Golf

Engar kærur vegna heimilisofbeldis
Lögreglan í Flórída staðfesti í kvöld að bílslysið sem Tiger Woods lenti í hefði verið honum sjálfum að kenna. Hann mun ekki verða ákærður vegna atviksins.

Tiger: Ekkert hæft í orðrómum
Tiger Woods segir ekkert hæft í þeim orðrómum sem hafa verið á kreiki eftir að hann lenti í árekstri á föstudaginn síðastliðinn.

Enn frestar Woods að ræða við lögreglu
Tiger Woods mun ekki ræða við lögregluna fyrr en í dag en hann lenti í árekstri á föstudaginn þar sem óttast var í fyrstu að hann væri alvarlega slasaður.

Lögreglan mun yfirheyra Tiger
Tiger Woods mun verða yfirheyrður af lögreglu vegna árekstursins skammt frá heimili hans í Flórída í Bandaríkjunum í gær.

Tiger vann í Ástralíu
Um 25 þúsund áhorfendur fengu nákvæmlega það sem þeir vildu frá Tiger Woods í nótt. Tiger spilaði gríðargott golf á lokahringnum og vann mótið í Melbourne með tveggja högga mun.

Woods missti flugið í Ástralíu
Tiger Woods hafði leikið einstaklega vel fyrstu tvo dagana á mótinu í Melbourne en snillingnum fataðist flugið í nótt.

Kærir eftir að hafa fallið á lyfjaprófi
Doug Barron var ekki þekktasta nafnið í golfheiminum allt þar til hann féll á lyfjaprófi á dögunum. Hann var í kjölfarið dæmdur í eins árs bann frá PGA-mótaröðinni.

Tiger með forystu í Ástralíu
Tiger Woods er með þriggja högga forskot á JBWere Masters-mótinu í Ástralíu eftir tvo hringi.

Ástralir fjölmenna til að fylgjast með Tiger
Aðalmálið í Ástralíu í dag er Tiger Woods. Besti kylfingur heims er kominn til landsins í fyrsta sinn síðan 1998 og ótrúlegur fjöldi áhorfenda mætti til þess að horfa á Tiger æfa.

Kylfingur í bann fyrir lyfjamisnotkun
Doug Barron er fyrsti kylfingurinn sem fær keppnisbann fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi.

Tiger PGA-kylfingur ársins í tíunda sinn
Tímabilið búið og þá er venjulega komið að því að Tiger Woods moki til sín verðlaunum. Woods fékk flest stig á PGA-mótaröðinni og var í raun búinn að vinna þann titil þegar FedEx-bikarinn var búinn.

Tiger Woods gulltryggði Bandaríkjamönnum sigurinn í Forsetabikarnum
Það kom fáum á óvart að Bandaríkjamenn fóru með sigur af hólmi gegn Alþjóðaliðinu í keppninni um Forsetabikarinn en Bandaríkjamenn voru fyrir keppnina taldir mun sigurstranglegri.

Bandaríkjamenn með pálmann í höndunum
Bandaríkjamenn eru í góðri stöðu fyrir lokadaginn í Forsetabikarnum eftir þriðja keppnisdaginn og eru komnir með þriggja stiga forskot á Alþjóðaliðið.

Alþjóðaliðið gefur Bandaríkjamönnum ekkert eftir
Alþjóðaliðið náði að halda í við Bandaríkjamenn á öðrum keppnisdegi Forsetabikarsins á Harding Park golfvellinum í San Francisco í Kaliforníu.

Bandaríkjamenn leiða eftir fyrsta dag Forsetabikarsins
Nú stendur yfir keppnin um hinn svokallaða Forsetabikar á Harding Park golfvellinum í San Francisco í Kaliforníu þar sem kylfingar frá Bandaríkjunum etja kappi við alþjóðlegt lið kylfinga utan Bandaríkjanna og Evrópu.

Tiger Woods búinn að þéna rúman milljarð Bandaríkjadala
Kylfingurinn Tiger Woods hefur þénað rúman milljarð Bandaríkjadala frá því að hann varð atvinnumaður í golfi árið 1996, þá 21 árs. Í úttekt tímaritsins Forbes kemur fram að enginn íþróttamaður í sögunni komist með tærnar þar sem Woods hefur hælana.

