui, sem er hluti af Havaí í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld hafa varað við því að dánartölur á eyjunni Maui muni hækka. Ríkisstjóri Havaí segir að 53 manns hafi látist í eldunum. 10. ágúst 2023 23:38
Ferðamannabær í kalda kolum eftir mannskæða gróðurelda á Havaí Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns eru látnir og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina svo gott sem til kaldra kola. 10. ágúst 2023 09:14