Innlent

Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni

Saksóknari fer fram á að þrír sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi. Þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp. Þetta kom í morgun fram við málflutning á lokadegi aðalmeðferðar málsins í héraðsdómi Suðurlands. Við verðum í beinni þaðan í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

„Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn”

Páll Kristjánsson, verjandi Stefáns Blackburn, segir umbjóðanda sinn ekki hafa fegrað sinn hlut þegar hann bar vitni í Gufunesmálinu svokallaða þar sem hann er ákærður. Hann hafi játað „hrikalega“ háttsemi og lýst henni með ítarlegum hætti. Þrátt fyrir það ætti að sakfella hann fyrir líkamsárás, en ekki manndráp.

Innlent

Lögðu hald á snák eftir al­var­lega líkams­á­rás

Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. 

Innlent

„Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara fer fram á að Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson, og Matthías Björn Erlingsson verði dæmdir í minnst sextán ára fangelsi, en þeir eru allir ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og manndráp í Gufunesmálinu svokallaða. Hann sagði þó að í tilfelli Matthíasar, sem er nítján ára gamall, mætti ef til vill gefa afslátt af þyngd refsingarinnar.

Innlent

Alþjóð­legir nem­endur áhyggju­fullir vegna tafa á af­greiðslu dvalar­leyfa

Umsóknum um dvalarleyfi námsmanna til Útlendingastofnunar fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Hluti alþjóðlegra nemenda við Háskóla Íslands bíður eftir því að Útlendingastofnun samþykki umsókn þeirra um dvalarleyfi svo þeir geti hafið nám. Samkvæmt háskólanum þurfa þeir að vera á staðnum fyrstu vikuna í september og margir óttast að dvalarleyfið verði ekki samþykkt fyrir þann tíma. 

Innlent

Á­kærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi vegna meintra brota gegn barni, sem mun hafa tengst honum nánum böndum, meðan það var tveggja til fimm ára gamalt. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í vörslum sínum mikið barnaníðsefni í tækjum sínum.

Innlent

Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för

Það væru svik við gefin loforð og setur hættulegt fordæmi ef bygging Fjarðarheiðaganga færi aftar í röðina en fyrirliggjandi áætlanir gera ráð fyrir. Þetta segja leiðtogar sveitarstjórnar í Múlaþingi sem hafa kallað eftir fundi með forsætisráðherra vegna málsins. Þær fagna áformum stjórnvalda um átak í uppbyggingu innviða en vara við því að kjördæmapot og pólitískar sveiflur bitni á mikilvægum framkvæmdum.

Innlent

Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn

Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands.

Innlent

Rússum „drullusama“ um friðar­um­leitanir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja.

Innlent

Ís­land fýsi­legur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpa­manna

Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott.

Innlent

Sprengjuregn, svikin lof­orð, og vel heppnuð hárígræðsla

Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana.

Innlent

Greip í húna en var gripinn mígandi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að grípa í húna á bílum. Þegar lögregla kom á staðinn var einn þeirra að kasta af sér þvagi. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Innlent

Ís­jaki stærri en Hall­gríms­kirkja blasti við

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug fram á borgarísjaka sem var hærri en Hallgrímskirkja í ískönnunarflugi undan ströndum landsins í dag. Ísjakinn var þrjú hundruð metra langur, þrjú hundruð metra breiður og allt að 75 metra hár. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð.

Innlent

Eldur kviknaði út frá glerkúlu í glugga­kistu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að vanmeta íslenska sólarljósið, sem geti sannarlega kveikt eld inni í húsum við ákveðnar aðstæður. Til að mynda hafi eldur nýverið kviknað vegna vatnsfylltrar glerkúlu í gluggakistu húss í Reykjavík.

Innlent

Setti byssu­kúlu í póst­kassa: „Næsta kemur ekki í um­slagi“

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nokkurn fjölda refsibrota. Þar á meðal eru kynferðisbrot, líkamsárásir og hótunarbrot. Það síðastnefnda er hann sagður hafa framið með því að setja umslag í póstkassa við heimili fjölskyldu sem innihélt byssukúlu og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“.

Innlent