Birgir Leifur á einu höggi yfir pari í dag
Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lauk þriðja hring sínum á Opna austurríska mótinu í morgun og spilaði á einu höggi yfir pari vallarins.

Ásgeir og Ragnhildur höfðu betur í stjörnueinvígi Bleika Toppbikarsins
Lokamót Bleika Toppbikarsins í golfi fór fram um helgina en mótaröðin er haldin til styrktar baráttu gegn brjóstakrabbameini.

Arnór Guðjohnsen og Ásgeir Sigurvinsson mæta golfdrottningum
Lokamót Bleika Toppbikarsins fer fram í Borgarnesi á morgun en þessi golfmótaröð er haldin til styrktar Krabbameinsfélaginu og styrkt af Vífilfelli. Í lok mótsins mætast tvö lið í einvígi, Arnór Gudjohnsen og Helena Árnadóttir gegn Ásgeiri Sigurvinssyni og Ragnhildi Sigurðardóttur.

Landsbyggðin vann íslenska Ryderinn
Úrvalslið landsbyggðarinnar vann í dag öruggan sigur á liði höfuðborgarinnar í bikarkeppninni í golfi sem hefur nefnd hin íslenska Ryder-keppni.

Hlynur fjórði í Finnlandi
Selfyssingurinn Hlynur Geir Hjartarson stóð sig með miklum sóma á opna finnska meistaramótinu í golfi sem fram fór um helgina.

Yang vann Tiger á síðasta risamóti ársins
Suður-Kóreumaðurinn Y.E. Yang vann glæsilegan sigur í PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum í kvöld og varð þar með fyrsti Asíubúinn til að vinna stórmót í golfi.

Tiger með tveggja högga forystu
Tiger Woods er með tveggja högga forystu á PGA-meistaramótinu í golfi sem fer fram á Hazeltine-vellinum.

Woods með fjögurra högga forystu
Tiger Woods er með fjögurra högga forystu eftir fyrsta tvo keppnisdagana á bandaríska PGA-meistaramótinu, síðasta risamóti ársins í golfi.

Mínus 40 kílóa Daly hættur á PGA-meistaramótinu
Hinn skrautlegi kylfingur, John Daly, mun ekki stíga út á Hazeltine-völlinn í dag þar sem hann hefur dregið sig úr mótinu. Ástæðuna segir hann vera bakmeiðsli.

Tiger á toppnum
Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag á 91. PGA meistaramótinu í golfi. Tiger lék í dag á 67 höggum eða á 5 undir pari og er einu höggi á undan Íranum Pedraig Harrington.

Harrington bjartsýnn á gott gengi á PGA-meistaramótinu
Írinn Padraig Harrington á titil að verja á PGA-meistaramótinu sem hefst á Hazeltine-vellinum í kvöld. Hann er bjartsýnn á góðan árangur þó svo hann sé að vinna í að breyta sveiflunni sinni.

Fimm kylfingar á finnska meistaramótinu
Golfsamband Íslands sendi fimm kylfinga til Helsinki þar sem þeir taka þátt í finnska meistaramótinu sem hófst í morgun.

GKG og GK Sveitameistarar í golfi 2009
Karlalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og kvennalið Golfklúbbs Keilis tryggðu sér sigur í Sveitakeppni Golfsambands Íslands í dag. GKG vann GR í úrslitum karlakeppninnar sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri en Keilir vann GR í úrslitum kvennakeppninnar sem fram fór á Garðavelli.

GR og GKG spila til úrslita í Sveitakeppni karla í golfi
Golfklúbbur Reykjavíkur mætir Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik Sveitakeppninnar í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. GR vann 3-2 sigur á Golfklúbbi Kjalar í undanúrslitunum en GKG vann 3-2 sigur á Keilismönnum í hinum undanúrslitaleiknum. GR og GKG unnu líka bæði sinn riðil í riðlakeppninni.