Innlent

Páll hafði betur gegn Aðal­steini í Lands­rétti

Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 

Innlent

Þyngdi dóm fyrir til­raun til manndráps

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Ásgeiri Þór Önnusyni úr fimm árum í sex fyrir skotárás í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld 2023. Ásgeir og annar maður brutust grímuklæddir inn á heimili í Hvaleyrarholti og skaut Ásgeir sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar.

Innlent

Bryn­dís vill ís­lenska her­menn á blað

Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið útbúi lista yfir íslenska ríkisborgara með reynslu og þekkingu á varnarmálum sem gætu meðal annars tekið þátt í vörnum kæmi til stríðsátaka.

Innlent

Um­bóta þörf til að halda uppi lífs­gæðum á Ís­landi að mati OECD

Endurskoða þarf ríkisfjármálin, efla grunnmenntun, virkja meira og létta á reglugerðarfargani til þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lífsgæði á Íslandi, að mati sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni hvað Ísland hefur dregist eftir úr í menntamálum.

Innlent

Setja 150 milljónir auka­lega í að að­stoða Palestínu­menn

Íslensk stjórnvöld ætla að veita 150 milljónum króna aukalega til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Fyrri ríkisstjórn stöðvaði framlög Íslands til stofnunarinnar tímabundið vegna ásakana Ísraela um tengsl hennar við Hamas-samtökin.

Innlent

Mikið við­bragð vegna leka í fiski­báti

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi og áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri voru kallaðar út í dag í kjölfar þess að skipstjóri fiskibáts hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á tólfta tímanum og lýsti yfir neyðarástandi vegna leka um borð í bátnum. Töluverður sjór var þá kominn í vélarrúm bátsins.

Innlent

„Ég mun standa með mínum ráð­herra“

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók ekki undir með Guðrúnu Hafsteinsdóttur formanni Sjálfstæðisflokksins þegar hún sagðist treysta því að Kristrún viðurkenndi að hafa farið yfir línuna, með því að segja málflutning stjórnarandstöðunnar um veiðigjöld í „falsfréttastíl“.

Innlent

Hafnaði öllum kröfum Ást­hildar Lóu nema einni

Ríkisútvarpið og fréttakonan Sunna Karen Sigurþórsdóttir brutu gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra. Siðanefnd hafnaði öllum kröfum ráðherrans fyrrverandi nema einni og telur brotið ekki alvarlegt en ámælisvert þó.

Innlent

Veik stofnun skaði fjár­hag ríkis­sjóðs

Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild.

Innlent

„Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“

Allt stefnir í að met verði slegið í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi sem er þegar sú sjöunda lengsta í sögunni. Framsögumaður málsins í  atvinnuveganefnd segir staðfest að meirihluti nefndarinnar hafi reiknað veiðigjaldið rétt, þvert á það sem minnihlutinn hafi haldið fram.

Innlent

Bíll valt í Kópa­vogi

Bíll valt á hliðina í umferðinni í Kópavogi á fimmta tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slasaðist lítillega.

Innlent

Líkir veiðigjaldaáformum við sóvéska eigna­upp­töku

Guðmundur Fertram Sigurjónsson segir að líkja megi fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnarinnar á veiðigjaldi við sóvéska eignaupptöku. Hann segir að gríðarlegur efnahagslegur vöxtur hafi verið á Vestfjörðum undanfarin ár, en áform ríkisstjórnarinnar muni koma til með að minnka skattaframlag landshlutarins og veikja byggðirnar.

Innlent

Komu sex­tán dvalarleyfishöfum af Gasasvæðinu

Fulltrúar á vegum utanríkisráðuneytisins aðstoðuðu í dag sextán einstaklinga á Gasa, þar af sjö börn, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, að komast til Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Hópurinn heldur svo til Íslands í kjölfarið.

Innlent

Sameiningarhugur á Vest­fjörðum

Nokkur sveitarfélög og hreppir á Vestfjörðum hyggjast efna til óformlegra sameiningarviðræðna. Fulltrúar tveggja sveitarfélaga segja að í framtíðarsýn Vestfjarða séu færri sveitarfélög. Þeir telja að málið verði mikið rætt í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Innlent